Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 37
ins, má segja dularfullur og dásamlegur. Það er svo margt sem við vitum ekki enn um hann, en þó vitum við að góður svefn er lykilþáttur í góðri heilsu. Hvers vegna finnst okkur eðlilegur siður að vekja börn á morgnana og reka þau svefnvana af stað í skólann í myrkri? Við erum með þreytt og svefnvana börn og unglinga í skólum landsins, og það hefur áhrif á líðan þeirra, hegðun og heilsu, auk þess að vera ekki gott veganesti til framtíðar. Það er mun auðveldara og skemmtilegra að takast á við verkefni dagsins vel út hvíldur. Klukkuþreyta er viðvarandi ástand hjá mörgum Björg: En á allra síðustu árum hefur þekk- ing manna á líkamsklukkunni og áhrifum seinkaðra dægursveiflna vaxið mjög. Nú er almennt viðurkennd svokölluð klukku- þreyta (social jetlag) sem verður hjá þeim sem hafa seinkaða dægursveiflu. Þeirra líðan svipar til þess sem fólk upplifir við þotuþreytu (jetlag) nema að klukkuþreyt- an lagast ekki á nokkrum dögum, heldur er stöðug. Klukkuþreyta einkennist fyrst og fremst af of stuttum svefni á virkum dögum, dagsyfju, meltingartruflunum og fleiru. Það er ekkert langt síðan menn fóru að átta sig á því hversu mikilvægur svefninn er og hve mikilvægt það er að fá nægan svefn. Erna: Besta dæmið um áhrif hins gagnstæða er þegar Donald Trump hefur haldið því fram að hann þurfi ekki nema fjögurra tíma svefn. Afleiðingarnar eru augljósar. Björg: Læknar hunsuðu þetta nú lengi vel og töldu það manndómseinkenni að standa vaktir upp í einn og hálfan til tvo sólarhringa. Það er kannski ekki fyrr en konum fer að fjölga í læknastétt að kröfur um meiri hvíldartíma verða háværari. Nú dettur engum þetta í hug. Erna: Ég gerði einmitt rannsóknir á þessu þegar ég var í doktorsnámi í Banda- ríkjunum hvernig árvekni og viðbragðs- flýtir fólks dapraðist þegar það hafði vakað í allt að 36 tíma. Merkilegast þótti mér hvað fólk hafði rangar hugmyndir um sjálft sig eftir slíkar vökur. Það taldi sig geta leyst verkefni vandræðalaust en raunveruleikinn er allt annar. Viðbrögðin eru skelfilega hæg og árveknin eftir því. Fólk sem er í vaktavinnu eða þarf að vaka lengi gerir sér oft enga grein fyrir hvað þetta hefur mikil og slæm áhrif á andlega og líkamlega líðan. Erla: Of lítill og lélegur svefn hefur alls kyns neikvæð áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan. Pirringur og vanlíðan fylgir strax í kjölfarið en svefnleysi til lengri tíma getur valdið kvíða og þung- lyndi, aukningu bólguboðefna í blóðinu og þyngdaraukningu, hækkuðum blóð- þrýstingi og óreglulegum sykurbúskap í líkamanum. Að fá nægan svefn, 7-8 tíma á sólarhring, er gríðarlega mikilvægt, ekki síst í okkar nútímasamfélagi þar sem við erum umkringd áreitum frá því við vöknum á morgnana og þar til við leggjumst á koddann á kvöldin. Það er því mjög mikilvægt að gera allt sem hægt er til að tryggja að við fáum nægan svefn og þá ekki síst að við séum á réttri klukku. Unglingarnir okkar sofa alltof lítið. Nýleg rannsókn Embættis landlæknis sýnir að íslenskir unglingar sofa aðeins 6 tíma á virkum dögum en við vitum að þeir þurfa 8-10 tíma svefn. Margir fullorðnir fá líka of lítinn svefn. Íslenskir unglingar fara seinna að sofa en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum og fá samkvæmt því styttri svefn þar sem þeir fara á fætur á svipuðum tíma. Leiðrétting klukkunnar bjargar ekki öllu í þessum efnum. Það þarf ýmislegt fleira að koma til en þó tel ég að leiðréttingin myndi hjálpa til. Við „Nú er almennt viðurkennd klukkuþreyta sem verður hjá þeim sem hafa seinkaða dægursveiflu. Þeirra líðan svipar til þess sem fólk upplifir við þotuþreytu nema að klukkuþreytan lagast ekki á nokkrum dögum, heldur er stöðug,” segja Björg Þorleifsdóttir, Erla Björnsdóttir og Erna Sif Arnardóttir meðal annars í umræðum um áhrif rangrar klukku á líðan fólks. Á myndina vantar Þórgunni Ársælsdóttur. (Myndin er tekin í láréttri sólarbirtu 14. desember.) LÆKNAblaðið 2018/104 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.