Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 14
upplýst og þjálfað og hvort það þekki einkenni ofnæmiskasts. Not-
að var Fischers exact próf til að meta tölfræðilega marktækan mun.
Niðurstöður
Algengi fæðuofnæmis/-óþols
Allir leikskólarnir sem tóku þátt í rannsókninni, utan einn, voru
með barn eða börn með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol (98%). Tæp-
ur helmingur leikskólanna var með einstaklinga með bráðaofnæmi
(44,9%) og rúmlega helmingur með einstaklinga með fjölfæðuof-
næmi (53,1%) (tafla I). Metið út frá fjölda barna í leikskólunum
(N=4225) sem tóku þátt í rannsókninni var algengi fæðuofnæm-
is/-óþols 5,0%, bráðaofnæmis 1,0% og fjölfæðuofnæmis 1,1% sam-
kvæmt læknisvottorðum (tafla I).
Á mynd 1 sést hvaða fæðutegundir voru helst að valda of-
næmi eða óþoli. Mjólkuróþol (2,3%) var algengast en þar á eftir
mjólkurofnæmi (1,7%), því næst eggjaofnæmi (1,4%) og hnetuof-
næmi (0,8%). Aðrir ofnæmisvaldar en þeir koma fram á myndinni
nefndu leikskólastjórar að væru til dæmis tómatar, sítrusávextir
og jarðarber.
Mynd 2 sýnir súlurit yfir fjölda leikskóla með eitt eða fleiri börn
með fæðuofnæmi/-óþol sumarið og haustið 2014. Eins og áður hef-
ur komið fram var aðeins einn leikskóli án fæðuofnæmis/-óþols en
flestir leikskólar voru með þrjú börn með fæðuofnæmi/-óþol, eða
11 leikskólar. Hæst fór fjöldi barna með fæðuofnæmi/-óþol upp í
fjórtán í einum leikskóla.
Verklag á leikskólum tengt börnum með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol
Flestir leikskólastjórar (90%) svöruðu játandi aðspurðir hvort far-
ið væri eftir ákveðnu verklagi þegar barn með fæðuofnæmi/-óþol
innritast á leikskólann. Verklagið virtist þó ekki staðlað og svör
voru mismunandi. Hér verða tekin dæmi um hvernig verklag fer
í gang sem dregið var fram úr svörum leikskólastjóra þar sem
spurning var opin í spurningalistanum. Dæmi um verklag sem
fer í gang er allt frá því að eldhús sé látið vita af því að barn með
fæðuofnæmi sé að byrja á leikskólanum í að allir starfsmenn leik-
skólans hafi æft hvernig gefa skal adrenalínpenna og viti að hr-
ingja eigi í sjúkrabíl og láta foreldra vita ef barn með bráðaofnæmi
fær ofnæmisviðbrögð. Algengast er þó að eldhús sé látið vita og
mynd af barni sé hengd upp, ýmist á deild, í eldhúsi, á matarvagni
eða á öllum þessum stöðum.
Meirihluti leikskóla (87,8%) sagðist skrá og tilkynna til foreldris
ef barn þeirra fékk mat með ofnæmis-/óþolsvaka í.
Meirihluti leikskólanna (67,3%) sagðist hengja upp spjöld með
nafni barnsins og mynd af því þar sem tilgreint er hvaða fæðuof-
næmi/-óþol er um að ræða. Aðrir leikskólar skrá upplýsingar um
börn með fæðuofnæmi/-óþol til dæmis á töflu eða inni í eldhúsi.
Viðbragðsáætlun í leikskólum og þjálfun starfsfólks vegna barna með
fæðuofnæmi/-óþol
Tafla II sýnir svör við eftirfarandi spurningunum: 1) Er til staðar
viðbragðsáætlun sem fer í gang ef barn með fæðuofnæmi/-óþol
fær mat með ofnæmisvaka í? og 2) Eru allir starfsmenn leikskól-
ans upplýstir og þjálfaðir í því hvernig bregðast skuli við ofnæm-
iskasti barns? Tæpur helmingur leikskóla (41%) sagðist vera með
viðbragðsáætlun sem færi í gang ef barn fengi fyrir slysni mat
með ofnæmisvaka í en rúmur helmingur leikskólastjóra (61%)
sagði alla sína starfsmenn upplýsta og þjálfaða í að bregðast við
ofnæmiskasti barns.
Niðurstöður aðhvarfsgreininga sýndu engin tengsl milli
menntunarstigs leikskólastjóra og hvort til staðar væri viðbragðs-
áætlun í leikskólanum og hvort starfsmenn væru upplýstir og
þjálfaðir í að bregðast við ofnæmiskasti barns (sjá töflu III og IV).
Leiðrétting fyrir annars vegar fjölda barna í leikskóla og hins
vegar fjölda starfsmanna hafði ekki áhrif á þetta samband né
marktækni.
Niðurstaða aðhvarfsgreiningar á hvort menntun starfsmanns í
eldhúsi spái fyrir um hvort virkt ferli sé til staðar og hvort starfs-
menn séu upplýstir og þjálfaðir sýndi heldur engin tengsl (tafla
IV).
Þegar stærð leikskóla var skoðuð út frá fjölda barna og fjölda
starfsmanna í tengslum við hvort virkt ferli væri til staðar, sem
og hvort starfsmenn væru upplýstir og þjálfaðir í viðbrögðum við
ofnæmislosti, mátti sjá að stærri leikskólar virtust frekar vera með
virkt ferli og upplýsta og þjálfaða starfsmenn en sá munur var ekki
marktækur (tafla V), hvort sem horft var til fjölda barna eða fjölda
starfsmanna.
Bráðaofnæmi
Eins og áður sagði voru 50% leikskóla með barn/börn með læknis-
vottorð þar sem fram kom að viðkomandi væri með bráðaofnæmi.
Allir þeir leikskólar voru hnetulausir samanborið við 56% leik-
skóla sem ekki voru með börn með bráðaofnæmi.
14 LÆKNAblaðið 2018/104
R A N N S Ó K N
Tafla IV. Samband milli menntunar stjórnenda og hvort starfsmenn í leikskólum eru upplýstir og þjálfaðir í viðbrögðum við ofnæmiskasti barna.
N Já (%) OR OR1
Menntun leikskólastjóra
Grunnmenntun 18 13 (72) - -
Viðbótardiplóma 20 11 (55) 0,47 (0,12-1,83) 0,52 (0,13-2,06)
Framhaldsmenntun 11 6 (55) 0,46 (0,10-2,22) 0,56 (0,11-2,95)
Menntun starfsmanns í eldhúsi
Ómenntaður 18 11 (58) -
Menntaður 30 19 (66) 1,10 (0,33-3,66) 1,09 (0,29-4,14)
1Leiðrétt fyrir fjölda barna á leikskóla og fjölda starfsfólks á leikskóla. OR = Odds ratio = gagnlíkindahlutfall.