Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 19
una Steve Zissou, sérlundaðan neðansjávar- ljósmyndara, sem hóar í vægast sagt sund- urleitan hóp til að elta uppi hinn ógnvænlega jagúarhákarl sem hann telur hafa drepið fé- laga sinn. Hér er að finna ýmsa góðkunn- ingja úr myndum Andersons, svo sem Jeff Goldblum, Willem Dafoe og Owen Wilson. Kon-Tiki (2012) Sannsöguleg mynd um ævintýramanninn Thor Heyerdal sem lagði í siglingu árið 1947. Sem er ekki í frásögur færandi nema af því siglingin var yfir Kyrrahafið – tæpir 7.000 kílómetrar á fleka. Þannig freistaði hann þess að sýna fram á að Perúmenn hefðu getað siglt til og þannig fundið Pólý- nesíu, löngu fyrir daga Kólumbusar. Þessi magnaða verðlaunamynd gefur áþreifanlega tilfinningu fyrir því hvað það er að reka um á víðfeðmasta hafsvæði veraldar. Fólk með víðáttufælni ætti kannski að skoða aðra kosti hér á síðunni. Lifeboat (1944) Þessa spennumynd eftir sjálfan Alfred Hitchcock væri ef til vill ráð að kíkja á í kjöl- far Das Boot (sjá hér að framan). Þegar skipi bandamanna er sökkt af þýskum kaf- báti – sem sjálfur ferst í kjölfarið – ná nokkrir ólíkir einstaklingar að komast í björgunarbát, fegnir að vera á lífi. Málið vandast heldur þegar þau bjarga svo manni um borð sem reynist vera úr áhöfn þýska kafbátsins sem sökkti skipi þeirra. Hvaða reglur gilda undir þeim kringumstæðum í þeirri afmörkuðu veröld sem björgunarbát- urinn er? Þarf fólk að snúa bökum saman í stöðunni eða eru víglínur milli óvinaríkja enn í gildi? White Squall (1996) Í þessari mynd eftir goðsögnina Ridley Scott fer hópur unglingsstráka í siglingu undir stjórn Sheldons skipstjóra (Jeff Bridges). Meiningin er að þeir verði að manni í sigling- unni og læri eitt og annað um lífið sjálft með því að taka á honum stóra sínum úti á sjó. Skemmst er frá því að segja að þeir lenda í ýmsu og fá meira en nóg fyrir peninginn hvað manndómsvígslu varðar. Sérstaklega er vert að benda á stórfenglega kvikmynda- töku þessarar myndar – hún er hrein snilld. White SquallLifeboat Kon-Tiki The Life Aquatic with Steve Zissou The Abyss FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.