Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 12
12 LÆKNAblaðið 2017/103 Höfundar vita ekki til þess að rannsóknir hafi verið gerðar á Íslandi sem sýna hvernig staðið er að málefnum barna með fæðu- ofnæmi/-óþol innan leikskóla. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi fæðuof- næmis og fæðuóþols hjá börnum í leikskólum Reykjavíkur. Einnig var markmið rannsóknarinnar að kanna hversu vel leikskólar tryggja að umhverfi barna með fæðuofnæmi og/eða -óþol sé ör- uggt. Að lokum var kannað hvort innri þættir leikskólans hefðu áhrif á öryggi barna með fæðuofnæmi, svo sem menntun leik- skólastjóra, starfsmanns í eldhúsi og fjöldi barna á leikskólanum. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn, framkvæmd á tímabilinu júní til september árið 2014. Hún var samþykkt af vísindasiðanefnd Íslands (VSNb2014050004/03.07.) og tilkynnt til Persónuverndar. Spurningalisti var settur upp á vefsíðunni Questionpro.com og sendur rafrænt á alla leikskólastjóra hjá leikskólum Reykjavíkur- borgar að sjálfstætt starfandi leikskólum undanskildum, eða til alls 65 leikskóla. Samkvæmt opinberum gögnum voru 6003 börn í leikskólum Reykjavíkurborgar í október 2014. Af þessum 65 leik- skólum sem fengu sendan spurningalistann svöruðu 49 leikskóla- stjórnendur með alls 4225 börn (75% svarhlutfall). Valið var að senda á leikskóla Reykjavíkurborgar því þar er þess krafist að foreldrar/forráðamenn skili læknisvottorði ef gefa þarf börnum sérfæði vegna fæðuofnæmis og/eða fæðuóþols.18 Mæliaðferðir Spurningalistinn samanstóð af 40 spurningum. Hann var gerður sérstaklega fyrir þessa rannsókn í samvinnu við Astma- og of- næmisfélag Íslands, nánar tiltekið Fríðu Rún Þórðardóttur nær- ingarfræðing og formann félagsins. Ekki var hægt að rekja svör spurninga til ákveðins leikskóla eða barna. Spurningalistinn var sendur út ásamt kynningarbréfi á netföng leikskólastjóra þar sem hlekkur var gefinn á rannsóknina á vef- síðu QuestionPro. Listinn var forprófaður tvisvar, annars vegar á leikskóla þar sem vitað var að starfsfólk þekkti vel til fæðuofnæmis og hins vegar á leikskóla þar sem ekki var vitað til að þekking væri til staðar um fæðuofnæmi og fæðuóþol. Mat á ofnæmi og óþoli leikskólabarna Spurt var um fjölda barna með læknisvottorð vegna fæðuofnæm- is/-óþols á núverandi skólaári í spurningalistanum. Til að meta algengi fæðuofnæmis/-óþols var fjölda barna með læknisvott- orð deilt með fjölda allra barna á leikskólunum sem tóku þátt í könnuninni. Einnig var spurt hvort börn væru annars vegar með læknisvottorð vegna bráðaofnæmis og hins vegar vegna fjölfæðu- ofnæmis. Að lokum var hægt að haka við um hvers konar ofnæmi eða óþol var að ræða. Valmöguleikarnir voru: ofnæmi fyrir eggj- um, mjólk, hveiti, hnetum, fiski, soja, möndlum, skelfiski, sesam og sinnepi. Einnig var hægt að haka við mjólkuróþol og glúten- óþol. R A N N S Ó K N Tafla I. Upplýsingar um fæðuofnæmi og fæðuóþol á leikskólum Reykjavíkur­ borgar, sumar og haust 2014. Fjöldi (%) Fjöldi leikskóla 49 Leikskólar með barn/börn með fæðuofnæmi/-óþol 48 98 Leikskólar með barn/börn með bráðaofnæmi 22 45 Leikskólar með barn/börn með fjölfæðuofnæmi 26 53 Fjöldi barna 4225 Börn með fæðuofnæmi/-óþol 213 5 Börn með bráðafæðuofnæmi 41 1 Börn með fjölfæðuofnæmi 47 1 Aðeins börn með læknisvottorð voru skilgreind með ofnæmi/óþol og bráðaofnæmi í rannsókninni. Tafla II. Svör við spurningum um hvort viðbragðsáætlun (virkt ferli) sé til staðar sem fer í gang ef barn með fæðuofnæmi eða fæðuóþol fær mat með ofnæm­ isvaka og hvort starfsmenn í leikskólum séu upplýstir og þjálfaðir í að bregðast við ofnæmiskasti. (%) Já Nei Viðbragðsáætlun 20 (41) 29 (59) Upplýstir og þjálfaðir 30 (61) 19 (39) Mynd 1. Fæðutegundir sem valda ofnæmi og óþoli meðal 2-6 ára barna á leikskólum Reykjavíkurborgar, sumar og haustið 2014. Mynd 2. Fjöldi leikskóla með eitt eða fleiri börn með fæðuofnæmi/-óþol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.