Peningamál - 01.11.2004, Síða 21

Peningamál - 01.11.2004, Síða 21
gjafarfyrirtækja. Fjármunamyndun í þjónustustarf- semi af ýmsu tagi og í hótel- og veitingarekstri hefur verið mikil undanfarin misseri, nam u.þ.b. fimmtungi af fjármunamyndun atvinnuveganna á árinu 2003 og fer vaxandi á þessu ári. Mikill vöxtur hefur einkennt starfsemi skráðra at- vinnufyrirtækja á árinu. Níu mánaða uppgjör frá 28 at- vinnufyrirtækjum á Kauphöll Íslands sýna rúmlega fimmtungs veltuaukningu milli ára, nokkru betri fram- legð (hagnað fyrir afskriftir) en í fyrra, eða tæplega 13% af veltu í stað 11,5%. Hagnaður eftir skatta stendur því næst sem í stað þrátt fyrir að fjármagnsliðir séu mun neikvæðari en í fyrra. Veltufé frá rekstri hefur aukist milli ára um hartnær þriðjung. Afkoman batnar í öllum greinum nema í sjávarútvegi, en þar hefur framlegð minnkað úr tæpum 22% í 18% og hagnaður úr 10% í 7,4% sökum neikvæðra fjármagnsliða. Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja hafa verið afar hagstæð um langt skeið, einkum hvað áhrærir vexti á erlendum lánum. Erlendir skammtímavextir eru enn nálægt hálfrar aldar lágmarki og vaxtaálag hefur al- mennt farið lækkandi eins og áður hefur komið fram.4 Þótt upplýsingar skorti um meðalvaxtakjör ís- lenskra fyrirtækja er nokkuð ljóst að um þessar mundir eru þau góð í sögulegu samhengi, enda hafa útlán til fyrirtækja farið ört vaxandi. Útlán megin- hluta lánakerfisins, þ.e.a.s. innlánsstofnana, lífeyris- sjóða og Íbúðalánasjóðs, til fyrirtækja jukust um 18% á tólf mánuðum til septemberloka. Þessi mikli vöxtur ásamt öðru bendir til töluverðrar fjárfestingar. Seðlabankinn spáir því að fjárfesting atvinnuveg- anna aukist um rúmlega 29% á næsta ári en einungis um rúmlega 2% árið 2006, enda fjárfesting þá orðin afar mikil. Samkvæmt spánni mun fjármunamyndun ársins 2006 nema u.þ.b. 27% af vergri landsfram- leiðslu. Undanfarna tvo áratugi hefur hlutfall fjár- munamyndunar numið u.þ.b. 20%, en náði 25% árin 1998 og 2000. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar var þetta hlutfall þó um 30%. Verulegur hluti fjármunamyndunar atvinnuveg- anna tengist stóriðjuframkvæmdum með beinum hætti, eins og áður er getið. Fjárfesting atvinnuveg- anna án stóriðju, skipa og flugvéla er hins vegar ein- ungis talin aukast um rúmlega 4% á næsta ári og um 2% árið 2006. Samkvæmt spánni tengjast því u.þ.b. 30% fjármunamyndunar árin 2005-6 byggingu álvera og virkjana. Fjármunamyndun hins opinbera Áform um niðurskurð framkvæmda, sem beinast að tiltölulega stórum og skýrt afmörkuðum verkefnum, eru trúverðugri en almenn áform um niðurskurð sam- neyslu. Því er í spá bankans fylgt þeim áformum um fjárfestingu sem lýst er í fjárlagafrumvarpi og fylgi- skjölum þess og langtímaáætlunum sveitarfélaga, þótt fjárfesting hins opinbera verði með því alllág í seinni tíma samhengi. Reiknað er með rúmlega 18% samdrætti opinberrar fjárfestingar á þessu ári, 4% samdrætti 2005 og óbreyttri fjárfestingu árið 2006. 4. Í Bandaríkjunum hefur álag á vexti fyrirtækja lækkað um 1-1½ pró- sentu frá því að það náði hámarki árið 2002. Mynd 23 Fjármunamyndun atvinnuvega og í stóriðju 1990-2006 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 % af VLF (línur) 0 5 10 15 20 25 30 35 -5 -10 -15 -20 Breyting frá fyrra ári í % (súlur) Stóriðja (% af VLF) Atvinnuvegir (% af VLF) Alls (breyting milli ára) Mynd 22 Framlegð, hagnaður og velta skráðra fyrirtækja1 1. Án fjármálafyrirtækja. Heimild: Seðlabanki Íslands. Veltuaukning milli ára Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði Hagnaður eftir skatta Fjármagnsliðir 0 5 10 15 20 25 -5 % 2003 2004 Janúar-september 2003-2004 20 PENINGAMÁL 2004/4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.