Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 40
40 LÆKNAblaðið 2018/104 Tryggvi Ásmundsson Tryggvi er læknir á eftirlaunum tryggvi.asmundsson@gmail.com Ég sá Jón Steffensen fyrst á 1. ári í lækna- deild, en við félagar fórum strax að sækja tíma hjá honum í líffærafræði. Jón var há- vaxinn, mikill á velli, fremur stórskorinn og áberandi nefstór. Svipurinn stundum dálítið kankvís. Hægur í hreyfingum. Röddin sérkennileg og hann talaði hægt og dró mjög seiminn. Átti til þann kæk að taka stóra lyklakippu upp úr vasa sínum og láta hringla í henni. Hann var í eðli sínu fremur ómannblendinn og seintekinn og hleypti fólki ekki auðveldlega nærri sér. Okkur fannst hann ekki árennilegur. Kennslan fór þannig fram að þeir sem voru vel lesnir sátu á fremsta bekk og var hlýtt yfir námsefnið. Fyrir kom að hann tæki upp menn sem verið höfðu nokkur ár í deildinni, en sátu aftarlega. Færðust þeir undan gátu fallið dálítið kvikindis- legar athugasemdir, en Jón átti til að vera mjög neyðarlegur í tilsvörum og eru til af því margar sögur. Hann var kröfuharður en ákaflega sanngjarn og gerði sér ekki mannamun. Ég hef aldrei hitt þann mann sem gat með sanni sagt að hann hefði ver- ið eftirlætisnemandi Jóns Steffensen! Mér er hann sérlega minnisstæður frá verklega námskeiðinu. Hann gekk þar um og leið- beindi okkur, fámáll en skýr. Hann reykti pípu og var lyktin af Dunhill tóbakinu sérlega góð. Eftir að prófi lauk sá ég hann ekki fyrr en ég kom heim frá Bandaríkj- unum og hafði lært lungnalækningar. Jón var þá orðinn astmaveikur og svo fór að ég varð læknir hans. Um 1980 komu á markaðinn lyfjaglös sem börn áttu ekki að geta opnað. Það reyndist svo að eldra fólk átti líka í erfið- leikum með það. Eitt kvöldið hringdi Jón í mig. Hann var aldrei hraðmæltur, en núna heyrðust miklar stunur og krimt áður en hann kom sér að efninu. „Ég get bara alls ekki opnað þessi nýmóðins lyfjaglös,“ sagði hann. Ég sagði það mál auðleyst. Ég kæmi til hans vikulega og skammtaði honum lyfin í kassa sem auðvelt væri að opna. Þetta er eitt það besta sem mig hefur hent á lífsleiðinni. Nú kynntumst við vel og urðum fljótlega miklir vinir. Ég ætlaði mér aldrei minna en klukkutíma í heim- sóknina. Við ræddum saman um heima og geima og ævinlega biðu tveir Lövenbräu á borðinu þegar ég kom sem við deildum með okkur. Fyrir kom að þeir urðu fjórir. Ég var auðvitað á bíl og spurði Jón hvort þetta gæti gengið. Hann hafði í áratugi mælt áfengismagn í blóði ökumanna og leit á mig og sagði: „Þú ert svo asskoti feitur að þetta hlýtur að vera í lagi“. Aldrei reyndi á þetta sem betur fer, en ég leyfði mér ekki að efast um mat prófessorsins. Þá sjaldan ég var upptekinn fór kona mín og skammt- aði lyfin. Þau urðu góðir vinir, en hún fékk engan bjór! Jón átti sérlega glæsilegt heimili. Á veggjum voru falleg málverk eftir helstu listamenn þjóðarinnar. Borðstofuhúsgögn í ekta funkis-stíl. Sumir stólar með útsaum- uðum setum eftir Kristínu konu hans, hrein listaverk. Hún hafði líka bundið inn margar bækur hans svo ekki varð betur Jón Steffensen (1905-1991) Jón var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Valdemars Steffensens læknis og Jennyar Petru f. Larsen sem var dönsk. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1930. Stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn, München, London og Edinborg árin 1932 til 1937. Skipaður prófessor í líffæra-, lífeðlis- og lífefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands í febrúar 1937. Frá 1957 prófessor í líffærafræði eingöngu. Lausn í ágúst 1970, en kenndi þó áfram til hausts 1972. Hann var afkastamikill vísindamaður, tók þátt í fornleifarannsóknum og annaðist rann- sóknir á mannabeinum fyrir Þjóðminjasafn Íslands í áratugi. Ritaði rúmlega 100 vísindagreinar í innlend og erlend tímarit einkum um mannfræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, uppruna Íslendinga og um sögu læknisfræðinnar. Einnig marga bókarkafla. Honum var margvíslegur sómi sýndur, stórriddari af fálkaorðunni, heiðursdoktor við læknadeild Háskóla Íslands og heiðursfélagi í Læknafélagi Íslands. Hann kvæntist 1930 Kristínu Björnsdóttur Ólafs húsfreyju (1905-1972), þau voru barnlaus. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Myndir af Jóni eftir Gunnar heitinn Eyþórsson fréttamann sem stundaði læknanám um hríð og sótti tíma hjá Jóni. Hann náði svip Jóns einstaklega vel. Á myndinni í miðið eru pípan og lyklakippan á sínum stað! Myndir nar birtust fyrst í Læknanemanum 1965 sem kveðja í tilefni sextugsafmælis Jóns. Minningar um Jón Steffensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.