Fréttablaðið - 20.09.2018, Side 16
Tilveran
150 g jarðarber
100 g sólber
1 avókadó
1 msk. hnetu-
smjör
1 til 2 msk.
lífrænt acai-duft
250 ml möndlu-
mjólk eða
önnur jurta-
mjólk
Allt unnið saman
í góðum blandara
þar til blandan verður
silkimjúk.
Frábært að toppa með rist-
uðu bókhveitikorni, hampfræjum
og svörtum sesamfræjum og jafnvel
ristuðum kókosflögum. Og fyrir þá
sem vilja hafa acai-skálina aðeins
sætari er afbragð að skera banana-
sneiðar yfir og borða svo.
Varðandi næringuna í acai-skál-
inni, þá eru berin mjög andoxunar-
rík, orkugefandi og góð næring. Þau
hreyfa ekki mikið við blóðsykrinum
og standa því vel með manni inn í
daginn.
Nauðsynlegt er að hafa prótein
með, sem koma úr hnetusmjörinu
og hampfræjunum. Það heldur líka
blóðsykrinum í góðu jafnvægi og
við verðum mettari lengur.
acai-skál fyrir tvo
Jóhanna og Guðrún eru sammála
um að gott sé að temja sér að neyta
lifandi fæðu og trefjaríks morgun-
verðar sem endist lengi dags.
„Við systur elskum báðar eftir-
rétti í morgunverð. Það er að segja,
morgunverðurinn þarf að vera það
góður að hann sé ígildi góðs eftir-
réttar, eins og sagt er á góðri ensku,
dessert for breakfast. Hann verður
bara að vera fyrsta tilhlökkunar-
efni dagsins,“ segir Guðrún. „Mark-
miðinu er náð ef maður finnur fyrir
vatni í munni bara við tilhugsunina
um morgunverð dagsins. Það breyt-
ir þó engu um það að morgunverður
verður að vera næringarríkur, gef-
andi og mjög bragðgóður.“
Systurnar segja hafragraut ekki
það sama og hafragraut. Eftir að
hafa verið í mikilli þróunarvinnu
og keppt á HM í grautargerð í Skot-
landi í fyrra, Golden Spurtle, með
góðum árangri segjast þær fullviss-
ar um að hafragrautur sé töfrandi
morgunmatur og óendanleg upp-
spretta áhugaverðra morgunverðar-
hugmynda.
„Þessi uppskrift að hafragrautn-
um sem við gefum hér kemur út í
bók í haust í tilefni af 25 ára afmæli
Golden Spurtle en keppnin er sögu-
fræg. Það voru bara bestu uppskrift-
irnar úr 25 ára sögu keppninnar sem
fengu að komast í bókina, svo að við
erum mjög lukkulegar með það.
Smakkið bara, þetta er æðislegur
grautur,“ segir Jóhanna.
Hollur morgunverður allra meina bót
Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur í Systrasamlaginu. Þar má finna alls konar dýrindis fæðu. Fréttablaðið/EyÞór
Fyrsta máltíð dagsins þarf alls ekki að vera einföld
og leiðinleg. Hvers vegna ekki að gera morgun-
verðinn skemmtilegri? Rannsóknir hafa sýnt fram
á það að morgunverður getur skerpt á skammtíma
minni og einbeitingu. Drottningar hollustunnar,
systurnar Guðrún og Jóhanna Kristjánsdætur hjá
Systrasamlaginu, gefa lesendum æðislegar upp-
skriftir sem líkja má við eftirrétti.
Grunnur
250 g glútenlaus, spíraður og
lífrænn hafragrautur (Rude
Health, þessi bleiki er frábær)
½ lítri vatn
½ tsk. lífræn vanilla
½ tsk. lífrænn kanill
½ til 1 tsk. gott íslenskt
salt
250 til 500 ml möndlu-
mjólk eða önnur jurtamjólk
Ferskur rifinn og lífrænn
engifer
Þessi uppskrift er ágæt fyrir fjögurra
manna fjölskyldu sem vill fara vel
nærð út í daginn. Minnkið hlutföllin
ef þið kjósið að gera minna í einu.
Annars er hann líka góður daginn
eftir. Blandið öllu saman nema
möndlumjólkinni og engifernum.
Gott er að láta blönduna standa í
15-20 mínútur, en það er alls ekki
nauðsynlegt.
Sjóðið eins og stendur á pakk-
anum. Sumir kjósa að hafa grautinn
„al dente“ á meðan aðrir vilja hann
lungamjúkan. Eitt af því sem skosku
hafragrautarfræðin hafa kennt okkur
er að það er langbest að hræra oft í í
grautnum á meðan hann sýður við
vægan hita með þvöru, ekki sleif
heldur meira eins og þykku tréspjóti.
Hrærið oft því hafrar eru um margt
eins og rísottó. Því meira sem þið
hrærið því meira drekka hafrarnir í
sig af vökva og kryddum. Því meira
gefa þeir af sér af góðri næringu. Þegar
hafragrauturinn þykknar og þarfnast
meiri vökva bætið þá við möndlu-
mjólkinni eftir þörfum. Sumir kjósa
250 ml, aðrir meira. Raspið út í vænan
bita af ferskum engifer. Það sem
er svo gott að hafa í huga með
lífræna engiferinn er að þegar
maður notar vel af honum
er minni þörf á salti. Þegar
ykkur finnst hafragrautur-
inn tilbúinn (við viljum
hann heldur mjúkan) er
gott að setja lokið á og láta
hann standa í smá tíma.
toppur fyrir
hvern grautardisk
1 msk. af blöndu af hunangi og
rifnum engifer. Fínt að rífa bita af
engifer í smávegis af hunangi og eiga
það tilbúið. Það er æðislega gott.
1 tsk. rósapipar
1 tsk. graskersfræ, ristuð
3 msk. sýrð kókosjógúrt eða grísk
lífræn bíóbú jógúrt
Þetta er ein af okkar mjög skemmti-
legu og bragðgóðu uppskriftum af
hafragraut. Þessi útgáfa verður hafra-
grautur mánaðarins í Systrasamlag-
inu. Það er skemmtilegt bragð-„tvist“
í honum og hann kemur á óvart. Við
minnum á um leið að hafrar eru glút-
enlausir frá náttúrunnar hendi en
hafa oft blandast hveiti og smitast af
glúteni við ræktun og vinnslu.
Hafragrautur með „tvisti“
Markmiðinu er náð ef
maður finnur fyrir vatni í
munni bara við tilhugsunina
um morgunverð dagsins.
Stílhreint og mjög mikið endurnýjað raðhús á tveimur hæðum á frábærum stað neðst í Fossvogi. Húsið er staðsett fyrir neðan götu innst í botnlanga og hefur einstaklega fallegt yfirbragð. Efri hæðin
var öll endurnýjuð að innan árið 2017 og sá Hanna Stína innanhússarkitekt um þá hönnun. Sama ár var húsið einnig lagfært að utan, skipt um rafmagn, skólprör fóðruð og fleira. Eignin hefur góða
lofthæð og gólfsíða glugga. Gólfhiti er á aðalrými og baðherbergi efri hæðar. Allar innréttingar á efri hæð eru sérsmíðaðar. Stór aflokaður garður með stórri verönd til suðurs og heitum potti.
Fasteign vikunnar úr fasteignablaði Fréttablaðsins
við systur elskum
báðar eftirrétti í
morgunverð. Það er að segja,
morgunverðurinn þarf að
vera það góður að hann sé
ígildi góðs eftirréttar.
2 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F I m m t U D A G U r16 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð
2
0
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
-N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
F
-1
F
F
C
2
0
D
F
-1
E
C
0
2
0
D
F
-1
D
8
4
2
0
D
F
-1
C
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
1
9
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K