Læknablaðið - 01.01.2018, Side 12
12 LÆKNAblaðið 2017/103
Höfundar vita ekki til þess að rannsóknir hafi verið gerðar á
Íslandi sem sýna hvernig staðið er að málefnum barna með fæðu-
ofnæmi/-óþol innan leikskóla.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi fæðuof-
næmis og fæðuóþols hjá börnum í leikskólum Reykjavíkur. Einnig
var markmið rannsóknarinnar að kanna hversu vel leikskólar
tryggja að umhverfi barna með fæðuofnæmi og/eða -óþol sé ör-
uggt. Að lokum var kannað hvort innri þættir leikskólans hefðu
áhrif á öryggi barna með fæðuofnæmi, svo sem menntun leik-
skólastjóra, starfsmanns í eldhúsi og fjöldi barna á leikskólanum.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn, framkvæmd á
tímabilinu júní til september árið 2014. Hún var samþykkt af
vísindasiðanefnd Íslands (VSNb2014050004/03.07.) og tilkynnt til
Persónuverndar.
Spurningalisti var settur upp á vefsíðunni Questionpro.com og
sendur rafrænt á alla leikskólastjóra hjá leikskólum Reykjavíkur-
borgar að sjálfstætt starfandi leikskólum undanskildum, eða til
alls 65 leikskóla. Samkvæmt opinberum gögnum voru 6003 börn
í leikskólum Reykjavíkurborgar í október 2014. Af þessum 65 leik-
skólum sem fengu sendan spurningalistann svöruðu 49 leikskóla-
stjórnendur með alls 4225 börn (75% svarhlutfall).
Valið var að senda á leikskóla Reykjavíkurborgar því þar er
þess krafist að foreldrar/forráðamenn skili læknisvottorði ef gefa
þarf börnum sérfæði vegna fæðuofnæmis og/eða fæðuóþols.18
Mæliaðferðir
Spurningalistinn samanstóð af 40 spurningum. Hann var gerður
sérstaklega fyrir þessa rannsókn í samvinnu við Astma- og of-
næmisfélag Íslands, nánar tiltekið Fríðu Rún Þórðardóttur nær-
ingarfræðing og formann félagsins. Ekki var hægt að rekja svör
spurninga til ákveðins leikskóla eða barna.
Spurningalistinn var sendur út ásamt kynningarbréfi á netföng
leikskólastjóra þar sem hlekkur var gefinn á rannsóknina á vef-
síðu QuestionPro.
Listinn var forprófaður tvisvar, annars vegar á leikskóla þar
sem vitað var að starfsfólk þekkti vel til fæðuofnæmis og hins
vegar á leikskóla þar sem ekki var vitað til að þekking væri til
staðar um fæðuofnæmi og fæðuóþol.
Mat á ofnæmi og óþoli leikskólabarna
Spurt var um fjölda barna með læknisvottorð vegna fæðuofnæm-
is/-óþols á núverandi skólaári í spurningalistanum. Til að meta
algengi fæðuofnæmis/-óþols var fjölda barna með læknisvott-
orð deilt með fjölda allra barna á leikskólunum sem tóku þátt í
könnuninni. Einnig var spurt hvort börn væru annars vegar með
læknisvottorð vegna bráðaofnæmis og hins vegar vegna fjölfæðu-
ofnæmis. Að lokum var hægt að haka við um hvers konar ofnæmi
eða óþol var að ræða. Valmöguleikarnir voru: ofnæmi fyrir eggj-
um, mjólk, hveiti, hnetum, fiski, soja, möndlum, skelfiski, sesam
og sinnepi. Einnig var hægt að haka við mjólkuróþol og glúten-
óþol.
R A N N S Ó K N
Tafla I. Upplýsingar um fæðuofnæmi og fæðuóþol á leikskólum Reykjavíkur
borgar, sumar og haust 2014.
Fjöldi (%)
Fjöldi leikskóla 49
Leikskólar með barn/börn með fæðuofnæmi/-óþol 48 98
Leikskólar með barn/börn með bráðaofnæmi 22 45
Leikskólar með barn/börn með fjölfæðuofnæmi 26 53
Fjöldi barna 4225
Börn með fæðuofnæmi/-óþol 213 5
Börn með bráðafæðuofnæmi 41 1
Börn með fjölfæðuofnæmi 47 1
Aðeins börn með læknisvottorð voru skilgreind með ofnæmi/óþol og bráðaofnæmi í
rannsókninni.
Tafla II. Svör við spurningum um hvort viðbragðsáætlun (virkt ferli) sé til staðar
sem fer í gang ef barn með fæðuofnæmi eða fæðuóþol fær mat með ofnæm
isvaka og hvort starfsmenn í leikskólum séu upplýstir og þjálfaðir í að bregðast
við ofnæmiskasti. (%)
Já Nei
Viðbragðsáætlun 20 (41) 29 (59)
Upplýstir og þjálfaðir 30 (61) 19 (39)
Mynd 1. Fæðutegundir sem valda ofnæmi og óþoli meðal 2-6 ára barna á leikskólum
Reykjavíkurborgar, sumar og haustið 2014.
Mynd 2. Fjöldi leikskóla með eitt eða fleiri börn með fæðuofnæmi/-óþol.