Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2018/104 41 gert. Hún var dáin þegar ég kynntist Jóni og hann saknaði hennar mjög. Jón hafði ráðskonu sem bjó í húsinu og hugsaði vel um hann. Hann var af þeirri kynslóð sem áleit húsverk ekki vera karlmannsstarf! Eitt sinn bauð hann okkur hjónum til veislu. Þá var í heimsókn á Íslandi prófessor Egill Snorrason frá Kaupmannahöfn og hafði fært Læknaminjasafninu í Nesi góðar gjaf- ir. Jón var helsta driffjöðrin í stofnun þess. Hann var einnig árum saman formaður Fé- lags áhugamanna um sögu læknisfræðinn- ar og þess fremsti talsmaður. Auk Egils var þarna komin helsta elíta eldri lækna á Íslandi með mökum, auk okkar hjóna sem vorum yngst í hópnum. Á borðum var glænýr soðinn lax með bráðnu smjöri, nýj- um kartöflum, sýrðum agúrkum og eðal- hvítvíni. Jón var einn þeirra manna sem hafði mjög gott af að smakka vín og fór ákaflega vel með það. Mér er minnisstætt hvað veislan heppnaðist vel og hvað hann var góður gestgjafi. Jón sat í áratugi í stjórn stúdentagarð- anna. Á háskólaárum mínum voru svo kölluð Garðsböll haldin á Gamla garði. Þetta voru dálítið sérkennilegar samkom- ur, eiginlega þrískiptar. Í kjallaranum var selt áfengi á „hagstæðu verði“. Aðeins ein sort, svarti dauði, og reiddur fram í þykk- um leirföntum sem annars voru notaðir undir kaffi. Á barnum var gjarnan sungið án undirleiks. Í salnum á fyrstu hæð var músík og dansað. Þar var venjulega mjög heitt, dampurinn af fólki steig til lofts, þéttist þar og féll síðan til baka sem létt rigning. Svo voru auðvitað partí í öðru hverju herbergi. Magnús Óskarsson borg- arlögmaður lýsir því í bók sinni Brosað í bland að stúdent á Gamla Garði hafi kært þessi böll. Vonlaust væri að festa svefn fyrr en í fyrsta lagi klukkan 4 og þetta gæti alls ekki gengið. Málið kom til kasta stjórnar stúdentagarðanna, kærandinn mættur og Jón Steffensen í forsvari fyrir stjórnina. Jón vildi fyrst vita hve oft böllin væru. Þau voru 5 á vetri, þar af eitt í jólafríinu. Síðan vildi hann vita hvenær stúdentinn byrjaði lestur á sunnudagsmorgnum. Það reyndist kl. 9, en eftir böll sagðist stúdentinn alls ekki getað byrjað fyrr en á hádegi. „Sá stúdent sem þolir ekki að missa 12 klst. frá sunnudagslestri á vetri á ekkert erindi í Háskóla Íslands,“ sagði Jón og málið var útrætt. Þótt Jón væri hættur störfum við Há- skólann sat hann ekki aðgerðarlaus. Hann safnaði munum fyrir Læknaminjasafnið og vann að skrásetningu þeirra. Einnig vann hann mikið starf við að ráða í dagbækur Sveins Pálssonar, en Sveinn notaði ótæpi- lega skammstafanir og erfitt að vita hvort þar væri að baki íslenska eða latína! Það reyndist ekki erfitt að vera læknir Jóns. Framfarir urðu í astmameðferð og seinni árin þurfti hann ekki sjúkrahúsvist vegna þess. Mér er hins vegar minnisstætt að hann fékk blóðtappa í lunga og var þá nokkuð brugðið. Sagði mér að sá kvilli hefði orðið móður sinni að bana. Ég sagði sem var að meðferð við þeim sjúkdómi hefði tekið miklum framförum og hann fékk sína 6 mánaða blóðþynningu og síð- an ekki söguna meir. Þegar blóðtappinn greindist lá hann nokkra daga á Landspít- alanum og þá var kosið til borgarstjórnar í Reykjavík. Þann laugardagsmorgun hring di í mig hjúkrunarfræðingur og sagði að Jón heimtaði að fara að kjósa. Þeim leist miðlungi vel á það og vísuðu málinu til mín. Ég fékk að tala við Jón og honum var talsvert niðri fyrir. „Þessar kvensur vilja ekki að ég fari, en ég get það vel. Hún Ástríður kemur og sækir mig og skilar mér til baka.“ Ég vissi að Ástríður var Thorarensen og allir vita hverjum hún er gift! Það hvarflaði ekki að mér að reyna að hindra för hans. Í kringum 84 ára aldur kom í ljós lítil íferð í lunga Jóns. Við ræddum það af hreinskilni og rifjuðum upp eldri reyk- ingasögu. Aldurinn var orðinn hár og lungnastarfsemi léleg svo skurðaðgerð kom ekki til greina. Jón hafði ekki áhuga á krabbameinslyfjameðferð og okkur kom því saman um að útiloka berkla, en láta aðrar rannsóknir lönd og leið. Meinið óx hægt og hann lifði sæmilegu lífi í tvö ár. Mér er okkar síðasti fundur ákaflega minnisstæður. Ég hafði lagt hann inn á Vífilsstaði og var á förum til útlanda í frí og við vissum báðir vel að hverju dró. Það var fátt sagt, en handtakið var ákaflega hlýtt. Ég náði ekki að fylgja honum til graf- ar, en mig hefur lengi langað til að minnast hans. Það eru ekki margir vandalausir sem mér hefur verið hlýrra til. Ég minnist hans ætíð er ég heyri góðs manns getið. Málverk eftir Kjarval sem hékk í borðstofu Jóns. Myndin nú í eigu Læknafélags Reykjavíkur. Skrifborðsstóll Jóns sem er í safni því sem hann ánafn- aði Þjóðarbókhlöðunni eftir sinn dag. Áklæðið saumaði Kristín Ólafs, eiginkona hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.