Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
Sérdeilis fallegar
myndir bárust í
ljósmyndakeppni
200 mílna
Ljósmynd/Kristófer Jónsson
44-50
01.06.2018
01 | 06 | 2018
SJÓMANNADAGURINN
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Blaðamenn
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Auglýsingar
Valur Smári Heimisson
valursmari@mbl.is
Forsíðumyndina
tók Jón Steinar Sæmundsson
Prentun
Landsprent ehf.
Hátíðahöldin í kringum sjómannadaginn sýna vel
hvað sjávarútvegurinn leikur enn mikilvægt hlut-
verk í íslensku samfélagi. Atvinnulífið er orðið fjöl-
breyttara en það var áður, og hagur þjóðarinnar
stendur ekki og fellur með því hvernig fiskast, en
eftir sem áður er greinin einn af burðarstólpunum,
skapar miklar útflutningstekjur og veitir fjölda
fólks störf.
Kannski hefur aldrei verið mikilvægara en nú að
taka þátt í sjómannadeginum og fara með börnin
niður að bryggju til að skoða bátana, virða fyrir
sér furðufiska og sjá með eigin augum þegar
hetjur hafsins reyna með sér í reiptogi, kappróðri
eða koddaslag.
Samfélagið breytist svo ört að ef ekki er að gáð
gæti unga fólkið misst tenginguna við atvinnu-
greinina, og það merkilega fólk sem vinnur þar
krefjandi störf, bæði á sjó og í landi, og reynir
þrotlaust að skapa æ verðmætari vörur úr tak-
mörkuðum auðlindum hafsins.
Sjómannadagurinn er dagur til að staldra við,
sýna greininni þann sóma sem hún á skilið, og
minnast þess að á einn eða annan hátt eru Íslend-
ingar allir sjómenn inni við beinið.
Morgunblaðið/Golli
Rétti dagurinn til að finna sinn innri sjómann
Út er komin ný bók sem safnar
saman gamansögum uppá-
tækjasamra íslenskra sjómanna
og lýsir gleðinni um borð.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
14-16
Verkefni Landhelgisgæslunnar
eru af öllum mögulegum toga,
bæði á sjó og landi, og þarf að
vakta risastórt svæði.
Morgunblaðið/Golli
20-21
Hafnarfjarðarkaupstaður fagnar
110 ára afmæli um helgina
og verður mikið um dýrðir
á sjómannadaginn.
36
Það var mikið ævintýri að koma
síðasta Japanstogaranum til lands-
ins. Litasjónvarpið á hótelinu í Tók-
ýó vakti athygli áhafnarinnar.
58-59