Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.01.2018, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2018/104 45 Bandaríska mannerfðafræðifé- lagið er talið fremst allra fag- félaga í erfðafræði mannsins í dag. Félagsmenn eru úr röðum vísindamanna, háskólakennara, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sem tengjast mannerfðafræði. Í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar segir að verð- launin séu veitt vísindamanni sem þyki hafa skilað yfirgrips- miklu framlagi til rannsókna í mannerfðafræði. Kári Stefánsson veitti verð- laununum viðtöku á ársþingi samtakanna í Orlando í Flórída þann 18. október og flutti þar fyrirlestur. Bandaríska mannerfðafé- lagið segir Kári hafi stofnað Íslenska erfðagreiningu (ÍE) í því augnamiði að gera um- fangsmiklar erfðarannsóknir á Íslandi. Með góðum tengslum við fólkið í landinu hafi ÍE fengið erfðaefni frá meir en 160.000 manns og lagt mikið af mörkum til aukinnar þekkingar á erfðafræði. Þessi vinna hafi orðið fyrirmynd svipaðra rann- sókna í öðrum löndum, þ.á.m. Breska lífbankans (UK Biobank) og „Við öll“ verkefnisins (All of Us Initiative) í Bandaríkjunum. Í tilkynningunni er rakið að Kári beiti aðferðum sem geri kleift að tengja og bera saman hundruð ólíkra arf- og svip- gerða sem hafi leitt til þýðingar- mikilla uppgötvana. Hann hafi birt kort af erfðamengi manns- ins og fundið erfðabreytileika sem tengjast mörgum ólíkum svipgerðum: sykursýki af tegund 2, blöðruhálskrabba- meini, hjartaslagi og geðklofa. Rannsóknirnar hafi einnig varpað ljósi á grundvallarferli í líffræði, svo sem endurröðun erfðavísa, nýjar stökkbreytingar og áhrif foreldra á erfðaefni barna sinna. Kári hefur hlotið marg- víslega viðurkenningu fyrir störf sín, verðlaun Evrópska erfðafræðifélagsins árið 2009 og Bandarísku Alzheimersamtak- anna árið 2014, svo og Sir Hans Krebs verðlauna Evrópsku líf- og læknavísindasamtakanna (FEBS) en hann er veittur fyrir framúrskarandi árangur í rann- sóknum í sameindalíffræði. Kári Stefánsson fékk viðurkenningu Bandaríska mannerfðafélagsins ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.