Peningamál - 01.11.2004, Side 2

Peningamál - 01.11.2004, Side 2
Að óbreyttum stýrivöxtum Seðlabanka Íslands sýnir ný verðbólguspá að horfur væru á töluvert meiri verðbólgu næstu tvö árin en bankinn hefur áður spáð. Bankastjórnin hefur því ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 1 prósentu í 8,25 % frá 7. desember nk. Vaxtahækkunin er hin sjötta á þessu ári og hafa stýri- vextir bankans alls verið hækkaðir um 2,95 prósentur síðan í maí sl. Jafnframt hefur bankastjórnin ákveðið að í lok ársins verði hætt gjaldeyriskaupum til styrk- ingar á gjaldeyrisforða bankans. Gjaldeyriskaup bankans munu frá þeim tíma miða að því einu að standa undir greiðslum af erlendum lánum ríkissjóðs. Seðlabankinn birti síðast verðbólguspá í júní sl. Þá var útlit fyrir vaxandi verðbólgu á síðari hluta yfir- standandi árs og fyrri hluta þess næsta, en hjaðnandi verðbólgu um miðbik ársins 2005, uns hún tæki að aukast nokkuð á ný árið 2006. Lagt var mat á horf- urnar í þriðja hefti Peningamála 2004, sem kom út 17. september. Niðurstaðan var að verðbólguhorfur hefðu batnað nokkuð til skamms tíma en versnað til lengri tíma litið. Þar átti hlut að máli hækkun stýri- vaxta og sterkara gengi krónunnar, sem dró úr verðbólgu til skamms tíma litið. Horfur á hraðari vexti innlendrar eftirspurnar og framvindan á inn- lendum lánamarkaði bentu hins vegar til þess að framleiðsluspenna myndi aukast meira á næstu tveimur árum en spáð var í júní og ásamt hækkandi innflutningsverði kynda undir verðbólgu þegar líða tæki á spátímabilið. Frá því í september hafa töluverðar breytingar orðið á verðbólguhorfum. Flest bendir til þess að inn- lend eftirspurn muni vaxa enn hraðar en þá var talið líklegt. Umfang stóriðjuáformanna hefur vaxið, einkum á næsta ári, bæði vegna áforma Norðuráls og breytinga á tímasetningum framkvæmda Fjarðaáls. Þá hefur samkeppni á milli lánastofnana á sviði fast- eignaveðlána magnast eftir að bankarnir brugðust við auknum umsvifum Íbúðalánasjóðs með því að bjóða einstaklingum fasteignaveðlán og endurfjármögnun eldri lána á lægri vöxtum en áður. Aðgangur almenn- ings að lánsfé er eftir þessar breytingar orðinn mun greiðari en áður og vextir verðtryggðra fasteignaveð- lána lægri en um langt skeið. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Útlán til einstaklinga hafa aukist hröðum skrefum og verð stórra fasteigna hefur hækkað skarpt. Loks hafa áform um lækkun skatta á næstu árum verið staðfest, án þess að nákvæmlega hafi verið skilgreint hvar skuli skera niður útgjöld á móti. Því verður að telja verulegar líkur á að aðhald í opinberum fjármálum verði ófullnægjandi. Allt leggst þetta á eitt um að ýta undir meiri þenslu og þar með meiri verðbólguþrýsting en horfur voru á þegar Seðlabankinn hóf að hækka vexti í maí sl. og gerði verðbólguspá sína sem birt var í Peningamálum 2004/2 í júní sl. Í þessu hefti Peningamála er spáð mun hraðari vexti innlendrar eftirspurnar en í júní. Fyrir vikið verður framleiðsluspenna, þ.e.a.s. munur framleiðslu og metinnar framleiðslugetu þjóðarbúskaparins, meiri á árunum 2005 og 2006 en í fyrri spám bankans. Árið 2006 er áætlað að framleiðsluspenna muni nema 5% af framleiðslugetu í stað rúmlega 2% í júníspánni. Vaxandi framleiðsluspenna mun kynda undir verðból- gu síðari hluta spátímabilsins ef ekkert verður að gert. PENINGAMÁL 2004/4 1 Inngangur Auka þarf aðhald peningastefnunnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.