Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 24
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samn­ ingar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heil­ brigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki  né sjálfseignar­ stofnanir, er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnar­ frumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í upp­ námi verði það fellt. Í Fréttablaðinu 23.1. 2004 birtist eftirfarandi viðtal við Birgi Jakobs­ son, sem nú starfar sem aðstoðar­ maður heilbrigðisráðherra: Sparnaður fyrir ríkið. „Reynslan af einkarekstrinum er mjög góð og sjúkrahúsið hefur verið til fyrir- myndar hvað varðar þá hágæða- þjónustu sem er í boði á tiltölulega lágu verði. Þjónustan er að öllu leyti svipuð því sem önnur sambærileg sjúkrahús í borginni eru að bjóða og þar af leiðandi er verið að spara fé skattborgara,“ segir Birgir Jakobs- son, íslenskur framkvæmdastjóri St. Göran sjúkrahússins í Stokkhólmi, en hann flytur erindi á Grand Hót- eli í dag á fundi Verslunarráðsins um einkarekstur á heilbrigðissviði. Reksturinn hefur frá árinu 1999 verið nokkurs konar blanda af einkareknu og ríkisreknu sjúkra- húsi. Starfsmenn sjúkrahússins eru um 1500 og sjúkrarúm um 300, en ársvelta sjúkrahússins nemur um 15 milljörðum íslenskra króna. Birgir segir að samningar hafi verið gerðir við hið opinbera um að vinna út frá sams konar kerfi og felst í rekstri ríkis reknu sjúkrahúsanna. „Við fáum greitt samkvæmt sama greiðslukerfi og ríkisreknu sjúkrahúsin, en greiðsl- an fyrir hvert sjúkratilfelli er um 10% lægri hjá okkur en hjá hinum sjúkra- húsunum. Það kemur til af því að við erum með hagkvæmari rekstur og minni kostnað. Ef okkur tækist ekki að tryggja ákveðinn rekstrarafgang á hverju ári þá væri vitaskuld ekki hægt að reka sjúkrahúsið og það yrði lagt niður,“ segir Birgir. Í þessu sérlega skýra viðtali eru 2 lykilatriði: Einkarekstur verður að hafa samkeppni og eðlilegast er að sú samkeppni sé við ríkið. Ríkið verður að vita nákvæmlega hvað hlutirnir kosta og gera þá kröfu að einkareksturinn sé ódýrari. 10% krafa er eðlileg. Þetta girðir fyrir að gróði fari úr böndunum. Það mætti jafnvel gera þá kröfu að samningur komi til endurskoðunar fari hagn­ aður fram úr umsömdum mörkum. Hitt atriðið er að fyrirtæki verður að reka með hagnaði. Annars lifa þau ekki af. Það þarf fé í viðhald húsnæðis og tækja, ný og áður óþekkt tæki, nýjungar og fyrirtæki verður að geta mætt óvæntum áföllum. Seinast og ekki síst verður að vera hægt að umbuna góðu starfsfólki. Lítil starfsmannavelta og góður starfsandi er akkeri hvers fyrirtækis. Mér finnst þetta atriði oft gleymast hjá opinberum fyrir­ tækjum. Ég bið um rök sem mæla gegn svona einkarekstri. Sjálfur kem ég ekki auga á þau. Nú er það stað­ reynd að öll tannlæknaþjónusta og megnið af sjúkraþjálfun er einka­ rekin og niðurgreidd af Sjúkratrygg­ ingum. Það er yfirleitt ekki minnst á þetta og öllum finnst það sjálfsagt. Hver er munurinn á þessu og stofu­ rekstri sérfræðilækna? Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði? Tryggvi Ásmundsson læknir á eftirlaunum Nýlega aflýsti banda ríska tón­list ar gyðjan Lady Gaga síð­ustu tíu tón leik unum sín um á tón leika ferðalagi um Evr ópu vegna vefjagigtar. Þetta fannst okkur vera athyglisverð frétt því það hefur yfir­ leitt þótt frekar niðurlægjandi að viðurkenna að maður hafi vefjagigt, hvað þá að vefjagigtin trufli vinnu­ getuna. Á Íslandi eru á bilinu sex til þrettán þúsund einstaklingar með vefjagigt og þó vefjagigt sé mun algengari hjá kvenfólki er hátt á annað þúsund karla með vefjagigt. Þetta er ekki bara kvennasjúkdómur. Vefjagigt hefur áhrif á færni og lífs­ gæði fólks. Fyrstu einkennin koma gjarnan fram á unglingsaldri, stund­ um fyrr, stundum seinna. Framan af er kvörtunum einstaklinganna oft lítill gaumur gefinn: Stoðkerfisverkir með nokkurri þreytu og misjöfnum svefni. „Þetta lagast“ er viðkvæðið, eða „smá verkir skaða engan“. Margir unglinganna eru jafnframt með mis­ mikil einkenni depurðar eða kvíða, eins og algengt er orðið í íslensku nútímasamfélagi, og það er líklegra að foreldrarnir og starfsfólk heil­ brigðisþjónustunnar beini athygli sinni að þeim vanda. Sú vakning sem orðið hefur í samfélaginu um geð­ heilbrigði er tímabær og góð en má ekki verða til þess að unglingar og ungt fólk með langvinna stoðkerfis­ verki gleymist. Vefjagigt er alvöru­ mál sem mikilvægt er að takast á við á fyrri stigum sjúkdómsins. Vefjagigt er krónískur sjúkdómur, ekki tíma­ bundið vandamál „sem lagast“, og rétt inngrip á fyrri stigum geta bæði skilað meiri árangri fyrir einstakling­ inn og sparað honum og samfélaginu stórfé frekar en ef inngripunum er frestað þar til vefjagigtareinkennin hafa varað lengi og markað dýpri spor í líðan og færni. Já, við byrjuðum þessa hugvekju á að nefna frétt um Lady Gaga til að sýna hversu alvarleg áhrif vefjagigt getur haft á líðan og starfsgetu fólks – að fella niður 10 risatónleika kostar hundruð milljóna og það leikur sér enginn að því að tapa slíkri upphæð. Rannsóknir erlendis sýna að fjar­ vistir vegna veikinda eru að meðal­ tali 2­3 sinnum meiri hjá fólki með vefjagigt en öðrum, á Íslandi var vefjagigt skráð ástæða örorku hjá tæplega fjórðungi kvenna á örorku­ bótum árið 2005. Já, tæplega fjórð­ ungi, þetta er ekki prentvilla! Er sú staðreynd ein og sér ekki næg ástæða til að grípa til aðgerða? Vissulega er í dag verið að gera ýmislegt fyrir vefjagigtarsjúklinga á Íslandi. Þeir fara til lækna, sjúkra­ þjálfara og í ýmiskonar endurhæf­ ingu en skipulag þjónustunnar er oft ómarkvisst og brotakennt. Alltof oft er gagnreyndri meðferð ekki beitt fyrr en einkennin eru orðin alvarleg og færniskerðing einstaklingsins mikil. Því til stuðnings má nefna að af þeim vefjagigtarsjúklingum sem er vísað í greiningu og meðferð til Þrautar ehf., sem er sérhæft með­ ferðarúrræði fyrir vefjagigt, eru 60% einstaklinganna þá þegar með vefja­ gigt á alvarlegu stigi en aðeins 4% með sjúkdóm á mildu stigi. Skoðun á atvinnustöðu vefjagigtarsjúklinga á fyrri hluta árs 2017 sýnir að við fyrstu komu í Þraut voru aðeins 34% þeirra með fulla vinnufærni, 24% voru með skerta vinnufærni, 15% voru lang­ tíma sjúkraskráðir og 23% voru á 75% örorku. Þessi staða er að okkar mati óásættanleg. Stöðunni má líkja við að ásættanlegt þætti að beita ekki sérhæfðum inngripum við krabba­ meini fyrr en meinið hefur dreift sér um líkamann. Við skorum því á Alþingi, heil­ brigðisyfirvöld, forstöðumenn heilsugæslunnar, Virk endurhæf­ ingarsjóð, Gigtarfélag Íslands og aðra hlutaðeigandi aðila til samræðu og aðgerða í málefnum vefjagigtar­ sjúklinga. Íslenskt samfélag hefur alla burði til að taka af meiri krafti og fagmennsku á málefnum vefja­ gigtarsjúklinga því þekkingin er svo sannarlega til staðar. Við undirrituð forsvarsmenn Þrautar erum reiðubú­ in að taka virkan þátt á slíku skipu­ lagsstarfi sem þarf meðal annars að fela í sér: l Almennari skimun en nú tíðkast fyrir vefjagigt innan heilsugæsl­ unnar ásamt mati á alvarleikastigi sjúkdómsins, en matslistar þessu viðkomandi eru nú þegar til á heimasíðu Þrautar öllum frjálsir til afnota. l Markvissari nálgun innan heilsu­ gæslunnar varðandi meðferð vefja­ gigtar sem byggir á gagnreyndum niðurstöðum en ekki persónulegu mati heilbrigðisstarfsmanna á því hvað eigi að gera. l Skilvirkari tengingu og samstarfi milli heilsugæslunnar og sérhæfð­ ari mats­ og meðferðarstofnana. l Virkara samstarf og samtal milli heilsugæslunnar, Virk starfsendur­ hæfingarsjóðs og endurhæfingar­ stofnana varðandi meðferðar­ áætlun fyrir skjólstæðinga sem eru þegar komnir með slaka vinnu­ færni eða eru óvinnufærir. Um stöðu vefjagigtar á Íslandi Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari og lýðheilsu- fræðingur Eggert S. Birgisson sálfræðingur Arnór Víkingsson gigtarlæknir Íslenskt samfélag hefur alla burði til að taka af meiri krafti og fagmennsku á mál- efnum vefja gigtarsjúklinga. KAUPTU PEUGEOT S ENDIBÍL Í S EPTEMBER MEÐ 300.000-50 0.000 KR. AF SLÆTTI! peugeotisland.is Nýir og notaðir bílar: Söludeildir opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7040 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 500.000 kr. afsláttur ALLT AÐ: ALLT AÐ: PARTNER TILBOÐ SVERÐ FRÁ: 1.999.999 2.480.000 KR. ME Ð VSK. KR. ÁN VSK. EXPERT MILLILAN GUR TILBOÐSVER Ð FRÁ: 2.987.900 3.705.000 KR. ME Ð VSK. KR. ÁN VSK. EXPERT LANGUR TILBOÐSVERÐ FR Á: 3.036.290 3.765.000 KR. ME Ð VSK. KR. ÁN VSK. Peugeot_sendibilar_tilbod_5x15.indd 1 14/09/2018 14:37 2 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F I m m t U D A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D F -6 A 0 C 2 0 D F -6 8 D 0 2 0 D F -6 7 9 4 2 0 D F -6 6 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.