Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 42
Stjarnan - KA 1-1 0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson (62.), 1-1 Sölvi Snær Guðbjargarson (79.). Fylkir - Breiðablik 0-3 0-1 Thomas Mikkelsen (27., víti), 0-2 Jon- athan Hendrickx (43.), 0-3 Aron Bjarnason (57.). Rautt spjald: Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik. (90+2.). Efri Valur 43 Stjarnan 40 Breiðablik 38 KR 33 FH 31 KA 25 Nýjast Pepsi-deild karla Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæri í miklu úrvali ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. METABO Bútsög KS216 Verðmætaskápar Jeppatjakkur 2.25t 52cm. 16.995 frá 4.995 17.995 Tekur ál, stál og ryðfrí hnoð upp að 4,8mm. LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði. Sveigjanlegt rafhlöðu ker sem virkar með öllum Milwaukee ® M12™ rafhlöðum. Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu) M12 BPRT Alvöru hnoðbyssa frá Milwaukee vfs.is Akureyringar gerðu Valsmönnum stóran greiða Yfir til ykkar, Valur KA náði einu stigi gegn nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar á Samsung-vellinum í gær í leik þar sem Garðbæingar máttu ekki við því að tapa stigi. Stjarnan sótti stíft á lokamínútum í leit að sigurmarki sem hefði haldið lífi í draumum þeirra um að vinna tvöfalt í ár en án árang- urs. Þegar tvær umferðir eru eftir er staðan afar vænleg fyrir Valsmenn og stefnir allt í að titillinn verði áfram á Hlíðarenda. FRéttABlAðið/SigtRygguR ARi Fótbolti Eitt skrýtnasta mál sum- arsins varð enn skrýtnara í gær þegar leikur Hugins og Völsungs í 2. deild karla átti að fara fram. Þegar flauta átti leikinn á voru liðin sitt í hvoru bæjarfélaginu. Seyðfirðingar höfðu fyrr um daginn lýst yfir áhyggjum við KSÍ af því að völlurinn væri ekki í góðu standi. Var leikurinn því færður á Fellavöll á Egilsstöðum en þegar átti að flauta hann á voru leikmenn Hugins tilbúnir í slaginn á Seyðis- firði. Á Egilsstöðum biðu leikmenn Völsungs og dómaraþríeykið þar til ljóst var að leikurinn færi ekki fram. „Við mættum á svæðið til að spila leikinn en þegar þeir voru ekki mættir hálftíma fyrir leik fór okkur að gruna ýmislegt, “ sagði Jóhann Krist- inn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, er Fréttablaðið heyrði í honum. Hann átti von á því að þeim yrði dæmdur sigur. „Þeir vissu alveg hvar leikurinn var og við vorum ekkert að keyra þetta til gamans, það voru allir klæddir og klárir í leik af okkar hálfu.“ Málið má rekja til leiks  liðanna fyrir  mánuði síðan þegar dómari leiksins vísaði leikmanni Völsungs ranglega af velli þegar skammt var til leiksloka. Manni fleiri nýtti Huginn sér það til að skora sigurmark en á leikskýrslunni var ekkert minnst á rauða spjaldið og voru mistökin því leiðrétt þar. Völsungur óskaði eftir því að leikið yrði á ný og fékk það í gegn hjá áfrýj- unardómstól KSÍ, þvert á vilja Seyð- firðinga, eftir að aga- og úrskurðar- nefnd sambandsins hafði hafnað því. Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, kannaðist við póstinn en samkvæmt hans skilningi mátti ekki færa leikinn. „Við sendum vissulega póst með áhyggjum af leikvellinum en yfirleitt er það dómari sem ákveður þetta. Hins vegar kemur það fram  að því verði ekki haggað sem kemur fram í dómsúrskurðinum og þar stóð að leikurinn ætti að fara fram á Seyðis- firði, ekki á Egilsstöðum og sá völlur var heldur ekki í boðlegu standi. KSÍ er einfaldlega að moka yfir drulluna sem þetta mál er,“ sagði Brynjar og hélt áfram: „Starfsmenn KSÍ gera, ólíkt okkur, mistök í þessu máli. Við gerum hvergi mistök, við spiluðum fótboltaleik og unnum hann og okkur er refsað. Við sættum okkur ekki við það að vera ýtt upp að vegg og þurfa að bera hitann og kostnaðinn af því,“ sagði Brynjar sem sagði að þeir óttuðust hvorki sektir né refsingar af hálfu KSÍ og að þeir hafi ætlað sér að sýna í verki óánægju sína með vinnubrögð sam- bandsins. „Við sögðum við KSÍ að þeim væri ekki heimilt að flytja leikinn. Framkvæmdastjóri KSÍ sagði að úrskurðurinn um að það þyrfti að leika á ný væri óhagganlegur og þá ætti leikstaður að vera undir því líka. Við erum reiðubúnir að taka því ef okkur verður refsað af KSÍ. Við ætlum að standa með okkar málstað, ég sjálfur mun aðstoða við að greiða sektina því þetta er einfaldlega prins- ippmál og það er að okkur vegið á margan hátt.“ Klara Bjartmarz, framkvæmda- stjóri KSÍ, segir að málið verði skoð- að nánar og að ákvörðun verði tekin á fundi mótanefndar í dag. „Það stendur vissulega Seyðis- fjarðarvöllur en okkur var tilkynnt að hann væri ekki leikfær og þá til- kynntum við það strax að leikur- inn yrði færður. Við fengum engar athugasemdir við því,“ sagði Klara og hélt áfram: „Það verður skoðað í hvernig þetta fer í samræmi við mótareglur KSÍ, lið sem mæta ekki til leiks tapa leiknum sjálfkrafa 0-3,“ sagði Klara sem vildi ekki tjá sig að svo stöddu hvaða refs- ing gæti fylgt því fyrir lið að mæta ekki á keppnisstað. kristinnpall@frettabladid.is Munum standa áfram með okkar málstað Ekkert varð af leik Hugins og Völsungs í gær þar sem liðin mættu sitt á hvorn völlinn. Seyðfirðingar telja að KSÍ hafi verið óheimilt að skipta um völl og standa með sínum málstað þrátt fyrir að þeir gætu misst stig og átt von á sekt. Við erum reiðu- búnir að taka því ef okkur verður refsað af KSÍ. Við munum standa með okkar málstað. Brynjar Skúlason Ákvörðun um úrslit leiksins verður tekin í dag í samræmi við móta- reglur KSÍ. Klara Bjartmarz Neðri Grindavík 25 ÍBV 23 Víkingur R. 22 Fylkir 22 Fjölnir 19 Keflavík 4 Fótbolti Þór/KA sendi frá sér til- kynningu í gærkvöld þar sem fram kom að liðið mun verða án þriggja lykilleikmanna í lokaleik Pepsi- deildar kvenna og gegn Wolfsburg. Ariana Calderon, Bianca Sierra og Sandra Stephany Mayor þurfa að fara til móts við mexíkanska lands- liðið tveimur vikum fyrr en áætlað var. Þór/KA reyndi með aðstoð KSÍ að semja við knattspyrnusamband Mexíkó sem var ekki tilbúið að koma til móts við Akureyringa. – kpt   Blóðtaka fyrir norðankonur 2 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F i m m t U D A G U r26 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð Sport 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D F -6 5 1 C 2 0 D F -6 3 E 0 2 0 D F -6 2 A 4 2 0 D F -6 1 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.