Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 18
Dead Calm (1989) Þessi ástralska sálfræðispennumynd skaut ungri leikkonu að nafni Nicole Kidman upp á stjörnuhimininn og það réttilega því hún stendur sig með stakri prýði. Hér segir af hjónum (Kidman og Sam Neill) sem leggja í siglingu til að jafna sig eftir áfall í fjölskyld- unni. Fyrr en varir sigla þau fram á skútu þar sem allir um borð eru látnir – nema einn. Fljótlega óska hjónin sér að hafa aldrei látið úr höfn því fljótlega upphefst martrað- arkennd atburðarás þar sem hjónin þurfa að kljást við snargeðveikan einstakling úti á dauðakyrrum rúmsjó. Das Boot (1981) Sagt er að sjómennskan sé ekkert grín, en bíðið bara þangað til þið upplifið vist í kaf- báti í seinna stríði – þá fyrst kárnar gam- anið. Þessi þýska spennumynd er klassík og gerist í orrustunni um Atlantshafið árið 1942. Fylgst er með áhöfn eins af kafbát- unum sem veittust þar að breskum her- skipum og hvernig innilokunarkennd, ótti við djúpsprengjur, efi um hugmyndafræði yfirboðaranna og fleira ýtir mönnunum hægt og bítandi að mörkum brjálsemi við ómanneskjulegar aðstæður. Jürgen Proc- hnow sýnir eftirminnilegan stjörnuleik í hlutverki foringjans um borð. The Abyss (1989) Bandaríska leikstjórans James Camerons er helst minnst fyrir Titanic þegar kemur að ævintýrum á hafi úti, en þessari spennu- mynd með Ed Harris og Mary Elizabeth Mastrantonio er ekki alls varnað þótt mis- jafna hafi hún hlotið dómana. Tveir vekfræð- ingar eru fengnir til að leiða vaska sveit hörkutóla sem á að aðstoða sérsveitarmann við að bjarga kjarnorkukafbáti sem sökk í hyldjúpa neðansjávarsprungu. Þegar þang- að er komið mæta þeim óvinir úr eigin röð- um – sem og öfl sem eru ekki af þessum heimi. The Life Aquatic with Steve Zissou (2004) Leikstjórinn Wes Anderson er flestum mönnum flinkari við að setja saman óborg- anlegan leikhóp og hér er hann samur við sig. Meistari Bill Murray leikur titilpersón- Á hafi úti heima í stofu Áttu ekki heimangengt á sjómannadagsskemmtun? Eða máske í svo góðri stemningu að þú vilt meira? Þá er hægastur vandinn að velja sér góða bíómynd sem gerist á hafi úti til að horfa á. Fyrr en varir ertu á rúmsjó og hamingjan veit hvaða ævintýri bíða þín! Das BootDead Calm 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 G U N N A R JÚ L A R T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.