Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.2018, Page 45

Læknablaðið - 01.01.2018, Page 45
LÆKNAblaðið 2018/104 45 Bandaríska mannerfðafræðifé- lagið er talið fremst allra fag- félaga í erfðafræði mannsins í dag. Félagsmenn eru úr röðum vísindamanna, háskólakennara, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sem tengjast mannerfðafræði. Í tilkynningu Íslenskrar erfðagreiningar segir að verð- launin séu veitt vísindamanni sem þyki hafa skilað yfirgrips- miklu framlagi til rannsókna í mannerfðafræði. Kári Stefánsson veitti verð- laununum viðtöku á ársþingi samtakanna í Orlando í Flórída þann 18. október og flutti þar fyrirlestur. Bandaríska mannerfðafé- lagið segir Kári hafi stofnað Íslenska erfðagreiningu (ÍE) í því augnamiði að gera um- fangsmiklar erfðarannsóknir á Íslandi. Með góðum tengslum við fólkið í landinu hafi ÍE fengið erfðaefni frá meir en 160.000 manns og lagt mikið af mörkum til aukinnar þekkingar á erfðafræði. Þessi vinna hafi orðið fyrirmynd svipaðra rann- sókna í öðrum löndum, þ.á.m. Breska lífbankans (UK Biobank) og „Við öll“ verkefnisins (All of Us Initiative) í Bandaríkjunum. Í tilkynningunni er rakið að Kári beiti aðferðum sem geri kleift að tengja og bera saman hundruð ólíkra arf- og svip- gerða sem hafi leitt til þýðingar- mikilla uppgötvana. Hann hafi birt kort af erfðamengi manns- ins og fundið erfðabreytileika sem tengjast mörgum ólíkum svipgerðum: sykursýki af tegund 2, blöðruhálskrabba- meini, hjartaslagi og geðklofa. Rannsóknirnar hafi einnig varpað ljósi á grundvallarferli í líffræði, svo sem endurröðun erfðavísa, nýjar stökkbreytingar og áhrif foreldra á erfðaefni barna sinna. Kári hefur hlotið marg- víslega viðurkenningu fyrir störf sín, verðlaun Evrópska erfðafræðifélagsins árið 2009 og Bandarísku Alzheimersamtak- anna árið 2014, svo og Sir Hans Krebs verðlauna Evrópsku líf- og læknavísindasamtakanna (FEBS) en hann er veittur fyrir framúrskarandi árangur í rann- sóknum í sameindalíffræði. Kári Stefánsson fékk viðurkenningu Bandaríska mannerfðafélagsins ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.