Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 19

Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 19
una Steve Zissou, sérlundaðan neðansjávar- ljósmyndara, sem hóar í vægast sagt sund- urleitan hóp til að elta uppi hinn ógnvænlega jagúarhákarl sem hann telur hafa drepið fé- laga sinn. Hér er að finna ýmsa góðkunn- ingja úr myndum Andersons, svo sem Jeff Goldblum, Willem Dafoe og Owen Wilson. Kon-Tiki (2012) Sannsöguleg mynd um ævintýramanninn Thor Heyerdal sem lagði í siglingu árið 1947. Sem er ekki í frásögur færandi nema af því siglingin var yfir Kyrrahafið – tæpir 7.000 kílómetrar á fleka. Þannig freistaði hann þess að sýna fram á að Perúmenn hefðu getað siglt til og þannig fundið Pólý- nesíu, löngu fyrir daga Kólumbusar. Þessi magnaða verðlaunamynd gefur áþreifanlega tilfinningu fyrir því hvað það er að reka um á víðfeðmasta hafsvæði veraldar. Fólk með víðáttufælni ætti kannski að skoða aðra kosti hér á síðunni. Lifeboat (1944) Þessa spennumynd eftir sjálfan Alfred Hitchcock væri ef til vill ráð að kíkja á í kjöl- far Das Boot (sjá hér að framan). Þegar skipi bandamanna er sökkt af þýskum kaf- báti – sem sjálfur ferst í kjölfarið – ná nokkrir ólíkir einstaklingar að komast í björgunarbát, fegnir að vera á lífi. Málið vandast heldur þegar þau bjarga svo manni um borð sem reynist vera úr áhöfn þýska kafbátsins sem sökkti skipi þeirra. Hvaða reglur gilda undir þeim kringumstæðum í þeirri afmörkuðu veröld sem björgunarbát- urinn er? Þarf fólk að snúa bökum saman í stöðunni eða eru víglínur milli óvinaríkja enn í gildi? White Squall (1996) Í þessari mynd eftir goðsögnina Ridley Scott fer hópur unglingsstráka í siglingu undir stjórn Sheldons skipstjóra (Jeff Bridges). Meiningin er að þeir verði að manni í sigling- unni og læri eitt og annað um lífið sjálft með því að taka á honum stóra sínum úti á sjó. Skemmst er frá því að segja að þeir lenda í ýmsu og fá meira en nóg fyrir peninginn hvað manndómsvígslu varðar. Sérstaklega er vert að benda á stórfenglega kvikmynda- töku þessarar myndar – hún er hrein snilld. White SquallLifeboat Kon-Tiki The Life Aquatic with Steve Zissou The Abyss FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.