Fréttablaðið - 20.09.2018, Side 30

Fréttablaðið - 20.09.2018, Side 30
Með aldrinum hefur stíll minn einkennst meira af því að mér er meira og minna farið að vera sama hvað öðrum finnst. Því geng ég í því sem mér finnst vera flott og þægilegt og reyni bara að gera það þannig að ég verði mér og mínum ekki til skammar. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Bindisáhugi Jóns Geirs Jóhannssonar, trommu-leikara Skálmaldar, hófst í menntaskóla þegar hann komst í fataskápinn hjá afa sínum sem átti gott úrval af gömlum bindum og æðislegum Korona-jökkum sem hann passaði ekki lengur í. „Ég nota hvort tveggja ennþá í dag. Seinna meir vann ég í Dressmann um tíu ára skeið og þá stækkaði bindasafnið talsvert enda lærði ég þar hvað gott bindi getur breytt miklu. Þótt þú sért að fara í sömu skyrtuna við sömu fötin þá er hægt breyta öllu með nýju bindi.“ Sjálfur á hann þó ekkert uppá- haldsbindi heldur segir það bara fara eftir aðstæðum. „Ég átti eitt Fataskápur afa breytti öllu Jón Geir Jóhannsson, trommuleikari Skálmaldar. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI Einn af fjórum kössum Jóns Geirs en bindin hans eru á annað hundrað. Nokkur misbreið bindi frá ólíkum tímum úr safni trommuleikarans. Jón Geir Jóhanns- son, trommu- leikari Skálmaldar, kynntist bindum og jökkum gegn- um fataskáp afa síns á mennta- skólaárunum. sem að ég var búinn að bindast svona hjátrúarböndum því að það var alltaf gaman þegar ég klæddist því. Svo týndi ég því bindi og það breytti engu.“ Handahófskenndur stíll Hann segir fatastíl sinn vera mjög handahófskenndan. „Frá leðurbuxum og stuttermabol yfir í „casual formal“ jakka, skyrtu og bindi og stundum rugla ég þessu saman. Með aldrinum hefur stíll minn einkennst meira af því að mér er meira og minna farið að vera sama hvað öðrum finnst. Því geng ég í því sem mér finnst vera flott og þægilegt og reyni bara að gera það þannig að ég verði mér og mínum ekki til skammar.“ Hann setur helst upp bindi þegar hann langar til að vera fínn. „Þegar ég klæðist sparifötum er ég alltaf með bindi en annars er hversdagsstíllinn minn stilltur á slembival. Þá er ég ýmist í skyrtu með bindi eða bara í þungarokks- bol.“ Frábær tónleikaröð Stutt er frá því að Jón Geir og félagar hans í Skálmöld komu fram á fernum tónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Íslands en sveitirnar tvær spiluðu fyrst saman árið 2013. „Eins og árið 2013 gekk allt upp og stemningin og upplifunin var ólýsanleg. Að fá að spila með öllu þessu fólki fjögur kvöld í röð fyrir fullu húsi og áhorfendur frá 37 löndum eru algjör forréttindi.“ Fimmta breiðskífa Skálmaldar kemur út um miðjan október. „Hún ber titilinn Sorgir og er að mínu mati okkar allra besta verk. Við munum fylgja henni eftir með tónleikaferðalögum um Evrópu seinna í haust og í vetur. Stefnan er sett á veglega útgáfutónleika hér á landi eftir áramót en þeir eru enn í vinnslu.“ Hvar kaupir þú fötin þín? Mikið á netinu. Það er útrás mín fyrir óvissuþörfina að panta flíkur í stærðarkerfi sem ég þekki ekki og í óræðum lit og sjá hvort þær passa. Talandi um að lifa á brúninni! Áttu þér tískufyrirmynd? Nei, ég get ekki sagt það en ég væri alveg til í að vera Jeff Gold- blum. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Þar sem ég gekk í fötum af afa mínum í menntaskóla hefur mörgum vafalaust þótt fataskápur- inn minn vera tískuslys. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn? Stakan ullarjakka frá Korona sem afi keypti upp úr 1970 og ég hef notað frá árinu 1993. Áttu þér uppáhaldsflík? Það eru leðurbuxurnar mínar. Það er ekki til þægilegri flík til að klæðast og konan mín segir að þær geri mjög góða hluti fyrir rassinn á mér. Einnig verð ég að nefna stuttermabol sem ég fékk í jólagjöf í fyrra sem er með áprentuðum fyrstu 40 þúsund orðunum úr uppáhaldsskáldsögunni minni „The Name of the Wind“ eftir Pat- rick Rothfuss. Bestu og verstu fatakaupin? Bestu kaupin eru án efa risastór hvít heimskautastígvél sem ég fékk í Sölu varnarliðseigna fyrir tuttugu árum á 500 krónur. Þau eru enn bestu vetrarskór sem ég á. Mér detta engin verstu kaup í hug. Notar þú fylgihluti? Nei, en ég eignaðist í fyrra ofboðslega fallegt vasaúr og keðju sem tengdapabbi minn heitinn átti. Mér þykir mjög vænt um þessa muni og langar að nota þá meira. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook kr. 10.900.- kr. 12.990.- PEYSUr Str. S-XXL 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . S E p T E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D F -3 D 9 C 2 0 D F -3 C 6 0 2 0 D F -3 B 2 4 2 0 D F -3 9 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.