Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 35

Peningamál - 01.11.2004, Qupperneq 35
Samkvæmt könnun sem IMG Gallup gerði á viðhorfum veltumestu fyrirtækjum landsins í sept- ember, höfðu væntingar þeirra um verðbólgu næstu tólf mánaða hækkað umtalsvert undangengið hálft ár. Forsvarsmenn þeirra gerðu ráð fyrir 3,6% verðbólgu, samanborið við 2,8% verðbólgu í könnun sem gerð var í febrúar. Samkvæmt könnun á verðbólguvænt- ingum almennings sem IMG Gallup vinnur fyrir Seðlabankann fjórum sinnum á ári, síðast í byrjun nóvember, gerir almenningur að meðaltali ráð fyrir 3,9% verðbólgu næstu tólf mánuði, sem er ívið lægra en í könnun sem gerð var í ágúst. Miðgildi hækkaði hins vegar verulega milli kannana, eða úr 3,1% í ágúst í 4% í nóvember. Staðalfrávik lækkaði á milli kannana úr 2,3% í 1,9% í nóvember. Niðurstöðurnar má túlka sem svo að verðbólguvæntingar þorra al- mennings séu að hækka, en þeim sem geri ráð fyrir mjög mikilli verðbólgu hafi fækkað.6 Verðbólguspá Verðbólga töluvert yfir verðbólgumarkmiði tvö ár fram í tímann Í Peningamálum 2004/3 var lagt mat á síðustu spá bankans sem birst hafði í byrjun júní. Niðurstaða þess var að verðbólguhorfur til lengri tíma hefðu versnað nokkuð frá því í júní. Var það rakið til heldur meiri erlendrar verðbólgu og meiri vaxtar innlendrar eftir- spurnar en gert hafði verið ráð fyrir í júníspánni. Í þeirri spá sem hér birtist kemur þessi þróun enn skýrar fram. Þrátt fyrir að sterkt gengi krónunnar haldi áfram að vinna á móti innlendum verðbólgu- þrýstingi til skamms tíma leiðir hraður vöxtur inn- lendrar eftirspurnar til þess að verðbólguhorfur til lengri tíma versna. Verðbólguhorfur til skemmri tíma hafa hins vegar lítið breyst frá spá bankans í júní sl. Spáð er að verðbólga eitt ár fram í tímann verði u.þ.b. 3,5%, en í júní var spáð 4% verðbólgu ár fram í tím- ann, eða 3% sé miðað við sama ársfjórðung og í spánni sem hér birtist. Eftir því sem frá líður dregur úr áhrifum gengis- styrkingar og kröftugs framleiðnivaxtar áranna 2003 og 2004, en vöxtur innlendrar eftirspurnar, sem meðal annars ræðst af því að hátoppur stóriðjufram- kvæmda færist stöðugt nær, vegur þyngra. Verð- bólguhorfur versna því verulega til lengri tíma litið. Spáð er að verðbólga tvö ár fram í tímann verði um 3,6%, samanborið við aðeins 2,6% í júníspánni. Hafa verður þó í huga að sú spá var miðuð við fyrsta árs- fjórðung 2006, en hér miðast spá bankans tvö ár fram í tímann við þriðja fjórðung þess árs. Mismuninn má því að hluta skýra með því að spáin nálgast hátopp uppsveiflunnar. Á síðasta ársfjórðungi 2006 verður verðbólgan komin yfir 4% samkvæmt spánni. Mynd 44 sýnir verðbólguspá bankans í samanburði við spána frá því í júní. Samkvæmt spánni verður verðbólga yfir verð- bólgumarkmiði Seðlabankans allt spátímabilið og yfir efri þolmörkum í lok þess. Horfur eru á að meðalverðbólga þessa árs verði 3,2%, sem er í sam- ræmi við spá bankans frá því í júní. Meðalverðbólga Verðbólguvæntingar 20041 Mynd 43 1. Verðbólguálag ríkisverðbréfa og væntingar skv. könnunum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur um verðbólguálag 5. janúar - 23. nóvember 2004 Jan. |Febr.| Mars |Apr. | Maí | Júní | Júlí | Ág. | Sept. | Okt. | Nóv. | Des. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 % Verðbólgu- væntingar almennings Verðbólgu- væntingar fyrirtækja Verðbólguálag ríkisbréfa: til 2 ára til 3 ára Mynd 44 Verðbólguspá Seðlabankans 2004/2 og 2004/4 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 2003 2004 2005 2006 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 % Spátímabil 2004/4 Verðbólguspá 2004/4 Verðbólguspá 2004/2 6. Hátt staðalfrávik og lægra miðgildi í fyrri könnun bendir til að lítill hluti svarandi hafi vænst mun meiri verðbólgu en þorri svarenda. 34 PENINGAMÁL 2004/4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.