Morgunblaðið - 01.06.2018, Page 18
Dead Calm (1989)
Þessi ástralska sálfræðispennumynd skaut
ungri leikkonu að nafni Nicole Kidman upp á
stjörnuhimininn og það réttilega því hún
stendur sig með stakri prýði. Hér segir af
hjónum (Kidman og Sam Neill) sem leggja í
siglingu til að jafna sig eftir áfall í fjölskyld-
unni. Fyrr en varir sigla þau fram á skútu
þar sem allir um borð eru látnir – nema einn.
Fljótlega óska hjónin sér að hafa aldrei látið
úr höfn því fljótlega upphefst martrað-
arkennd atburðarás þar sem hjónin þurfa að
kljást við snargeðveikan einstakling úti á
dauðakyrrum rúmsjó.
Das Boot (1981)
Sagt er að sjómennskan sé ekkert grín, en
bíðið bara þangað til þið upplifið vist í kaf-
báti í seinna stríði – þá fyrst kárnar gam-
anið. Þessi þýska spennumynd er klassík og
gerist í orrustunni um Atlantshafið árið
1942. Fylgst er með áhöfn eins af kafbát-
unum sem veittust þar að breskum her-
skipum og hvernig innilokunarkennd, ótti
við djúpsprengjur, efi um hugmyndafræði
yfirboðaranna og fleira ýtir mönnunum
hægt og bítandi að mörkum brjálsemi við
ómanneskjulegar aðstæður. Jürgen Proc-
hnow sýnir eftirminnilegan stjörnuleik í
hlutverki foringjans um borð.
The Abyss (1989)
Bandaríska leikstjórans James Camerons er
helst minnst fyrir Titanic þegar kemur að
ævintýrum á hafi úti, en þessari spennu-
mynd með Ed Harris og Mary Elizabeth
Mastrantonio er ekki alls varnað þótt mis-
jafna hafi hún hlotið dómana. Tveir vekfræð-
ingar eru fengnir til að leiða vaska sveit
hörkutóla sem á að aðstoða sérsveitarmann
við að bjarga kjarnorkukafbáti sem sökk í
hyldjúpa neðansjávarsprungu. Þegar þang-
að er komið mæta þeim óvinir úr eigin röð-
um – sem og öfl sem eru ekki af þessum
heimi.
The Life Aquatic with Steve Zissou (2004)
Leikstjórinn Wes Anderson er flestum
mönnum flinkari við að setja saman óborg-
anlegan leikhóp og hér er hann samur við
sig. Meistari Bill Murray leikur titilpersón-
Á hafi úti heima í stofu
Áttu ekki heimangengt á sjómannadagsskemmtun? Eða máske í svo góðri stemningu að þú vilt meira? Þá er hægastur vandinn að
velja sér góða bíómynd sem gerist á hafi úti til að horfa á. Fyrr en varir ertu á rúmsjó og hamingjan veit hvaða ævintýri bíða þín!
Das BootDead Calm
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
G
U
N
N
A
R
JÚ
L
A
R
T