Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 48
48 LÆKNAblaðið 2018/104 * • Góð blóðsykursstjórn1 • Marktækt minni hætta á blóðsykursfalli að næturlagi samanborið við glargíninsúlín2, 3 • Sveigjanleg tímasetning lyfjagjafa þegar þörf krefur – einu sinni á dag1 TRESIBA (deglúdekinsúlin) Grunninsúlín til meðferðar við sykursýki hjá fullorðnum og börnum frá 1 árs aldri1 Fl ex To uc h® o g Tr es ib a (in su lin d eg lu de c) e ru s kr ás et t vö ru m er ki N ov o N or di sk A /S Tresiba® – Ný tegund insúlín s – 42 klukkustunda verkun, gefið einu sinni á dag 1 LÆKKAR 1 * Við meðferð með Tresiba náði yfir helmingur einstaklinga með sykursýki af tegund 2 HbA1c ≤53 mmól/mól (7%). 4 Í heimildum 2 og 3 náðist aðalendapunktur HbA1c. Heimildir 1 Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Tresiba, www.serlyfjaskra.is. 2 Rodbard HW, Cariou B, Zinman B, Handelsman Y, Philis-Tsimikas A, Skjoth TV, Rana A, Mathieu C on behalf of the BEGIN Once Long Trial Investigators. Comparison of insulin degludec with insulin glargine in insulin-naive subjects with Type 2 diabetes: a 2-year randomized, treat-to-target trial. Diabetic Medicine 2013;30(11):1298–304. 3 Bode BW, Buse JB, Fisher M, Garg SK, Marre M, Merker L, Renard E,Russell-Jones DL, Hansen CT, Rana A, Heller SR on behalf of the BEGIN Basal–Bolus Type 1 Trial Investigators. Insulin degludec improves glycæmic control with lower nocturnal hypoglycaemia risk than insulin glargine in basal–bolus treatment with mealtime insulin aspart in Type 1 diabetes (BEGIN Basal–Bolus Type 1): 2-year results of a randomized clinical trial. Diabetic Medicine 2013;30(11):1293–297. 4 Zinman et al Diabetes Care 35:2464-2472, 2012. Tresiba 100 einingar/ml og 200 einingar/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna Heiti virkra efna Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 300 eða 600 einingar af deglúdekinsúlíni í 3 ml lausn. 1 ml af lausninni inniheldur 100 eða 200 einingar af deglúdekinsúlíni (jafngildir 3,66 eða 7,32 mg af deglúdekinsúlíni). Ábendingar Meðferð við sykursýki hjá fullorðnum, unglingum og börnum frá 1 árs aldri. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK-2880 Bagsværd, Danmörk. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar – www.serlyfjaskra.is. IS /T B /0 71 6 /0 2 8 5 o k tó b e r 2 0 17 Hlutverk lækna er margþætt og starfið sérstakt. Störf lækna hafa lengi verið óþrjótandi innblástur frásagnarlista og kvikmynda enda af mörgu að taka. Lækn- irinn hefur oft verið baðaður dýrðarljóma og rómantík enda er honum ekkert mann- legt óviðkomandi í krefjandi og spennandi starfsumhverfi sínu. En starfið hefur líka dökkar hliðar. Það hefur breyst mikið á undanförnum áratugum. Tækniframfarir og vaxandi einstaklingsfrelsi í mark- aðshagkerfi Vesturlanda leggur miklar byrðar á herðar lækna. Hann þarf að sýna stjórnunarhæfileika, kennslugetu, hafa viðskiptavit, sinna skipulagi auk þess að vera jafnvígur á vísindastörf, siðfræði og lögfræði. Og já, hann þarf auðvitað að geta sinnt grunnstoðum læknastarfsins og læknað sjúklinga. Læknirinn er ekki lengur almanna- eign sem helgar líf sitt á altrúískan hátt læknastarfinu og biður ekki neins í stað- inn. Læknirinn er mannlegur. Jafnvægi á milli þess faglega og fjárhagslega – þess kerfislæga og skapandi er ekki auðsótt og getur verið aflvaki streitu og kulnunar í starfi. Þá eru til enn dekkri hliðar starfsins sem lítið er talað um þó mikil þörf sé á. Þunglyndi, heilsuleysi, misrétti, misnotk- un vímuefna og sjálfsvíg. Læknar eiga það til að einangrast og leita sér ekki hjálpar. Óraunhæfar kröfur, samkeppni, dómharka og sjálfsásökun eru því miður lýsandi orð fyrir mörgum í læknastéttinni og mætti því spyrja þessarar spurningar: Á þessu stórafmælisári Læknafélags Íslands mun FAL halda málþing sem er helgað lækninum. Farið verður yfir sögu læknisfræðinnar. Hvernig læknastarfið hefur þróast og breyst og til hvers sam- félagið ætlast af læknum. Skyldur, fórnir, gleði, sorgir og framtíðaráskoranir. Tekið verður á erfiðu málunum. Kulnun, fíkn, úrræðaleysi og þöggun. Rætt verður sér- staklega um það vandasama jafnvægi milli þess að vera læknir, sjúklingur, aðstand- andi og meðferðaraðili þegar veikindi eða vandamál bera að garði. Enginn verður þó skilinn eftir í lausu lofti og verður einnig leitað að jafnvægi, úrræðum og hamingj- unni sjálfri. Að lokum verða pallborðsum- ræður þar sem ráðstefnugestum gefst færi á að taka þátt í umræðunni og leita lausna. Hvetjum við lækna til að fjölmenna á málþingið sem haldið er fyrsta dag lækna- daga, mánudaginn 15. janúar kl. 9. Það er mikilvægt að læknar hjálpist að og styðji hvern annan þegar á móti blæs og gleðjist saman þegar að vel gengur. Fjölmennum á atburði Læknafélags Íslands á afmælisár- inu og fögnum læknahlutverkinu. Lítum til baka, lærum af reynslunni en horfum síðan fram á veginn og höldum ótrauð áfram að gera það sem við gerum best, að lækna og hafa gaman af því. Eru læknar læknum verstir? FAL heldur málþing á Læknadögum helgað læknum F R Á F É L A G I A L M E N N R A L Æ K N A Guðrún Ása Björnsdóttir læknir Agnar H. Andrésson læknir agnar.h.andresson@gmail.com Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á augn- deild Landspítala, tók á dögunum við Peter Watson verðlaunum sem veitt fyrir framúrskarandi vísindaframlag á sviði rannsókna í augnlækningum. Einar tók við verðlaununum í Cambridge en margir af fremstu vísindamönnum heims á sviði augnlækninga hafa hlotið þessi verðlaun. Einar er einnig í hópi afkastamestu frumkvöðla Háskóla Íslands og hefur drjúgan part starfsævinnar unnið að rannsóknum á lífeðlisfræði augna og augnsjúkdóma og er mjög kunnur á al- þjóðavettvangi fyrir þau störf sín. Hann er meðhöfundur að ríflega 200 greinum í ritrýndum vísindatímaritum og höfundur um 400 ritverka og útdrátta um augnlækn- ingafræði. Viðburðurinn þar sem verðlaunin voru afhent kallast The Cambridge Opht- halmological Symposium og hefur hann verið haldinn árlega í röska hálfa öld. Á hverju ári er þeim vísindamanni sem skarar hvað helst fram úr á sviði augn- rannsókna boðið að stjórna viðburðinum og flytja erindi um eigin rannsóknir. Einar Stefánsson var fundarstjóri að þessu sinni og flutti hann erindi um súrefnisbúskap sjónhimnu og glerhlaups augans og hvernig hann hefur áhrif á sjúkdóma og meðferð þeirra. Hið virta breska vísindatímarit EYE mun gefa út sérstakt hefti eftir ára- mótin sem verður helgað ráðstefnunni í Cambridge og mun Einar skrifa ritstjórn- argrein auk vísindagreinar í blaðið. Einar Stefánsson heiðraður fyrir augnrannsóknir ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.