Peningamál - 01.11.2004, Page 16

Peningamál - 01.11.2004, Page 16
einkaneyslu á fyrri helmingi ársins var hinn mesti í fimm ár og fjármunamyndun óx afar ört, einkum fjár- festing fyrirtækja, þ.m.t. fjárfesting í virkjunum og álbræðslum. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var hins vegar neikvætt eins og þrjá síðustu árs- fjórðunga 2003, þrátt fyrir aukinn útflutning, en þó heldur minna neikvætt. Hagvöxtur á fyrri helmingi ársins var 5½% og gert er ráð fyrir jafnmiklum vexti á seinni helmingi ársins og því tæplega 5½% hag- vexti á árinu í heild. Næstu tvö árin er búist við áframhaldandi öflugum hagvexti. Einkaneysla Í júní spáði Seðlabankinn 5½% vexti einkaneyslu árið 2004. Nú er útlit fyrir að vöxturinn verði umtals- vert meiri. Einkaneysla á fyrri helmingi ársins 2004 jókst um 7,2% frá sama tíma í fyrra. Til þess að júní- spáin gangi eftir mætti vöxtur einkaneyslu á seinni helmingi ársins ekki vera meiri en 4%. Að svo mikið hægi á vextinum virðist ólíklegt í ljósi vísbendinga um þriðja fjórðung ársins og greiðari aðgangs að neyslulánum. Heldur hefur dregið úr vextinum í bif- reiðaskráningu, en vöxtur innflutnings neysluvöru á þriðja fjórðungi ársins var svipaður og fyrr á árinu. Á síðasta fjórðungi ársins mun gæta áhrifa aukins framboðs lánsfjár og lækkunar vaxta á húsnæðis- veðlánum, sem að öðru óbreyttu ýtir frekar undir vöxt einkaneyslu. Eins og greint var frá að framan felur aukið framboð lánsfjár til einstaklinga á lægri vöxtum í sér umtalsverða slökun á fjármálalegum skilyrðum ein- staklinga. Þetta kann að skipta sköpum, því að vöxtur einkaneyslu að undanförnu hefur hvílt á áframhald- andi skuldasöfnun einstaklinga og vaxandi auði vegna hækkandi eignaverðs. Kaupmáttur launa á fyrstu tíu mánuðum ársins jókst um 1,4% frá fyrra ári og atvinna virðist hafa minnkað á milli ára (sjá síðar). Síðustu tölur af vinnumarkaði benda þó til að vinnu- aflseftirspurn hafi verið farin að aukast á ný á síðasta fjórðungi ársins. Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfun- artekna á mann aukist um 3% á milli áranna 2003 og 2004. Vöxtur einkaneyslu á árinu byggist því aug- ljóslega ekki á vexti ráðstöfunartekna, heldur vænt- ingum heimilanna um vaxandi framtíðartekjur og minnkandi greiðslubyrði, sakir lægri vaxta og lengri lánstíma, á sama tíma og verðmæti eigna þeirra hefur aukist og þar með möguleikar á veðlánum. Heimilin líta nokkuð björtum augum til fram- tíðarinnar, ef marka má væntingavísitölu Gallup. Þótt vísitalan hafi tvívegis lækkað nokkuð á árinu stendur hún hátt. Við slíkar aðstæður eru heimilin fúsari en ella til að auka skuldir sínar, enda jukust útlán megin- hluta lánakerfisins, þ.e.a.s. innlánsstofnana, Íbúða- lánasjóðs og lífeyrissjóða, til heimilanna um 14% á tólf mánuðum til septemberloka, eins og fyrr segir. Í október bætti enn frekar í vöxtinn, því að í lok mánaðarins nam tólf mánaða vöxtur útlána innláns- stofnana til einstaklinga 30%. Fyrir utan greiðari aðgang að lánsfé og lægri vexti hafa möguleikar og hvati einstaklinga til lántöku einnig aukist sakir hækkunar íbúðaverðs, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Mynd 17 Innflutt neysluvara janúar- september og einkaneysluvöxtur árs 1996-2004 Heimild: Hagstofa Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 0 5 10 15 20 -5 -10 -15 -20 % Innflutningur neysluvöru Einkaneysla Mynd 18 F A J Á O D F A J Á O D F A J Á O D F A J Á O 2001 2002 2003 2004 60 70 80 90 100 110 120 130 140 Vísitala 0 2 4 6 8 -2 -4 -6 -8 % Einkaneysla og væntingavísitala Gallup febrúar 2001 - október 2004 Heimildir: IMG Gallup og Hagstofa Íslands. Væntingavísitala (vinstri ás) 12 mán. vöxtur einkaneyslu (hægri ás) PENINGAMÁL 2004/4 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.