Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 20
20 LÆKNAblaðið 2018/104 hágæða myndheimt, einföldum rannsóknum sem flestir röntgen- læknar þekkja, ásamt samræmdum vinnuferlum ætti að leiða til hraðari meðferðar. Stungið hefur verið upp á að fyrsta myndrann- sókn fari fram á æðarannsóknastofu. Þó slíkt væri tæknilega ger- legt á sumum stöðum er hlutfall sjúklinga sem síðar færu í sega- brottnám innan við 10%. Þetta myndi leiða til óskilvikni í notkun æðarannsóknastofa nema sjúklingum hafi verið forgangsraðað. Aðferðir Greinar um segabrottnám, segaleysandi meðferð, auk fjarlækn- inga, voru kannaðar og heimildir sem lágu þeim að baki. Greinar voru valdar út frá mikilvægi og þýðingu fyrir ritun þessarar yf- irlitsgreinar. Einnig var gerð OVID, PubMed og Google leit við- eigandi efna. Þar sem um nýlega meðferð er að ræða eru upplýs- ingar ekki allar gagnreyndar. Leitin takmarkaðist við efni á ensku. Andrew Demchuk aðstoðarprófessor við háskólann í Calgary í Kanada gaf ráðleggingar um hvernig skipuleggja mætti slíka með- ferð á Íslandi. Demchuk er einn af frumkvöðlum segabrottnáms við brátt blóðþurrðarslag, meðhöfundur ESCAPE-rannsóknarinn- ar, og hélt erindi um þetta á Læknadögum 2016. Hvaða slagæð hentar fyrir segabrottnám? Allar rannsóknir á segabrottnámi náðu til lokana í innankúpu- hluta innri hálsslagæðar og fyrsta hluta miðheilaslagæða (mynd 1). Fáar rannsóknir náðu til annars hluta miðheilaslagæðar og nær engar til fremri eða aftari heilaslagæða. Meiri áskorun er í með- höndlun lokana í smærri slagæðum (þriðji hluti miðheilaslagaæð) með þeim tækjum sem til eru í dag. Í ljósi þess að minna svæði heilans er í hættu og meiri líkur á enduropnun með t-PA, er áhætta og ávinningur innæðaopnana við slíkar kringumstæður óljós. Hins vegar voru engar vísbendingar um misleitni meðferðaráhrifa hjá sjúklingum með annars hluta miðheilaslagæðarlokanir í rann- sóknunum.20 Þær æðar getað þjónað mjög breytilegum svæðum heilans. Meðhöndlun sjúklinga með slíkar aðgengilegar lokanir í nærhluta er því raunhæf. Utankúpu innri hálsslagæðalokanir voru útilokaðar í stórri rannsókn til þess að koma í veg fyrir áhrif af samhliða hálsæða- víkkun og stoðnetsísetningu í rannsóknunum. Engu að síður var nægur fjöldi sjúklinga með slík vandamál valinn af handahófi í öðrum rannsóknum til að sýna fram á ótvírætt gagn segabrott- náms hjá þessum hópi með tvíþætt æðavandamál (þrengsli/lokun í hálsslagæð bæði utan og innan kúpu).20 Ekki er ljóst hver eru ákjósanlegustu meðferðarúrræði við þessar kringumstæður, ísetn- ing stoðnets eða æðablásning, í hvaða röð á að meðhöndla utan- og innankúpuþrengsli og hvort leyfa ætti blóðflöguhamlandi með- ferð fyrir aðgerð, til þess að koma í veg fyrir endurlokun, gagnvart hættunni á blæðingu í drep. Lokanir í botnslagæð (a. basilaris) voru útilokaðar í öllum rannsóknum. Ein lítil slembirannsókn sýndi þó sterk tengsl milli enduropnunar og betri útkomu við þessar kringumstæður en sést við stíflur í fremri blóðveitu.31 Frekari rannsóknir á þessum hópi eru í gangi.32 Hjá stofnunum sem ekki taka þátt í þessari rannsókn og í ljósi dapurlegra afleiðinga viðvarandi lokunar á botnslagæð er ekki óhugsandi að beita segabrottnámi hjá þessum sjúklingum. Oft hefur verið bent á að tími að enduropnun við lokanir í botn- slagæð gæti verið lengri en fyrir fremri blóðveitu, en vísbendingar um það vantar. Nýleg tilfellaröð sýndi fram á gagnsemi segabrottnáms vegna sýkts segareks til heila af völdum hjartaþelsbólgu.33 Hvað segir til um árangur segabrottnáms? Mikilvægt er að greina þætti sem spá fyrir um árangur meðferðar- innar. Háum aldri fylgja verri horfur óháð meðferð. Hins vegar var ávinningur segabrottnáms umfram t-PA meðferð að minnsta kosti jafn mikill hjá fólki eldra en 80 ára og hjá yngra fólki. Í safna- greiningunni var fjöldi dauðsfalla sambærilegur og hjá viðmiðun- arhópi. En það voru marktækt færri dauðsföll hjá fólki yfir áttrætt, fór úr 40% niður í 20%. Því ættu engin efri aldursmörk að vera á meðferð með segabrottnámi. Því hefur verið haldið fram að verri klínísk einkenni séu vís- bending um betri svörun við segabrottnámi,16 en safngreiningar benda til stöðugra meðferðaráhrifa óháð upphaflegum NIHSS- stigum sjúklinga. Fáir sjúklingar með innan við 6 stig á NIHSS hafa verið rannsakaðir vegna útilokunarskilmerkja rannsóknanna auk þess sem horft var framhjá dreifingu NIHSS hjá sjúklingum með stóræðalokanir. Mikilvægt er við ákvörðun á meðferð að hafa í huga að síðkomin hætta á versnun er umtalsverð.30 Íhuga ætti því að meðhöndla sjúklinga með stóræðalokanir en lítil brottfallsein- kenni. Sjúklingar sem uppfylltu ekki skilyrði fyrir t-PA vegna auk- innar blæðingarhættu eða komu seint voru útilokaðir frá stórum rannsóknum.17,22,23 Skýr ávinningur var af segabrottnámi hjá þess- um sjúklingahópi í hinum rannsóknunum. Mikilvægt er að hafa í huga þá staðreynd að allir gjaldgengir sjúklingar í rannsóknun- um fengu t-PA fyrir segabrottnám. Þó fræðilegar áhyggjur séu af að t-PA sé ólíklegra til að opna æðalokanir og gæti aukið hættu á einkennagefandi blæðingum, eru engar vísbendingar sem styðja ekki notkun t-PA hjá þessum sjúklingahópi. Til eru sjúklingar þar sem segabrottnám gagnast ekki eða seinkar verulega, til dæmis vegna lélegs æðaaðgengis eða tafa vegna flutnings sjúklinga. Það væri siðferðisleg áskorun að neita sjúklingum um t-PA meðferð utan vel hannaðra slembirannsókna. Vegna þessarar óvissu er ver- ið að hanna rannsóknir sem kanna öryggi og hagkvæmni beins Tafla I. Endurbættur Rankin­kvarðin. Stig Lýsing 0 Einkennalaus. 1 Óveruleg fötlun þrátt fyrir einkenni; annast allar vanalegar skyldur og störf. 2 Væg fötlun; getur ekki framkvæmt öll fyrri störf en annast eigin mál án aðstoðar. 3 Meðal fötlun, þarf einhverja aðstoð, en gengur án aðstoðar. 4 Meðal slæm fötlun; þarf aðstoð við gang og við umönnun eigin líkamlegra þarfa. 5 Slæm fötlun; rúmfastur, ekki stjórn á þvagi og hægðum og þarf stöðugt hjúkrunaraðgát og aðhlynningu. 6 Dauði. Y F I R L I T S G R E I N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.