Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 22
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þingmenn
Sjálfstæðis-
flokksins hafa
ekki alltaf lög
að mæla.
Blessunarlega
koma þó þær
stundir að
þeim ratast
satt á munn.
Við þurfum
að fá fleiri
verkefni til
sveitarfélaga
þar sem þau
eru mun
betur til þess
fallin að veita
nærþjónustu
en ríkið.
Sveitarfélögin í landinu verða að vera nægjanlega burðug til að sinna lögbundnum verkefnum og stjórnsýslu en með stærri og öflugri sveitarfélög-
um skapast svigrúm til að lækka stjórnsýslukostnað á
íbúa og auka skilvirkni. Efling sveitarstjórnarstigsins
er því eitt stærsta byggðabaráttumál okkar tíma.
Þjónusta við íbúa þarf að vera góð og hagræðing í
rekstri býr til aukin tækifæri til að veita hana. Þó þarf
að forðast þvingaðar sameiningar sem þykja ekki
ákjósanlegur kostur og skoða þarf vel með hvaða
hætti hægt er að bæta regluverk Jöfnunarsjóðs svo
hann verði hvatning til sameininga. Landshlutasam-
tökin þurfa líka að vera öflug, sinna hagsmunagæslu
íbúa og vinna að auknu samstarfi sveitarfélaganna.
Við þurfum að fá fleiri verkefni til sveitarfélaga þar
sem þau eru mun betur til þess fallin að veita nær-
þjónustu en ríkið. En fjármagnið verður að fylgja
þeim verkefnum því það dregur úr krafti sveitar-
félaga að taka við verkefnum sem ekki fylgir nægt
fjármagn.
Efla þarf formlegt samstarf ríkis og sveitarfélaga og
efla gagnkvæman skilning á viðfangsefnunum. Hugsa
þarf um landsbyggðina og höfuðborgina sem eitt
svæði en það veikir stöðu sveitarfélaga gegn ríkinu
ef gjá myndast þar á milli. Réttur sveitarfélaga til
sjálfstjórnar hefur verið verndaður allt frá 1874 þegar
Íslendingar fengu sína fyrstu stjórnarskrá. Sveitar-
félögin eru handhafar framkvæmdarvaldsins, gegna
mikilvægu lýðræðislegu hlutverki og eru það stjórn-
vald sem er næst íbúum landsins.
Að efla sveitarfélögin í landinu hefur sjaldan verið
eins mikilvægt og ef ég næ kjöri sem formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, mun ég leggja mig hart
fram til að ná okkar sameiginlegu markmiðum. Mér
þykir afar vænt um uppbyggileg samtöl sem ég hef
átt á síðustu dögum við flestalla fulltrúa landsþings
sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 26.-28. septem-
ber nk. Sambandið er sameiginlegur málsvari sveitar-
félaga og á að vinna að hagsmunamálum þeirra allra.
Ég vil leiða það starf og hlakka mikið til að takast á
við komandi verkefni, fái ég tækifæri til.
Stærsta baráttumálið
Gunnar
Einarsson
bæjarstjóri
Garðabæjar,
býður sig fram
sem formann
Sambands
íslenskra sveitar-
félaga
Á dögunum skrifuðu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins grein, vitanlega í málgagn sitt Morgunblaðið, þar sem þeir vöruðu við því að lagður yrði steinn í götu einkareksturs í heilbrigðis-kerfinu. Tilefnið er ærið því slíkt er
einmitt kappsmál hjá heilbrigðisráðherra Svandísi
Svavarsdóttur og ekki kemur á óvart að þar nýtur hún
stuðnings samflokksmanna sinna. Ljóst er að þessi skrif
gerðu enga lukku hjá Vinstri grænum, sérstaklega ekki
hjá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, sem sagði skrifin ein-
kennast af tuddalegu orðalagi.
Tuddalegt orðalag er ekki áberandi í skrifum
þingmannanna þriggja, þeirra Áslaugar Örnu Sigur-
björnsdóttur, Jóns Gunnarssonar og Brynjars Níels-
sonar. Reyndar er þetta hin kurteislegasta grein. Það
má jafnvel segja að hún hafi einkennst af hógværð í
orðalagi, sérstaklega ef haft er í huga að einn greinar-
höfunda hefur einstakt lag á að orða skoðanir sínar á
svo kröftugan hátt að pólitískir andstæðingar komast í
mikið uppnám og eru dágóðan tíma að jafna sig.
Ljóst er að innan Vinstri grænna er litið á þessi skrif
þingmannanna þriggja sem ögrun. Það verður ekki til
að bæta stjórnarsamstarfið og það er svo sem allt í lagi.
Þjóðin þarf ekkert sérstaklega á þessari ríkisstjórn að
halda.
Það er ljóst að heilbrigðisráðherra hefur horn í síðu
einkareksturs í heilbrigðiskerfinu. Ráðherrann er ein-
faldlega að framfylgja stefnu flokks sem hefur alltaf
haft vissa andúð á einkaframtaki þar sem hætta er á að
einstaklingar geti hagnast.
Það hefur aldrei verið fallið til velþóknunar innan
Vinstri grænna að menn hagnist á starfsemi sinni,
hversu vel meinandi sem þeir annars eru. Það eru því
ekki óvænt tíðindi að þingmenn Vinstri grænna ætla að
leggja fram frumvarp sem tryggir að ríkið semji ekki við
fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hafa hagnað í huga.
Einhver kann að spyrja hvernig hægt sé að reka fyrir-
tæki eða vera í starfsemi án þess að huga að hagnaði,
reksturinn hlýtur að verða að bera sig. Vinstri græn
spyrja þó ekki slíkra spurninga, enda gamaldags vinstri
flokkur þar sem hagnaður er litinn hornauga.
Vitanlega er það lykilatriði í velferðarsamfélagi að
tryggja trausta heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð fjár-
hag þeirra. Þar þurfa opinberi geirinn og sá einkarekni
að vinna saman með hag sjúklinga að leiðarljósi. Það
er ekkert vit í öðru en að gott rými sé fyrir einkarekstur
í heilbrigðisþjónustu og það á ekki að hindra hann,
eins og virðist vera stefna Vinstri grænna, heldur búa
honum ramma. Það er ólíðandi að sjúklingar þurfi að
þola það að lenda á löngum biðlistum. Furðulegt er að
sjúklingar fari í aðgerðir erlendis þegar vel mætti fram-
kvæma þær á einkareknum stofum hér á landi.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki alltaf
lög að mæla. Blessunarlega koma þó þær stundir að
þeim ratast satt á munn. Þingmennirnir sem tjáðu sig
í Morgunblaðinu eru á bandi skynseminnar þegar
kemur að áherslum í heilbrigðiskerfinu. Það er gott.
Verra er að vonlítið er að Vinstri græn láti sér segjast.
Engir tuddar
Samfélag fornleifa
Bloggið var forðum mál málanna.
Metnaðarlausustu bloggararnir
hösluðu sér völl á Moggablogg-
inu og þar leynast enn stöku
steingervingar þótt Facebook
og Twitter hafi fyrir löngu gert
bloggið úrelt. Þar lætur Halldór
Jónsson vaða á súðum og þegar
honum tekst verst upp heiðrar
Morgunblaðið hann með endur-
birtingu á prenti í öndvegisplássi
Staksteina. Þar mátti í gær undir
fyrirsögninni „Samfélag heilagra“
lesa málsvörn Halldórs fyrir
karla sem stunda kynferðislega
áreitni. Tiltækið vakti víða furðu,
hneykslan og reiði. Eitthvað sem
Staksteinar höfðu þó séð fyrir
enda fylgdu þeir skrifum Halldórs
úr hlaði með þessum varnagla:
„Ekki er víst að óhætt sé að endur-
birta pistil Halldórs Jónssonar.“
óhætt?
Páll Vilhjálmsson bloggar enn,
fremstur meðal jafningja, á
Moggablogginu. Ekki er víst að
óhætt sé að endurbirta pistil
hans. „Vinstrisinnar flykkjast að
hægrimönnum, segja þá hetjur
og fyrirmyndir. Bush-feðgarnir
eru komnir á stall hjá vinstri-
mönnum, John McCain líka og
meira að segja fyrrum skúrkar
úr CIA og FBI eru í náðinni hjá
vinstrimönnum. Hvers vegna?
Jú, sökum þess að ofantaldir eru
meðal andstæðinga Trump. Það
er nóg.“ Sjálfsagt alveg óhætt en
er þetta skynsamleg notkun á
prentsvertu?
thorarinn@frettabladid.is
2 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F I m m t U D A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð
SKOÐUN
2
0
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
F
-5
6
4
C
2
0
D
F
-5
5
1
0
2
0
D
F
-5
3
D
4
2
0
D
F
-5
2
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
9
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K