Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 16
16 LÆKNAblaðið 2018/104
R A N N S Ó K N
sókn og því erfiðara að bera hana saman við aðrar rannsóknir þar
sem einungis var kannað algengi fæðuofnæmis.6,8,19 Líklega má því
segja að algengi fæðuofnæmis í þessari rannsókn sé svipað því
sem sést í nágrannalöndum okkar. Tíðni fjölfæðuofnæmis í okkar
rannsókn var 1,1% og bráðaofnæmis 1%. Fjölfæðuofnæmi í leik-
skólum í þessari rannsókn var ekki eins algengt og til að mynda í
Danmörku, þar sem það hefur mælst 3,7%.8
Mjólkuróþol var algengast í leikskólunm en því næst ofnæmi
fyrir kúamjólk, eggjum og jarðhnetum. Færri (0,1%) voru með
greiningu vegna glútenóþols borið saman við það sem erlendar
rannsóknir hafa sýnt.21-24 Íslensk rannsókn á 0-1 árs börnum sem
var hluti af alþjóðlegu fæðuofnæmisrannsókninni EuroPrevall
staðfesti fæðuofnæmi hjá 1,9% barna með húðprófi, blóðprófi og
tvíblindu þolprófi.6 Í fyrrgreindri rannsókn var ekki kannað hvort
börnin væru með mjólkuróþol eða glútenóþol sem einnig var til
skoðunar í okkar rannsókn. Þá hefur dönsk rannsókn sýnt að al-
gengi fæðuofnæmis er hæst í kringum þriggja ára aldurinn en
lækkar aftur við 6 ára aldur.8
Athyglisvert þykir að aðeins 41% leikskólanna var með við-
bragðsáætlun sem fer í gang ef barn fær mat með ofnæmisvaka í
og það hlutfall var litlu hærra (46%) þegar leikskólar með börn með
bráðaofnæmi voru skoðaðir sérstaklega. Einnig er það alvarlegt að
einungis um 61% leikskólanna greindi frá því að allir starfsmenn
væru upplýstir og þjálfaðir í hvernig ætti að bregðast við ofnæm-
iskasti barns. Þetta hlutfall var svipað þegar einungis leikskólar
með barn með bráðofnæmi voru skoðaðir, eða 64%. Þó kom fram
að í einungis 55% leikskóla með barn með bráðaofnæmi þekktu
allir starfsmenn einkenni ofnæmiskasts barns. Ekki var mark-
tækur munur á leikskólum með og án bráðaofnæmis á því hvort
starfsfólk leikskólanna var upplýst og þjálfað í viðbrögðum við
ofnæmiskasti. Það er áhugavert út af fyrir sig þar sem ætla mætti
að leikskólar með barn með bráðaofnæmi væru líklegri til að vera
með upplýsta og þjálfaða starfsmenn.
Þættir eins og menntun leikskólastjóra og starfsmanns í eld-
húsi, stærð leikskóla, bæði eftir fjölda barna og fjölda starfsfólks,
skiptu ekki máli í tengslum við hvort viðbragðsáætlun færi í gang
ef barn með fæðuofnæmi/-óþol fengi mat með ofnæmisvaka. Það
sama mátti segja þegar áðurnefndir þættir voru skoðaðir í tengsl-
um við hvort allt starfsfólk væri upplýst og þjálfað í því hvernig
bregðast ætti við ofnæmiskasti barns. Einnig var skoðað hvort það
væri munur á þekkingu starfsfólk á viðbrögðum við ofnæmiskasti
barns eftir fjölda barna með læknisvottorð á hverjum leikskóla
(0-3 á móti 4-14 vottorð) og ekki var marktækur munur á fjölda
starfsmanna sem voru upplýstir háð fjölda læknisvottorða (gögn
ekki sýnd). Rannsókn frá Tyrklandi þar sem skoðað var hvort fyrir
lægju viðbragðsáætlanir í leik- og grunnskólum til að koma í veg
fyrir og bregðast við ofnæmislosti, sýndi að slíka viðbragðsáætl-
un skorti í 84% tilvika. Einnig kom fram í rannsókninni að aðeins
3% kennara sögðust myndu nota adrenalínpenna ef barn fengi of-
næmislost.25
Einungis 14 (64%) leikskólar barna með bráðaofnæmi athuguðu
reglulega adrenalínpennann og gættu þess hafa hann aðgengi-
legan. Fimm stjórnendur leikskóla með barn með bráðaofnæmi
sögðu að adrenalínpenninn væri eingöngu á ábyrgð foreldra og
þrír stjórnendur töldu að spurningin um adrenalínpennann ætti
ekki við.
Rannsókn okkar sýnir að ýmsir innri þætti leikskólans, svo
sem menntun og stærð, skipta ekki máli í tengslum við viðbragðs-
áætlun fyrir börn með fæðuofnæmi og fæðuóþol. Þegar leikskóla-
stjórarnir voru spurðir um hvers konar stuðning væri þörf á í þess-
um aðstæðum svöruðu margir að gagnlegt væri að fá sérfræðing
til að halda fræðslu um fæðuofnæmi/-óþol fyrir starfsmenn leik-
skólans. Nokkrir leikskólastjórar nefndu að þeir vildu meira fé til
fæðukaupa fyrir börn með fæðuofnæmi en vitað er að sérfæði get-
ur verið dýrara en almennt fæði.26 Einnig vildu leikskólastjórar til
dæmis námskeið fyrir starfsfólk í eldhúsi og aðgengi að tengilið
sem hefði frekari vitneskju um fæðuofnæmi og fæðuóþol.
Styrkleikar og takmarkanir
Hátt svarhlutfall fékkst í rannsókninni (75%) og spurningalistinn
var ítarlegur og gaf góða innsýn í hvernig málefnum barna með
fæðuofnæmi og/eða -óþol er háttað í leikskólum í Reykjavík.
Spurningalistinn sem notaður var í rannsókninni var ekki
staðlaður heldur saminn af höfundum greinarinnar og gæti það
talist til takmarkana. Við úrvinnslu sást að sumar spurninganna
hefðu getað verið betur orðaðar. Skipta hefði mátt spurningunni
um hvort starfsfólk væri upplýst og þjálfað í að bregðast við of-
næmiskasti barns upp í tvær spurningar þar sem spurt væri
annars vegar hvort allt starfsfólk væri upplýst og hins vegar þjálf-
að í að bregðast við ofnæmiskasti barns. Þá skal tekið fram að svör
við spurningum voru byggð á upplýsingum frá leikskólastjórum
og gæti verið að þær upplýsingar endurspegli ekki endilega raun-
verulega þekkingu starfsfólks. Vissulega getur einnig verið um
valskekkju að ræða varðandi svörun spurningalistans, að þeir
leikskólar sem eru með barn með ofnæmi taki frekar þátt, sem
hefur þá áhrif á útreikninga um algengi. Einnig gæti talist til tak-
markana á athugun um algengi fæðuofnæmis/-óþols að mismun-
andi greiningar liggja að baki læknisvottorðum sem leikskólarnir
fá, sem og að mismunandi ferli gætu verið á milli leikskólanna
um hversu nýleg vottorðin þurfa að vera og gæti það einnig haft
áhrif á niðurstöðurnar. Læknisvottorð vegna fæðuofnæmis er oft-
ast byggt á niðurstöðum úr húð- og/eða blóðprófi. Hins vegar er
yfirleitt ekki notast við læknisfræðilegt próf þegar mjólkuróþol er
staðfest af lækni heldur er greiningin byggð á frásögn foreldris.
Gæti það skekkt niðurstöðurnar og hækkað algengi mjólkuróþols
og þá í leiðinni algengi fæðuofnæmis og fæðuóþols.
Ályktun
Rannsóknin sýndi að í nær öllum leikskólum í Reykjavík eru
börn með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. Samkvæmt læknisvottorð-
um voru 5% leikskólabarna með fæðuofnæmi og/eða fæðuóþol í
leikskólunum. Ljóst er að bæta þarf fræðslu og áætlanir í tengsl-
um við bráðaofnæmi svo að ekki sé vegið að heilsu barna með
bráðaofnæmi innan veggja leikskólans. Einnig þarf að samræma
verklag milli leikskóla þegar barn með fæðuofnæmi eða fæðuóþol
innritast. Margir leikskólastjóranna í rannsókninni óskuðu eftir
aðgengi að meiri fræðslu og sérfræðingi um þennan málaflokk.