Fréttablaðið - 20.09.2018, Side 6
Reykjavík Sú ákvörðun Bjarna
Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu
Reykjavíkur, að víkja tímabundið úr
starfi hefur varpað ljósi á umfangs-
mikið vald forstjóra í mörgum hlut-
verkum. Varaformaður stjórnar
Orkuveitu Reykjavíkur segir að
hugsanlega sé tilefni til að endur-
skoða hlutverk forstjórans innan
samstæðunnar.
Stjórn OR samþykkti í gærkvöldi
ósk Bjarna Bjarnasonar forstjóra
um að víkja tímabundið úr starfi
meðan úttekt fer fram á meðal
annars vinnustaðamenningu fyrir-
tækisins í ljósi hneykslismála sem
komið hafa upp undanfarna daga og
varða óviðeigandi hegðun og kyn-
ferðislega áreitni stjórnenda innan
samstæðunnar.
Bjarni Bjarnason er auk þess að
vera forstjóri OR stjórnarformaður í
dótturfélögunum Orku náttúrunnar
(ON) og Gagnaveitu Reykjavíkur
(GR). Hjá dótturfélaginu Vatns- og
fráveitu sf. fer hann með ákvörð-
unarvald á félagsfundum ásamt
framkvæmdastjóra Veitna. Þá er
hann framkvæmdastjóri í dóttur-
félaginu OR Eignir ohf., sem hefur
ekki sjálfstæðan rekstur. Af fimm
dótturfélögum OR er aðeins eitt sem
Bjarni hefur enga beina aðkomu að,
Veitur ohf. Með leyfinu víkur Bjarni
úr öllum þessum hlutverkum.
Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað
um fær Bjarni aðeins greitt fyrir
stjórnarformennskuna í ON og GR.
Alls fær hann tæplega hálfa milljón
á mánuði aukalega vegna þessa, ofan
á grunnlaun sín sem forstjóri upp á
tæplega 2,4 milljónir á mánuði.
Stjórnin mætti endurskoða
starf alltumlykjandi forstjóra
Þörf er á töluverðum hrókeringum innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur þegar Bjarni Bjarnason víkur
tímabundið sem forstjóri. Hann hefur auk forstjórastarfsins aðkomu að stjórn fjögurra af fimm dótturfélög-
um OR. Varaformaður stjórnar OR segir að skoða megi að dreifa betur því valdi sem forstjóri hefur í dag.
CHAR-BROIL
PROFESSIONAL
3 brennara
66.675 KR.
CHAR-BROIL
GASGRILL
2 brennara
54.425 KR.
GAS2COAL
GAS- OG KOLAGRILL
3 brennara
59.925 KR.
CHAR-BROIL
BIG EASY
Steikarofn, reykofn
og grill
41.175 KR.
Öll Char-Broil grillin eru með TRU-infrared tækninni sem
kemur í veg fyrir eldtungur og tryggir jafnari steikingu.
Rekstrarland er opið alla virka daga kl. 8–17.
Rekstrarland verslun Vatnagörðum 10 104 Reykjavík Sími 515 1500 rekstrarland.is
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
25%
AFSLÁTTUR
17.–21. SEPT.
AF ÖLLUM
GRILLUM
VERÐ ÁÐUR 54.900 KR. VERÐ ÁÐUR 69.900 KR. VERÐ ÁÐUR 79.900 KR. VERÐ ÁÐUR 88.900 KR.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls. FRéttaBlaðið/antOn BRink
Það að Bjarni víki sem forstjóri
kallar því á frekari ráðstafanir í ljósi
þess hversu víða hann situr við borð
innan Orkuveitunnar og frekari
hrók eringa er þörf. Aðspurður hvort
þörf sé á að endurskoða skipuritið og
draga úr því sem kalla mætti alltum-
lykjandi hlutverk forstjórans, segir
Gylfi Magnússon, varaformaður
stjórnar OR, að það komi til greina.
„Þetta er tiltölulega valddreift
fyrirtæki, rekið í dótturfyrirtækjum
sem eru tiltölulega sjálfstæð. Dag-
legur rekstur er í höndum þeirra
sem stýra dótturfélögunum. Í þeim
skilningi er talsverð valddreifing en
auðvitað er það eitthvað sem mætti
skoða, við erum bara ekki komin á
það stig.“
Gylfi segir óljóst hversu umfangs-
mikið hlutverk afleysingaforstjór-
ans verði.
„Við erum fyrst og fremst að leita
að forstjórastaðgengli. Ég þori ekki
að lofa því að sá sem leysir af sem
forstjóri muni stíga inn í allar þessar
stjórnir því það eru auðvitað vara-
menn þar. Það er ákvörðun sem
verður að taka í samráði stjórnar
og þess sem kemur inn í staðinn.“
Gylfi á ekki von á öðru en að
Bjarni verði á fullum launum á
meðan á leyfinu stendur.
mikael@frettabladid.is
Orkuveita
Reykjavíkur
Forstjóri
Orka náttúrunnar
Stjórnarformaður
Gagnaveita Reykjavíkur
Stjórnarformaður
Vatns- og
fráveita sf.
Stjórnandi
Orkuveita
Reykjavíkur
Eignir ohf.
Framkvæmdastjóri
✿ Hlutverk forstjórans innan OR-samstæðunnar
Gylfi
Magnússon,
varaformaður
stjórnar OR.
Pakistan Hæstiréttur Pakistans
komst í gær að þeirri niðurstöðu
að sleppa ætti Nawaz Sharif, fyrr-
verandi forsætisráðherra ríkisins, úr
fangelsi þar til búið væri að taka fyrir
áfrýjun hans á dómi sem ráðherrann
fyrrverandi hlaut í spillingarmáli í
júlí. Þá var Sharif dæmdur í tíu ára
fangelsi en hann hóf afplánun fyrir
tveimur mánuðum.
Hið svokallaða Avenfield-mál
tengist eign Sharif-fjölskyldunnar
á fjórum lúxusíbúðum í miðborg
Lundúna. Maryam Nawas Sharif,
dóttir hans, hlaut sjö ára dóm og
tengdasonurinn Iaw Safdar Awan
eins árs dóm. Þeim verður sömu-
leiðis sleppt úr haldi gegn tryggingu
en þau hafa setið í Rawalpindi-fang-
elsinu frá 13. júlí.
Samkvæmt pakistanska miðlinum
Geo TV voru háttsettir meðlimir
Múslimabandalags Pakistans (PML-
N), stjórnmálaflokksins sem Sharif-
bræður fara fyrir, viðstaddir í dómsal
í gær. Mátti þar sjá Shehbaz Sharif,
bróður Nawaz, fagna innilega. – þea
Nawaz Sharif
leystur úr haldi
nawaz Sharif. nORdicpHOtOS/GEtty
BandaRíkin Öldungadeildarþing-
menn Repúblikana setja Christine
Blasey Ford, sálfræðiprófessornum
sem sakar Brett Kavanaugh um að
hafa reynt að nauðga sér, afarkosti.
Annaðhvort mæti hún fyrir dóms-
málanefnd þingsins á mánudag
eða hún missi af tækifærinu til að
tjá sig um málið og þingið gangi til
atkvæðagreiðslu um tilnefningu
Kavanaughs til hæstaréttar.
Lögmenn Ford sendu Charles
Grassley, Repúblikana og formanni
nefndarinnar, bréf á mánudag þar
sem þeir sögðust vilja að Alríkis-
lögreglan (FBI) rannsakaði málið
áður en Ford kemur fyrir nefndina.
Repúblikanar eru sagðir sýna þessari
ósk lítinn áhuga.
Donald Trump Bandaríkjafor-
seti sagði í gær að sér þætti miður
ef Ford mætti ekki fyrir nefndina.
Hann sagðist að auki eiga erfitt með
að trúa meintum glæp upp á Brett
Kavanaugh. – þea
Þingið setur
Ford afarkosti
FjÖLMiÐLaR Einar Þór Sverrisson,
stjórnarformaður Torgs sem er
útgáfufélag Fréttablaðsins, segir
það ekki fara Guðmundi Krist-
jánssyni, forstjóra HB Granda,
vel að umgangast sannleikann í
svari sínu við yfirlýsingu frá Guð-
mundi.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að Samkeppniseftirlitið hefði
gert fjórar alvarlegar athuga-
semdir við viðskiptahætti Guð-
mundar, aðaleiganda Brims og
HB Granda. Guðmundur svaraði
fréttinni með þeim hætti að tvö
af þeim fjórum atriðum sem voru
nefnd væru enn til skoðunar hjá
Samkeppniseftirlitinu.
Þá benti hann á að Einar Þór
Sverrisson, stjórnarformaður
Fréttablaðsins, væri einnig
lögmaður meirihlutaeigenda
Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum og varaformaður
stjórnar VSV.
Í svari sem Einar Þór sendi á
fjölmiðla segir hann að í yfir-
lýsingu Guðmundar hafi hann
ákveðið að gera lítið úr öllum
blaðamönnum og ritstjórum
Fréttablaðsins. Hann hafi vegið
að starfsheiðri þeirra og dylgjað
um að þeir lúti boðvaldi stjórnar
félagsins varðandi fréttaflutning.
„Samkvæmt fjölmiðlalögum
eru ritstjórnir fjölmiðla sjálfstæð-
ar og lúta ekki boðvaldi eigenda
eða stjórnarmanna. Þær reglur
eru áréttaðar í ritstjórnarreglum
Fréttablaðsins og er þeim fylgt í
starfsemi Fréttablaðsins,“ segir
Einar Þór. – þfh
Segir Guðmund dylgja um blaðamenn
Guðmundur kristjánsson, forstjóri
HB Granda. FRéttaBlaðið/antOn BRink
2 0 . s e P t e M B e R 2 0 1 8 F i M M t U d a G U R6 F R é t t i R ∙ F R é t t a B L a Ð i Ð
2
0
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
F
-4
C
6
C
2
0
D
F
-4
B
3
0
2
0
D
F
-4
9
F
4
2
0
D
F
-4
8
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
9
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K