Fréttablaðið - 20.09.2018, Side 44

Fréttablaðið - 20.09.2018, Side 44
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Hugrún Ósk Heiðdalsdóttir Smárahlíð 12d, Akureyri, er látin. Útför hennar mun fara fram í kyrrþey. Guðrún Ólöf Björnsdóttir Birgir Björn Hjartarson Ari Sigþór Heiðdal Björnsson Ara Dan Pálmadóttir Jón Fannar Björnsson Fanney Björg Björnsdóttir Daði Guðvarðarson ömmubörn og systkini. Ástkær móðir okkar, Edda Sigurðardóttir lést 10. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 21. september kl. 13. Anna Linnet Þorsteinsdóttir Guðmundur Óskar Bjarnason Guðrún Linnet Bjarnadóttir Styrmir Árnason og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Sveinsdóttir frá Ólafsvík, Lækjabrún 17, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 15. september. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 22. september kl. 14. Egill Guðmundsson Elísabet Eygló Egilsdóttir Sveinn Egilsson Margrét Bjartmarsdóttir Elín Þuríður Egilsdóttir Guðjón Kristinn Kristgeirsson Guðmundur Gísli Egilsson Guðlaug Jóhanna Steinsdóttir Sigurður Egilsson Herdís Þórðardóttir Guðbjörg Egilsdóttir Guðbrandur Björgvinsson Gústaf Geir Egilsson Vaida Visockaite Hólmar Egilsson Halldóra Einarsdóttir Sigurlaug Egilsdóttir Ingólfur Gauti Ingvarsson Agla Egilsdóttir Arnljótur Arnarsson Er ég að eyðileggja fyrir þér matartímann?“  spyr ég Sigurjón Kjartansson kvik-myndagerðarmann hikandi. „Þú ert að eyðileggja fyrir mér daginn.“ Nú er ég að falast eftir afmælisviðtali. „Mig grunaði það.“ Hvernig líst þér á það? „Ágætlega sosum. Ég er hins vegar … ef þú ætlar að fara að vesenast í að mynda mig … á leiðinni úr bænum.“ Það var verst. En það hljóta að vera til myndir af þér hér í myndasafninu. „Já, já, gullfallegar myndir, ábyggilega.“ Ég hef fulla trú á því. Á að stinga af? „Það á að stinga af – vera utan þjónustu- svæðis á afmælinu. Setningin „hann er að heiman í dag“ verður í fullu gildi.“ Hvernig leggst í þig að verða hálfrar aldar gamall? „Bara ágætlega. Ég kvíði þessu ekkert sérstaklega.“ Hefurðu búið þig eitthvað undir það andlega? „Það mætti kannski segja það. Ég hef trú á því að árin milli fimmtugs og sextugs, jafnvel fimmtugs og sjötugs, geti verið bara alveg ágætur tími.“ Ég get staðfest það – góður tími ef maður heldur lífi og heilsu. „Þetta hefur mér sko verið sagt. En svo er þetta líka spurning um að hafa náð að moka skítnum sínum jafnóðum, svona hinum andlega skít, þá held ég að þessi ár geti orðið ansi ljúf og ég er bara ágætlega í stakk búinn.“ Hvernig hefur þú ofan af fyrir þér dags daglega? „Ég hef ofan af fyrir mér með því að starfa hjá RVK stúdíó, hann Balt- asar á það nú, við höfum verið að reka það og gera meðal annars Ófærðarserí- urnar. Núna er það sería tvö sem heldur mér föngnum. Við erum að klippa hana og ætlum að setja hana í loftið fyrir ára- mót.  Svo er ég svokallaður þróunarstjóri hjá RVK stúdíó og þar eru að kokkast ansi mörg skemmtileg verkefni sem ég get ekki mikið sagt frá – en lifi og hrærist í.“ gun@frettabladid.is Að moka skítnum jafnóðum Sigurjón Kjartansson kvikmyndagerðarmaður er fimmtugur í dag en er utan þjónustu- svæðis. Rétt áður en hann sneri baki við amstri stórborgarinnar fékk hann upphringingu. Sigurjón hefur jafnan yfrið nóg að gera við kvikmynda og þáttagerð og nú á Ófærð hug hans allan. Fréttablaðið/anton brink Merkisatburðir Helena Eyjólfsdóttir kemur fram á fyrstu Tíbrártónleikum haustsins í Salnum í kvöld og syngur lög frá sínum langa og farsæla ferli, sum hver í öðrum og djassaðri útsetningum en við eigum að venjast. Með henni spila Jón Rafnsson, Stefán Már Magnússon og Karl Olgeirsson og einnig strengjakvartett og söngvarinn góðkunni, Friðrik Ómar, verður sérstakur gestur Helena kveðst fremur lítið hafa sungið að undanförnu. „Ég hélt ekki að ég mundi halda fleiri tónleika í Salnum en félagar mínir ýttu á mig og aðstandendur Salarins líka. Það er voða gaman að vera í þessu Tíbrárdæmi, tónleikarnir hafa dálítið klassískt yfirbragð og það er alveg yndislegt. Það gerir gífurlega mikið fyrir lögin að vera með þessar flottu útsetn- ingar hans Kalla Olgeirs og fiðlurnar. Við erum búin að æfa vel og allt er að smella.“ Helena er á áttræðisaldri og kveðst þakklát fyrir að geta enn sungið. „Ég er svo heppin með heilsuna,“ segir hún og er rukkuð um góð heilsueflingarráð. „Ég fer í göngu á hverjum degi og ráðlegg öllum að gera það sem geta. Það er dásamlegt að labba í þrjú kortér, klukkutíma. Ekki bara til að viðhalda liðleika heldur er það líka svo gott andlega. Maður hugleiðir sitt- hvað á göngunni og líður svo vel á eftir.“ Góða gönguleiðir eru á Akureyri þar sem Helena býr. „Ég labba mikið í Kjarna- skógi og á leirunum fyrir innan flugvöll- inn, um gömlu brýrnar, þar er svo gott næði, meðal annars til að rifja upp texta. Suma texta man ég alla tíð, eins og þeir séu komnir á harða diskinn, en öðrum þarf ég að dusta rykið af ef tónleikar eru fram undan. Mér finnst svo mikilvægt að kunna textana vel þegar ég syng. Í barna- skóla var ég fljót að læra ljóð utan að og sem betur fer held ég þeim hæfileika enn að geta lært.  Það er heilmikil áskorun að koma fram í Salnum, ég neita því ekki. En það er gaman að takast á við verkefni og hafa eitthvað að hlakka til.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. gun@frettabladid.is Gaman að hafa eitthvað að hlakka til Yfirbragð tónleikanna verður rólegt og rómantískt að sögn Helenu Eyjólfs og fullt af skemmtilegum sögum og minningum. Fréttablaðið/SigtrYggur ari 1654 Tveir menn eru brenndir á báli fyrir galdur í Trékyllis- vík á Ströndum. 1870 Ítalska konungsríkið hertekur Róm eftir stutt átök við hersveitir Páfaríkisins. 1900 Yfir þrjátíu manns farast í ofsaveðri, 18 menn úr Ketil- dölum drukknuðu í sjó, þar af 15 úr Selárdal. Veðrið veldur jafnframt slysum og tjóni á húsum víða, til dæmis brotna kirkjurnar á Urðum og Upsum í Svarfaðardal í spón. 1963 Í borgarstjórn Reykjavíkur er samþykkt að leyfa kvöldsölu um lúgur til klukkan 22 og borgarráði er heimilað að framlengja söluleyfi til klukkan 23.30 á kvöldin. 1979 Þrjátíu og fjórir flóttamenn frá Víetnam koma til Íslands. 2003 Lettar sam- þykkja inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæða- greiðslu. 2004 Wikipedia nær milljón greinum á 100 tungumálum og er þá orðið stærsta alfræðirit veraldar. Verkfall grunnskólakennara hefst. 2007 Lögregla og tollayfirvöld gera tugi kílóa af amfeta- míni upptæk á Fáskrúðsfirði en reynt var að smygla fíkni- efninu með seglskútunni Pólstjörnunni. 2 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F I m m t U D A G U r28 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð I ð tímamót 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D F -5 1 5 C 2 0 D F -5 0 2 0 2 0 D F -4 E E 4 2 0 D F -4 D A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.