Peningamál - 01.11.2004, Síða 81

Peningamál - 01.11.2004, Síða 81
80 PENINGAMÁL 2004/4 Skráð hlutafé félagsins á aðallista Kauphallar Íslands eftir hækkunina var kr. 6.606.856.400 að nafnverði. Söluverð hins nýja hlutafjár var samtals 52,8 ma.kr. Hinn 15. október var tilkynnt að fjárhæð lána Íbúða- lánasjóðs gæti numið allt að 100% af brunabótamati fasteignar í stað 85% áður. Hinn 18. október var tilkynnt að yfirtöku Íslands- banka hf. í Kredittbanken væri lokið. Alls samþykktu 99,4% hluthafa tilboðið. Dagana 20. til 25. október heimsótti sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Ísland og kynnti sér stöðu efnahagsmála á fundum með fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífs. Álit sendinefndarinnar var birt á heimasíðu Seðlabankans 29. október. Hinn 29. október tilkynnti Seðlabanki Íslands hækk- un vaxta bankans í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentur í 7,25% frá og með 2. nóvember. Vextir á viðskiptareikningum lánastofn- ana í Seðlabankanum voru hækkaðir um 0,75 pró- sentur frá 1. nóvember. Nóvember 2004 Hinn 3. nóvember tilkynnti Moody’s Investors Service að lánshæfismat KB banka hf. hefði verið hækkað. Langtímaeinkunn bankans var hækkuð úr A2 í A1. Jafnframt var einkunn vegna víkjandi lána hækkuð úr A3 í A2 og C+ einkunn vegna fjárhagslegs styrkleika var staðfest. Skammtímaeinkunnin P-1 var jafnframt staðfest sem er hæsta mögulega einkunn. Hinn 5. nóvember tilkynnti Íslandsbanki hf. að hann hygðist bjóða viðskiptavinum sínum lán til hús- næðiskaupa með veðsetningarhlutfalli allt að 100% af markaðsvirði. Lánin yrðu veitt til allt að 40 ára og háð vissum skilyrðum. Aðrir viðskiptabankar og sumir sparisjóðir fylgdu í kjölfarið og tilkynntu að þeir hygðust bjóða viðskiptavinum sínum sambæri- leg lánskjör. Hinn 13. nóvember voru samþykkt lög á Alþingi um kjaramál kennara og skólastjórnenda í grunnskólum. Lögin bundu endi á verkfall kennara sem staðið hafði frá 20. september. Í lögunum er kveðið svo á að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 20. nóv- ember 2004 skuli Hæstiréttur Íslands tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skal fyrir 28. febrúar 2005 ákveða kaup og kjör félagsmanna Félags grunn- skólakennara og Skólastjórafélags Íslands hjá þeim sveitarfélögum sem veitt hafa launanefndinni umboð til kjarasamningsgerðar við félögin. Nýr kjarasamn- ingar milli aðla var undirritaður 17. nóvember og eiga úrslit atkvæðagreiðslu um hann að liggja fyrir 6. desember. Hinn 16. nóvember staðfesti alþjóðlega matsfyrir- tækið Moody’s Investors Service lánshæfiseinkunnir sínar fyrir Íslandsbanka hf., A1 fyrir langtíma- skuldbindingar og P-1 fyrir skammtímaskuldbind- ingar. Einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika, B-, beið staðfestingar. Hinn 16. nóvember samþykkti borgarstjórn Reykja- víkur að hækka útsvarshlutfall úr 12,7% í leyfilegt hámark sem er 13,03%. Einnig var samþykkt hækkun fasteignaskatts úr 0,320% í 0,345%. Áætlað er að þetta skili Reykjavíkurborg um 0,9 ma.kr. í auknar tekjur árlega. Hinn 22. nóvember var hlutafé Íslandsbanka hf. í Kauphöll Íslands hækkað um sem nam 1 ma.kr. að nafnverði. Skráð hlutafé félagsins á aðallista Kaup- hallar Íslands eftir hækkunina var 11,2 ma.kr. að nafn- verði. Söluverð hins nýja hlutafjár var 10,65 ma.kr. Hinn 26. nóvember staðfesti alþjóðlega matsfyrir- tækið Fitch Ratings lánshæfiseinkunnir sínar fyrir Íslandsbanka hf., A fyrir langtímaskuldbindingar, F1 fyrir skammtímaskuldbindingar, C í eigin einkunn og 2 í stuðningseinkunn. Horfur um breytingar á matinu eru stöðugar. Hinn 26. nóvember staðfesti alþjóðlega matsfyrir- tækið Fitch Ratings lánshæfiseinkunnir sínar fyrir Landsbanka Íslands hf, A fyrir langtímaskuldbind- ingar, F1 fyrir skammtímaskuldbindingar, C í eigin einkunn og 2 í stuðningseinkunn. Horfur um breyt- ingar á matinu eru stöðugar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.