Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 48
Bílar Væri ekki þægilegra að geta bara talað við bílinn og beðið hann um hitt og þetta, til dæmis að hækka hit-ann á miðstöðinni, setja afturrúðuhitarann á og rúðu- þurrkurnar og svo framvegis í stað þess að styðja á hina og þessa takka hér og þar eða á snertiskjánum? Verkfræðingar BMW Group eru að leggja lokahönd á BIPA (BMW Intelligent Personal Assistant), háþróað samskiptakerfi sem fáan- legt verður frá og með mars 2019 í vissum gerðum BMW á helstu lykil- mörkuðum heims til að byrja með. Kerfið lærir á þig BIPA er svo þróað kerfi að það lærir á venjur ökumanns. Þannig stillir BIPA sætisstöðuna fyrirfram, setur miðstöðina á þann hita og blástur sem ökumaðurinn er vanur að hafa og eykur hitann segi ökumaðurinn að sér sé kalt. Kerfið er ræst með því einu að segja „Hey, BMW“ sem má breyta og gefa kerfinu nýtt nafn, t.d. Bimmi eða Villi, Jóna eða hvað eina. „Hæ, Bimmi!“ Bimmi er kunnugur öllum stjórn- tækjum bílsins. Þess vegna nægir að segja: „Hæ, Bimmi, mér er kalt!“ Þá hækkar hitastigið í bílnum. Kerfið lærir einnig á venjur, t.d. endur- teknar skipanir, og raddbeitingu ökumannsins eða framburð og fleira til að öðlast aukna færni til að svara óskum hans rétt. BIPA getur líka upplýst ökumanninn um stöðu mótorolíunnar fái kerfið slíka spurningu, „Hey, BMW, is the oil level okay?“ Það má líka spyrja BIPA hvernig sjálfvirku háu ljósin virki með spurningunni „How does the High Beam Assistant work?“ Þá útskýrir BIPA það. Einnig verður hægt að biðja BIPA um að finna næstu bensínstöð á leiðinni, svo dæmi sé tekið. Eykur vellíðan og árvekni Þar sem BIPA safnar upplýsingum um venjur ökumannsins getur BIPA líka gert ákveðnar stílfærslur til að auka þægindi ökumanns enn frekar, t.d. þegar hann er þreyttur. Segi hann t.d. „Hæ, BMW, ég er þreyttur,“ dregur BIPA úr birtustigi í bílnum, breytir um tónlist, aðlagar hita- stigið og sætisstöðuna og fleira í því skyni að auka athygli ökumannsins við aksturinn. BIPA hressir, bætir og kætir svo ökumaðurinn haldi árvekni sinni við aksturinn en koðni ekki niður og sofni undir stýri. Góður leiðsögumaður Veiti eigandinn BIPA aðgang að dagbók sinni, t.d. um bókaða fundi og fleira, getur kerfið skipulagt leiðina á næsta fundarstað með því að velja bestu leiðina með tilliti til umferðarþunga og fleira og síðan fundið hentugt bílastæði í nágrenn- inu. BIPA er líka afþreyingarkerfi og þess vegna má biðja BIPA um að spila ákveðnar tónlistartegundir („Play classical music, please“) eða spyrja hvaða lag það sé sem verið er að spila akkúrat núna í útvarpinu. BIPA þekkir eiginlega öll lögin! Tekur stöðugum framförum Kerfið fær nýjar uppfærslur um netið jafnóðum og þær eru tilbúnar hjá BMW. Á næstu árum verður því jafnvel hægt að eiga samræður við Bimma, jafnvel um megintilgang lífsins hér á jörð! Allar upplýsingar um samskiptin skráir BIPA í mið- lægan gagnagrunn sem skráður er á ökumanninn og er hluti af „prófíl- mynd“ sem hægt er að færa yfir á nýjan BMW þannig að næsti bíll þekki nýja eigandann og allar helstu venjur hans. Á stærstu mörkuðum til að byrja með Grunngerð BIPA – BMW Intelligent Personal Assistant – verður fáanleg með raddstjórn á 23 tungumálum og jafn mörgum mörkuðum frá og með mars 2019, en ekki hefur verið gert ljóst hvaða lönd nákvæmlega það verða. Þó er vitað að stærstu markaðir heims fá kerfið strax í byrjun með fleiri eiginleikum en grunngerðin býr yfir. Þeirra á meðal eru Bandaríkin, Þýskaland, Bret- land, Ítalía, Frakkland, Spánn, Sviss, Austurríki, Brasilía, Japan og Kína. Talaðu við Bimmann „Hæ, Bimmi, getur þú sagt mér hver er megintilgangur lífsins?“ Kannski of erfið spurning, en nýtt BIPA-samskiptakerfi BMW gerir ansi margt fyrir ökumann og t.d. er nóg að segja að manni sé kalt. Þessi sjón blasir við þeim sem kaupa nýja BMW-bíla og kerfi af þessu tagi munu vafalaust prýða margan lúxusbílinn á næstu misserum. Bílar framtíðarinnar verða sífellt tæknivæddari. Sá eigandi Tesla Model S bíls sem ekið hefur bíl sínum lengst hefur nú þegar farið á honum 676.000 kílómetra og verður það að kallast ágæt ending og fágætt að bílar með brunavél endist til svo langs aksturs. Þessi Model S bíll er af S P85 gerð og eigandi hans segir að rafhlaða bílsins dugi enn með ríflega 80% hleðslu- getu. Tesla heldur utan um lista yfir þá bíla sem mest hefur verið ekið og í öðru sæti á þessum lista er annar Tesla Model S bíll af S 90D gerð og hefur honum verið ekið 660.000 km. Tveir aðrir Tesla X 90D bílar hafa náð 500.000 km múrnum, svo það er ekki bara fólksbíllinn af S gerð sem aka má svona langt, heldur einnig X jeppinn. Lítið viðhald Rafmagnsbílar Tesla, sem og aðrir rafmagnsbílar, krefjast ekki mikils viðhalds og ekki þarf að skipta um smurolíu, olíu- og loftsíur, kerti eða aðra þá viðhaldshluti sem bílar með brunavél krefjast. Meira að segja þarf afar sjaldan að skipta um bremsu- borða í Tesla-bílum þar sem búnað- urinn sem endurhleður rafhlöðurnar með bremsuafli sér að mestu um að stöðva bílana. Helsta viðhaldsvinnan sem rafmagnsbílaeigendur þurfa að sinna er að fylgjast með sliti dekkja, dekkjastillingu, skipta um rúðu- þurrkublöð og að uppfæra nýjasta hugbúnað í tilfelli Tesla-bíla. Sumir af þeim Tesla-bílum sem mest hefur verið ekið eru í eigu fyrirtækja og þar eru þeir grimmt notaðir og er dæmi um slíkan Tesla Model X bíl sem ekið hefur verið hátt í 500.000 km á aðeins tveimur árum. Þegar rafhlaða þess bíls var mæld reyndist hún aðeins hafa tapað 12,6% af upp- haflegri hleðslugetu. Eigendur raf- magnsbíla þurfa því ekki að óttast að ending þeirra sé minni en hefð- bundinna brunahreyfilsbíla, heldur líklega þvert á móti. Tesla Model S ekið 676.000 kílómetra Kerfið lærir einnig á venjur, T.d. endurTeKnar SKipanir, og raddBeiTingu öKuMannSinS eða fraMBurð og fleira Til að öðlaST auKna færni Til að Svara óSKuM hanS. Þó svo að Ford sé að sálga hverjum fólksbíl sínum á fætur öðrum á alt- ari jeppa- og jepplingamenningar- innar er General Motors ekki af baki dottið í þróun og framleiðslu fólksbíla af öllum stærðum. Svo rammt kveður reyndar að í dapurri sölu fólksbíla í Bandaríkjunum að Honda selur nú fleiri jeppa og jepplinga heldur en fólksbíla þar vestanhafs. General Motors hefur engu að síður lýst því yfir að fyrir- tækið hafi enn mikla trú á framtíð fólksbílsins, það ætli að þróa áfram sínar fólksbílagerðir og kynnti fyrir skömmu nýjan Chevrolet Malibu. GM segir að markaðurinn fyrir fólksbíla telji enn 4 milljónir í Bandaríkjunum og það sé þess virði að taka þátt í slagnum um sölu þeirra, ekki síst með nánast brott- hvarfi Ford í fólksbílum og að ein- hverju leyti líka hjá Fiat Chrysler. Markaðsstjóri Chevrolet, Steve Majors, segir að fyrirtækið ætli að nýta sér þetta ástand og muni hvergi slaka á framboði sínu á fólksbílum. Chevrolet ætlar að þróa nýja bíla í öllum stærðar- flokkum fólksbíla og eyða til þess miklu þróunarfé. GM sér fyrir sér vaxandi hlutdeild í fólksbílum á næstunni. Sala fólksbíla var 46% allra seldra bíla árið 2014 en er aðeins 32% það sem af er þessu ári. gM ekki gefist upp á fólksbílum Líklega verður hægt að aka þessum Tesla Model S bíl yfir hálfa milljón kílómetra. Chevrolet Malibu verður ekki fórnað á altari jeppa- og jepplingamenningar. 2 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F I m m t U D A G U r32 b í l A r ∙ F r É t t A b l A ð I ð 2 0 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D F -2 9 D C 2 0 D F -2 8 A 0 2 0 D F -2 7 6 4 2 0 D F -2 6 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.