Fréttablaðið - 20.09.2018, Qupperneq 50
Leikrit
Allt sem er frábært
HHHHH
Borgarleikhúsið
eftir Duncan Macmillan ásamt
Jonny Donahoe
Leikari: Valur Freyr Einarsson
Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson
Leikmynd og búningar: Brynja
Björnsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
Þýðing og staðfærsla: Kristín
Eiríksdóttir
Hamingjan er hverful. Hún getur
brotist fram með ofsa og virst
óendanleg. Harmleikurinn er sá að
ofsahamingja er ekki ákjósanleg til
lengdar, hún dalar á endanum, fallið
er hátt af toppi heimsins og hyldjúpt
niður á botninn. Hamingjunni
verður að huga að og vinna í stöðugt
annars gleymist hún í amstri hvers-
dagsins og áður en við vitum af er
ekkert frábært lengur. En gleðina
má finna í litlum hlutum eins og að
fá sér ís með dýfu, eða hlusta á vínyl-
plötu, eða eiga samtal við góðan vin.
Allt sem er frábært eftir Duncan
Macmillan í samvinnu við Jonny
Donahoe fjallar um þrjú skeið í lífi
ónefnds karlmanns sem kristall-
ast af fjölskylduáföllum tengdum
móður hans. Fyrsta áfallið dynur
á þegar hann er sjö ára og til að
finna einhvern stöðugleika í lífinu
byrjar drengurinn að skrifa lista
yfir allt það sem er frábært við ver-
öldina. Listinn fylgir manninum
síðan í gegnum lífið og þróun hans
speglast af hugarástandi aðalper-
sónunnar. Af þeim þremur verkum
eftir Macmillan sem sýnd hafa verið
hér á landi er þetta eftirminnilegast.
Textinn er smíðaður af nákvæmni,
skilningi og fagurfræðilega sterkum
endurtekningum sem bergmála fal-
lega í framvindunni.
Valur Freyr Einarsson ber sýning-
una algjörlega á herðum sér og kröf-
urnar til hans eru miklar. Ekki ein-
ungis þarf hann að koma áfallasögu
aðalpersónunnar til skila heldur að
lesa salinn og vera stöðugt á tánum
þar sem hluti af sýningunni krefst
þátttöku áhorfenda. Oftar en ekki er
þátttaka áhorfenda í sýningum afar
misjöfn en hér er hún vafin þétt inn
í söguna, þróast með sýningunni og
hnýtir áhorfendur saman við sögu-
þráðinn á frumlegan hátt.
Orkustig Vals Freys var of hátt í
byrjun sýningar, eins og hann væri
að flýta sér að byggja upp samband
við salinn, en fljótlega fann hann
taktinn og tenginguna við áhorf-
endur. Nærvera hans er hlýleg í
byrjun en hægt og rólega flysjar
hann í burtu varnarmúra aðal-
persónunnar. Slík vinna krefst til-
finningalegrar breiddar og mikilla
hæfileika, af þeim hefur hann nóg.
Ólafur Egill Egilsson leikstýrir hér af
skynsemi en stundum freistast hann
þó til að undirstrika textann aðeins
um of, t.d. með því að láta Val Frey
hlaupa um salinn eins og óður væri
þegar einföld frásögn hefði dugað.
Þýðing Kristínar Eiríksdóttur
er í takt við sýninguna alla: næm,
hnyttin og laus við allt prjál. Stað-
færslan og aðlögunin, sem Ólafur
Egill og Valur Freyr komu einnig
að, er hugvitsamlega útfærð. Yfir-
færslan til Íslands er ekki yfirþyrm-
andi heldur rétt nægileg til að gefa
sögunni íslenskan keim. Sömuleiðis
er hönnun Brynju Björnsdóttur á
búningum og sviðsmynd látlaus
en áhrifarík. Áhorfendur sitja í
kringum lítinn flöt fyrir miðju sem
þjónar sem svið og leikmunir eru
fáir. Þórður Orri Pétursson fær það
erfiða verkefni að lýsa rýmið en
leysir það virkilega vel. Ljósin eru
aldrei myrkvuð til fulls nema á einu
gullfallegu augnabliki. Áhrifin eru
þau að áhorfendur eru virkir þátt-
takendur í framvindunni, stundum
bókstaflega, og að auki sjá hverjir
framan í aðra. Sömuleiðis er hljóð-
vinna Baldvins Þórs Magnússonar
góð og ekki skemmir stórkostleg
tónlistin. Allt er gert til að leikritið
njóti sín.
Manneskjan berst við að finna sér
stað í tilvistinni á hverjum einasta
degi. Allt sem er frábært er for-
vitnileg tilraun til að skoða eftirköst
áfalla og hvernig þau smita út frá
sér á milli kynslóða. En þrátt fyrir
endalausar hörmungar heimsins
og persónulega harmleiki þá eru
það litlu sigrarnir, hænuskrefin að
hamingjunni og allt sem er frábært
sem skiptir máli. Sigríður Jónsdóttir
NiðurstAðA: Hugnæm sýning um
grafalvarlegt málefni þar sem Valur
Freyr sýnir krafta sína á sviðinu enn
á ný.
Hænuskref í átt að hamingjunni
„Nærvera hans er hlýleg í byrjun en hægt og rólega flysjar hann í burtu varnar-
múra aðalpersónunnar,“ segir um Val Frey í dómnum. MyNd/GríMur BJarNaSoN
tóNList
Verk eftir Luciano Berio
og egil Gunnarsson
Norðurljós í Hörpu
Flutningur: Stirni Ensemble
sunnudaginn 9. september
Ég sá nýlega á YouTube viðtal við
manninn sem getur talað hraðast í
heimi. Hann fór með allan textann
úr laginu Bad eftir Michael Jackson
á nokkrum sekúndum en var samt
skýrmæltur. Það var ótrúlegt að
heyra. Ég varð fyrir svipaðri upp-
lifun á tónleikum Stirni Ensemble
í Norðurljósum í Hörpu á sunnu-
daginn. Björk Níelsdóttir sópran
flutti sekvensu nr. 3 eftir ítalska
tónskáldið Luciano Berio sem lést
fyrir fimmtán árum. Söngurinn var
sérlega tilraunakenndur og oftar en
ekki gífurlega hraður. Rétt eins og
hraðmælti maðurinn á YouTube var
Björk þó afar skýrmælt, svo mjög
að aðdáunarvert var. Útkoman var
áhugaverð og skondin.
Þetta eru góðu fréttirnar. Þær
slæmu eru að þrjár aðrar sekvensur
eftir Berio voru fluttar á tónleik-
unum, hver annarri leiðinlegri.
Berio var á tímabili undir miklum
áhrifum af seríalismanum, sem
hefur ávallt verið hatað tónlistar-
form meðal almennings. Hann fet-
aði síðar sínar eigin leiðir en andi
seríalismans var samt aldrei langt
undan í tónsmíðum hans.
Sekvensur Berios (nafnið þýðir
runa eða röð) eru alls fjórtán og fyrir
mismunandi hljóðfæri. Þær gera
miklar tæknikröfur til flytjandans.
Meðal annars þarf að láta tónlistina
hljóma eins og hún sé fjölrödduð,
þó slíkt sé í raun ekki mögulegt
þegar einradda hljóðfæri er annars
vegar. Dæmi um þetta er sekvensan
fyrir klarinettu, þar sem sama lag-
línan er á kafla
endurtekin á
l á g v æ r u m
nótum. Inn á
milli kemur
hávær, hranalegur tónn eins og
skrattinn úr sauðarleggnum. Þetta
gerist aftur og aftur. Eftir nokkra
stund deyr lága laglínan út en
frekjulegi tónninn nær yfirhönd-
inni. Hann verður að mörgum
tónum sem hoppa upp og niður
eftir ómstríðum tónbilum. Þetta
virkar eins og tveir hljóðfæraleik-
arar séu að spila, hvor með sínu
nefi. Engin harmónía er á milli
þeirra, þvert á móti er andrúms-
loftið einkar fráhrindandi, fullt af
taugaveiklun og þráhyggju.
Svona var stemningin í þessum
þremur verkum sem um ræðir, fyrir
klarinettu, flautu og gítar. Skást var
flautuverkið sem Hafdís Vigfús-
dóttir lék, en það var tiltölulega
stutt. Grímur Helgason flutti klarin-
ettusekvensuna sem var mun lang-
dregnari. Svanur Vilbergsson sá svo
um gítarsekvensuna, einn hræri-
graut af lítt áheyrilegum hljómum
sem nístu mann inn að beini. Það
var eins og að hlusta á langt rifrildi
sem engin niðurstaða fékkst í.
Stutt tónsmíð eftir Egil Gunn-
arsson, sem bar nafnið Bið, var til
allrar hamingju líka á efnisskránni.
Um frumflutning var að ræða. And-
rúmsloftið var heillandi ljóðrænt,
alls konar fínleg blæbrigði drógu
upp fagurlega mótaða hljóðmymd.
Björk söng og hinir hljóðfæraleikar-
arnir spiluðu. Betur hefði samt verið
ef söngkonan hefði staðið aðeins
framar, í stað þess að vera bara við
hliðina á hinum, því maður heyrði
ekki orðaskil; söngurinn drukkn-
aði í hljóðfæraleiknum. Textinn
samanstóð af ljóði eftir Einar Braga
og sennilega hefði átt að birta það
í tónleikaskránni, sem var ansi
snubbótt og með átakanlega litlum
upplýsingum. Jónas Sen
NiðurstAðA: Megnið af
efnisskránni var ekki
skemmtilegt,
en frum-
flutningur á
verki eftir Egil
Gunnarsson
heppnaðist vel.
Eins og langt rifrildi
Að meðaltali greinist ein manneskja á tveggja vikna fresti með MS á Íslandi.
Flestir sem greinast eru á aldrinum 20-40 ára.
MS er sjálfsónæmissjúkdómur þar sem taugaboð frá miðtaugakerfi truflast.
Einkenni MS eru mjög breytileg, verið varanleg eða komið í köstum
Líkamleg einkenni geta verið
• Erfiðleikar við gang
• Dofi
• Mikil þreyta
• Sjóntruflanir
• Breytingar á jafnvægisskyni
• Minni máttur
• Skyntruflanir
• Skerðing á samhæfðum hreyfingum
• Vöðvaspenna
• Spasmi og verkir
Einkenni leggjast misþungt á einstaklinga en enginn fær þau öll.
MS er hvorki smitandi né arfgengt og alls enginn dauðadómur.
MS er enn ólæknandi en lyf geta tafið framgang sjúkdómsins hjá flestum.
Í dag lifa flestir nýgreindir tiltölulega óbreyttu lífi áfram eftir greiningu.
Hugrænar breytingar geta verið
• Erfiðleikar með minni
• Erfiðleikar með tal
• Erfiðleikar með einbeitingu
og athygli
• Breytingar á persónuleika
og háttalagi, s.s. þunglyndi
• Tilfinningasveiflur og minna
frumkvæði
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
2 0 . s e p t e M B e r 2 0 1 8 F i M M t u D A G u r34 M e N N i N G ∙ F r É t t A B L A ð i ð
menning
2
0
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
F
-2
4
E
C
2
0
D
F
-2
3
B
0
2
0
D
F
-2
2
7
4
2
0
D
F
-2
1
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
9
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K