Fréttablaðið - 20.09.2018, Page 34
Arctic Trucks er rótgróið fyrirtæki en við höfum sinnt jeppaviðgerðum og breyting-
um á jeppum um árabil. Árið 2013
varð Arctic Trucks viðurkennt þjón-
ustuverkstæði fyrir Toyota og þar
með sinnum við öllum viðgerðum,
framkvæmum þjónustuskoðanir og
fleira,“ útskýrir Jóhannes Egilsson,
sem stýrir verkstæðismóttöku
Arctic Trucks.
Vel hefur gengið og segir
Jóhannes þjónustuna fljótlega hafa
sprengt utan af sér húsnæðið. Um
síðustu áramót flutti svo þjónustu-
verkstæðið í nýtt og stærra hús-
næði á sama stað, að Kletthálsi 3.
„Við höfum í gegnum tíðina
eignast traustan hóp viðskipta-
vina sem við getum nú veitt
betri þjónustu, því auðvitað eiga
jeppamenn líka fólksbíla,“ bætir
hann við. „Við viljum líka höfða
til nágranna okkar í efri byggðum
höfuðborgarsvæðisins, sem nú
þurfa ekki að leita jafn langt til að
fá Toyota þjónustu.“
Faglært starfsfólk
„Á verkstæðinu starfa fimm
manns á gólfi með verkstjóra og
hér hefur verið nóg að gera. Þó að
við sérhæfum okkur í jeppum og
jeppabreytingum, þá sinnum við
viðgerðum á öllum bílum, stórum
sem smáum. Allir okkar starfs-
menn eru fagmenntaðir bifvéla-
virkjar og hjá okkur starfa einnig
þrír meistarar. Allir starfsmenn
sækja námskeið og uppfylla staðla
og kröfur Toyota varðandi þjálfun
starfsmanna,“ segir Jóhannes.
Olía frá Motul
„Arctic Trucks býður smur-
þjónustu fyrir allar gerðir bíla
og geta viðskiptavinir fengið sér
kaffisopa í biðstofunni meðan hún
er framkvæmd. Einnig geta gestir
þá skoðað úrval aukahluta sem er
að finna í verslun okkar,“ bendir
Jóhannes á. „Fyrirtækið gerði
samning við Motul um notkun á
þeirra olíum. Motul eru að koma
sterkir inn á markaðinn hér á
höfuðborgarsvæðinu en höfuð-
stöðvar þeirra eru á Akureyri.
Motul bjóða gæðaolíur sem upp-
fylla staðla Toyota.“
Frí bremsuskoðun
„Arctic Trucks tekur þátt í öllum
herferðum Toyota. Nú stendur yfir
herferð um bremsur og því bjóðum
við fría skoðun á bremsum áður en
veturinn gengur í garð.
Þá erum með þjónustubíl sem
skutlar fólki í vinnu eða heim
þegar það kemur með bílinn í
viðgerð til okkar. Það verður því
enginn strandaglópur hér uppi
á Kletthálsi,“ segir Jóhannes að
lokum.
Nánar á www.arctictrucks.is
Ég fæ líka mikið út
úr því að sjá gömlu
bílana lifna við og öðlast
nýtt líf í skúrnum heima
og það er ljúfsár tilfinn-
ing að sjá þá yfirgefa
hann með nýjum eig-
endum.
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Stærstur hluti frítíma Magn-úsar Magnússonar fer í að dunda sér í bílskúrnum
heima í Keflavík þar sem hann
gerir meðal annars upp gamlar
bifreiðar. Magnús, sem er betur
þekktur sem Maggi Hotrod, er
lærður járnsmiður og hefur hann
starfað við fagið og einnig blikk-
smíði meira og minna síðan árið
1978.
Áhuga sinn á bílum fékk hann
eiginlega með móðurmjólkinni
og segist hann hafa fæðst með
bensín í blóðinu. „Í raun hef ég
verið að fikta í bílum frá því að ég
var smápolli. Þetta byrjaði með því
að ég var að ryðbæta og slíkt fyrir
sjálfan mig og með tímanum hef ég
farið að hjálpa öðrum með bílana
þeirra.“
Byrjaði um 1980
Fyrsti bíllinn sem hann gerði upp
var Studebaker 1955 en það var í
kringum árið 1980. „Seinna gerði
ég meðal annars upp einn Ford
Popular 1953, nánast alveg frá
grunni. Sá bíll er í mestu uppá-
haldi hjá mér enda hef ég átt hann
lengst.
Meðal annarra bíla sem ég hef
gert upp má nefna Oldsmobile
Super 88 Holiday coupe 1965 og
Chevrolet Bel Air 1954 en þeir eru
Góðar stundir í bílskúrnum
Magnús Magnússon hefur í fjóra áratugi gert upp gamla bíla í bílskúrnum. Hann reynir að verja sem
mestum tíma þar enda fær hann mikið út úr því að sjá gömlu bílana lifna við og öðlast nýtt líf.
„Í skúrnum
heima bíður
mín síðan einn
Ford Coupe
1946 sem ég
hef breytt
töluvert og
ætla ég mér að
reyna að klára
hann í vetur,“
segir Magnús
Magnússon,
sem gerir upp
gamla bíla í
skúrnum heima.
Þjónustuverkstæði Arctic Trucks var opnað að Kletthálsi 3 um áramótin.
Arnór Ingólfsson verkstjóri og Jóhannes Egilsson, verkstæðismóttöku. „Við
höfum í gegnum tíðina eignast traustan hóp viðskiptavina.“ MYND/ANTON BRINK
Fagmenntað
fólk starfar á
verkstæði Arctic
Trucks og annast
viðgerðir á
öllum gerðum
bíla.
Sinna öllum viðgerðum
Arctic Trucks er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Toyota. Nýtt og stærra verkstæði var opnað
að Kletthálsi 3. Allt fagmenntaðir bifvélavirkjar. Ekki bara jeppar – þjónusta allar gerðir bíla.
báðir staðsettir á höfuðborgar-
svæðinu. Einnig má nefna Ford
Zodiac 1960 en ég er ekki viss um
ástandið á þeim bíl í dag. Svo gerði
ég einnig upp tvær Benz-rútur sem
var breytt í húsbíla en ég veit ekki
hvar þær eru í dag.“
Ljúfsár tilfinning
Og stundirnar í skúrnum eru
góðar, segir Magnús. „Ég hef átt
þetta áhugamál lengi og festist
bara í þessu eins og gerist þegar
fólk dettur niður á skemmtileg
áhugamál. Sjálfur reyni ég að eyða
sem mestum tíma þar enda veita
þessar stundir mér svo mikið. Ég
fæ líka mikið út úr því að sjá gömlu
bílana lifna við og öðlast nýtt líf í
skúrnum heima og það er ljúfsár
tilfinning að sjá þá yfirgefa hann
með nýjum eigendum.“
Spennandi verkefni bíða
Ýmis spennandi verkefni bíða hans
í vetur að eigin sögn. „Í nóvember
fer ég á stóra bílasýningu í Daytona
í Bandaríkjunum en þá sýningu
hef ég sótt á hverju ári í um 20
ár. Uppistaðan á sýningunni eru
fornbílar og þar er svo sannarlega
hægt að skoða margt og fá góðar
hugmyndir. Svo er líka óhemju
mikið af sölubásum þar sem hægt
er að finna alls konar dót og vara-
hluti fyrir bílana. Í skúrnum heima
bíður mín síðan einn Ford Coupe
1946 sem ég hef breytt töluvert og
ætla ég mér að reyna að klára hann
í vetur. Svo finn ég mér eitthvað
spennandi að gera, það er aldrei
skortur á skemmtilegum verk-
efnum hjá mér.“
4 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . S E p T E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RVIÐhALD BÍLSINS
2
0
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
F
-2
E
C
C
2
0
D
F
-2
D
9
0
2
0
D
F
-2
C
5
4
2
0
D
F
-2
B
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
1
9
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K