Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 26

Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 26
einkaneyslu hækki um 9½% og nafnvirði þjóðar- útgjalda um 11½% milli 2004 og 2005. Gjöld eiga að hækka um 4½%, eða ½ prósentu umfram verð landsframleiðslu, og lækka hlutfallslega úr rúmlega 32% í tæplega 31% af landsframleiðslu milli 2004 og 2005. Fresta á framkvæmdum fyrir u.þ.b. 2 ma.kr., mest innan gildandi samgönguáætl- unar. Útgjöld til annarra málaflokka eiga að standa nokkurn veginn í stað eða aukast eftir því sem lögbundin þjónustuskylda krefst, t.a.m. í fræðslu- og heilbrigðismálum. Skattalækkanir og langtímaáætlanir Með fjárlagafrumvarpinu 2005 fylgir áætlun fyrir árin 2006-2008. Þar er gert ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs lækki vegna fyrirhugaðra skattalækkana og hlutfall skatttekna af landsframleiðslu lækki um 0,8 prósentur árin 2004 og 2005, um 1,2 prósentu á hvoru áranna 2006 og 2007 en standi í stað árið 2008. Út frá hlutföllunum má áætla að skattalækkanirnar nemi rúmlega 30 ma.kr. á ári þegar upp er staðið. Við það aukast ráðstöfunartekjur og neysla heimilanna. Þar sem tekjur ríkisins af óbeinum sköttum hafa undan- farin ár numið um 28% af ráðstöfunartekjum heimil- anna, má ætla að um 10 ma.kr. komi til baka í ríkis- sjóð í fyrstu umferð. Stefnt er að því að vöxtur ríkisútgjalda verði ekki meira en ½% og 1 prósenti umfram hækkun verðlags landsframleiðslu árin 2005 og 2006. Verður þá fram- kvæmdum ríkisins haldið í lágmarki. Vegna hag- vaxtar lækkar hlutfall útgjalda af landsframleiðslu um 1 prósent. Á árunum 2007-2008 dregur úr stór- iðjuframkvæmdum, og þá er reiknað með að útgjöld aukist enda áætlað að áformum um fjárfestingu sem frestað hefur verið verði þá hrundið í framkvæmd. Barnabætur eiga að hækka í áföngum á árunum 2006- 2007, samtals um nærfellt 2½ ma.kr. Reiknað er með að afgangur á ríkissjóði árin 2005 og 2006 muni nema u.þ.b. 1% af landsframleiðslu, en að árin 2007 og 2008 verði halli sem nemi 1% og 1½%. Samkvæmt því eiga hreinar skuldir ríkissjóðs að lækka úr 19½% í tæp 16% af landsframleiðslu á árunum 2004-2006. Skuldahlutfallið á síðan að hækka á ný í 18½% með hallarekstri á árunum 2007 og 2008 miðað við forsendur fjármálaráðuneytisins. Rekstur sveitarfélaganna hefur batnað Samkvæmt áætlunum verða mun minni sviptingar í rekstri sveitarfélaganna en í rekstri ríkissjóðs. Mat Hagstofunnar frá því í september sýnir jöfnuð á rekstri sveitarfélaga árin 2002 og 2003. Samkvæmt áætlunum fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að svo verði áfram á árunum 2004 til 2006. Tekjur og útgjöld sveitarfélaga eiga þó að lækka miðað við landsframleiðslu, úr 12,8% í 12% milli áranna 2003 og 2006. Skatttekjur sveitarfélaganna vaxa líkt og landsframleiðsla. Fjármagnstekjur lækka, enda voru þær töluverðar 2002 og 2003. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að samneysla sveitarfélaganna vaxi um 2% á ári. Það er nokkuð á skjön við þróun síðustu ára, sem hefur einkennst af vaxandi umsvifum sveitarfél- aga en samneysla þeirra óx að meðaltali um rúm 5% á ári á tímabilinu frá 1998 til 2003. Afkoma hins opinbera betri samkvæmt spá Seðla- bankans en gert er ráð fyrir í fjármálafrumvarpinu þrátt fyrir meiri samneysluútgjöld... Aðhaldsáform í fjárlagafrumvarpinu eru almenn og snúa að fjölmörgum ríkisstofnunum. Það gerir fram- kvæmd þeirra erfiða, ekki síst í miklum hagvexti. Breytingar á sköttum skapa einnig óvissu, m.a. vegna viðbragða skattgreiðenda. Í þjóðhagsspá Seðlabankans er reiknað með meiri raunvexti þjóðarútgjalda en í fjárlagafrumvarpinu, allt að 3½% meiri en hjá ráðuneytinu á næsta ári. Samkvæmt því vaxa tekjur ríkisins af útgjöldum einkageirans mun meira en kostnaður ríkissjóðs og afkoman gæti því orðið betri en samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. Það skrifast þó einvörðungu á sjálfvirka sveifluhemla skattkerfisins en ekki á virka hagstjórn hins opinbera. Áhrif þessara hemla í svo mikilli þenslu eru snöggtum meiri en þær viðbætur við sam- neyslu sem gert er ráð fyrir í spá bankans. Afgangur á rekstri ríkisins gæti því orðið 5-10 ma.kr. meiri á árinu 2005 en reiknað er með í fjárlagafrumvarpinu. Á mælikvarða þjóðhagsreikninga gæti afgangur á ríkissjóði orðið um eða yfir 20 ma.kr. hvort árið 2005 og 2006 miðað við spá Seðlabankans, sem er í hlut- falli af landsframleiðslu sambærilegur afgangur og myndaðist þegar ofþenslan var mest á árunum 1998- 2000. Eins og áður hefur komið fram er reiknað með 3% undirliggjandi samneysluaukningu sveitarfélag- anna í þjóðhagsspá Seðlabankans, sem lækkar í u.þ.b. PENINGAMÁL 2004/4 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.