Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 8

Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að er við hæfi á sjómanna- daginn að skoða hvernig kaup og kjör stéttarinnar hafa þróast. Stutt er síðan kjarasamningar náðust eftir erfitt verkfall, og með þeim að sjómenn fengu einhverja kjarabót. Upp á síðkastið hefur fiskverð samt verið á niðurleið, í krónum talið, og hásetahluturinn lækkað sem því nemur. Valmundur Valmundsson er for- maður Sjómannasambands Íslands og segir hann að laun sjómanna hafi farið lækkandi síðastliðna mánuði. „Það er ljós í myrkrinu að með nýj- um kjarasamningi voru innleidd ný viðmið til að reikna út laun sjómanna á skipum sem selja aflann í beinum viðskiptum. Um síðustu áramót hafði viðmiðunarverðið á slægðum þorski hækkað um 20% frá því samningar tókust en hefur lækkað eftir það og er í dag 10% hærra en það var fyrir ári.“ Verðmyndunin þarf nánari skoðun Að sögn Valmundar er styrking krónunnar helsti áhrifavaldurinn, enda ræðst verð aflans hér á landi af því verði sem útgerðir fá fyrir fiskinn á erlendum mörkuðum. „Það hefur vafalítið líka haft áhrif á verðþró- unina að kaupendum á fiskmörk- uðum hefur fækkað sem þýðir að verðmyndun verður með öðrum hætti,“ segir hann og bendir á að verkfall sjómanna hafi haft þau áhrif að sum minni fiskvinnslufyrirtækin hættu rekstri og hurfu því af fisk- markaði. „Sjómenn eru líka ósáttir við að markaðirnir eru í mörgum til- vikum að bjóða upp á bein viðskipti á milli kaupenda og seljenda, þannig að fiskurinn fer framhjá uppboðs- markaði. Unnið er að því að endur- skoða lögin um fiskmarkaði og von- andi að tekið verði fyrir svona viðskipti, sem við teljum vera óeðli- leg.“ Valmundur segir samningamenn sjómanna hafa náð árangri í síðustu kjarasamningum hvað varðar þátt- töku sjómanna í olíukostnaði útgerð- anna. Þá hafi samist um að útgerð- irnar greiði bæði fæði og vinnufatnað. Deilt sé um nýsmíða- gjald sem lagt verður á laun sjó- manna næstu tólf árin, en á móti komi að þau nýju skip sem bæst hafi við íslenska flotan séu á margan hátt þægilegri og öruggari vinnustaðir en eldri skipin og afkastamikil svo að áhafnarmeðlimir ættu að geta notið góðs af í formi meiri tekna fyrir hverja veiðiferð. „En þá verður að hafa hugfast að útgerðirnar verða að standa sig og hafa þann kvóta sem þarf til að geta nýtt þessi öflugu nýju skip sem skyldi,“ segir hann og bendir á að það sé ekki sjálfgefið að nýju skipin geti nýtt nýsmíðaálagið. „Í öllum skipaflokkum er reiknaður hlutur á úthaldsdag viðkomandi flokks og 25% lökustu skipin tekin úr pottinum. Þá er fundið út meðaltal þeirra sem eftir standa og þeir sem eru yfir því geta nýtt sér álagið en hinir ekki.“ Vélar sjá um erfiðustu og hættulegustu störfin Endurnýjun skipaflotans hefur líka þýtt að ekki þarf lengur jafnmargar hendur um borð til að vinna störfin. Valmundur segir ánægjulegt að sjálf- virkar vélar séu farnar að leysa af hendi sum erfiðustu og hættulegustu verkin, eins og að koma körunum í lestina, en útgerðir verði að gæta að því að fækka ekki of mikið í áhöfnum því með því eykst álagið og slysa- hættan um leið. „Það er mikill munur á vinnuaðstöðunni í dag og fyrir t.d. tuttugu árum, en ef við pössum ekki vandlega upp á það að menn séu örugglega vel hvíldir og ekki úttaug- aðir vegna mikillar vinnu og svefnle- sysis, þá rýrir það árangurinn og gerir skipin að hættulegri vinnustöð- um,“ útskýrir hann og bætir við að um þessar mundir sé Samgöngustofa að gera umfangsmikla rannsókn á hvíldartíma áhafna. „Byrjað verður á togaraflotanum og uppsjávarskip- unum og stefnt að því á næsta ári að taka út allan flotann. Með gögnin úr mælingunni í höndunum munum við sjá betur hvar skórinn kreppir, og hvar æskilegt væri að haga mönnun með öðrum hætti.“ Töluverður áhugi á stýrimannanámi Þegar hrunið skall á var barist um laus pláss á skipunum, enda þýddi veik króna að laun sjómanna voru hreint prýðileg í samanburið við það sem bauðst í landi. Síðan þá hefur krónan styrkst og atvinnulífið bragg- ast svo að margir velja frekar að þiggja atvinnutilboð í landi en að halda til sjós. Valmundur segir greinilegt að nú sé orðið erfiðara en oft áður að manna áhafnir og grípi sumar útgerðirnar til þess ráðs að ýmist bjóða betri betri kjör og fríð- indi, eða leita út í heim eftir áhafn- armeðlimum. „Við verðum töluvert vör við að fólk frá Evrópusambands- löndunum hafi bæst við íslenska sjó- mannastétt og þá einkum ein- staklingar frá Póllandi og svo í seinni tíð frá Portúgal og Spáni. Í flestum tilvikum er um að ræða hörkudug- lega karla sem eru með öll réttindi upp á vasann.“ Valmundur bendir á að þó svo að hásetastarfið freisti Íslendinga kannski ekki jafn mikið og áður þá þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af endurnýjun í sjómannastétt, ef marka má aðsóknina í Stýrimanna- skólann. „Áhugi á stýrimannanáminu hefur verið að aukast og möguleg skýring sú að unga fólkið hefur kom- ið auga á að skipstjórarnir eru marg- ir orðnir hundgamlir og áhugaverð atvinnutækifæri sem bíða þeirra sem hafa menntað sig vel og finna sér starf í brúnni.“ Grunar Valmund líka að starf sjó- mannsins verði æ meira krefjandi eftir því sem skipin verða fullkomn- ari og ríkari kröfur verði gerðar um meiri menntun til að geta leyst vel afhendi hinar ýmsu stöður um borð. „Hér áður fyrr var oft haft á orði að hásetar væru aðeins ráðnir upp að öxlum, því þeir ættu fyrst og fremst að hlýða en ekki nota hausinn mikið. Þetta á varla lengur við, og sást kannski hvað best á mynd sem birt- ist af komu nýju Engeyjarinnar til landsins, þar sem tveir hásetar stóðu við nýja og fullkomna lestarkerfið í skipinu. Nema hvað í kringum þá voru fjórir tæknimenn, að kenna þeim á græjurnar, og þess kannski ekki langt að bíða að til að vera góð- ur háseti þurfi haldgóða tækni- og tölvumenntun.“ Auk þess að berjast fyrir bættum kjörum lætur Sjómannasambandið sig öryggismal stéttarinnar miklu varða. Valmundur segir það áhyggjuefni að Landhelgisgæslan sé svo fjársvelt að illgerlegt sé að manna aukavaktir á björgunar- þyrlum. „Það gerðist fyrir skemmstu að ekki var hægt að nota björg- unarþyrlu vegna slyss sem varð í Þingvallavatni því reglur um hvíld- artíma þýddu að þær áhafnir sem voru til taks máttu ekki fara í flug,“ segir hann. „Búið er að álykta um þessi mál fram og til baka og þvers og kruss og sama við hvern er talað í stjórnsýslunni; þar lofar fólk öllu fögru, en síðan er ekki neitt gert. Ég vil ekki trúa því að sem siglingaþjóð, og með svona flottan flota, getum við ekki gert mun betur. Okkar krafa er ein- föld; að hafa alltaf tvær þyrlur, að lágmarki, til taks allt árið um kring.“ Þarf að að hafa tvær þyrlur til taks allt árið um kring Unga fólkið kemur auga á tækifæri í brúnni Í sumum tilvikum geng- ur erfiðlega að manna áhafnir en engu að síður er mikil aðsókn í nám við Stýrimannaskólann. Skipin eru orðin af- kastameiri en gæta þarf að því að reglur um hvíldartíma séu virtar þó að áhafnir minnki. Morgunblaðið/Eggert Varúð „Það er mikill munur á vinnuaðstöðunni í dag og fyrir t.d. tuttugu árum, en ef við pössum ekki vandlega upp á það að menn séu örugglega vel hvíldir og ekki út- taugaðir vegna mikillar vinnu og svefnlesysis, þá rýrir það árangurinn og gerir skipin að hættulegri vinnustöðum,“ segir Valmundur. Sjómenn á Bolungarvík. Sveiflur Laun sjómanna sveiflast í takt við gengi og verð á mörkuðum. Þeir sem hafa réttu menntunina geta fundið mjög freistandi störf um borð í skipunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framfarir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir tæknina spila æ stærra hlutverk í störfum sjómanna og létta erfiðustu störfin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.