Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Í
fjölda ára urðu Íslendingar fyr-
ir barðinu á erlendum veiði-
mönnum sem veiddu uppi við
strendur landsins. Þeirra
verstir voru Bretar sem nýttu
sér máttleysi Íslendinga í
landhelgisgæslu og veiddu fisk sinn
svo gott sem af diskum Íslendinga.
Úr varð að árið 1906 sendu Danir Ís-
lendingum sérstakt eftirlitsskip, Is-
lands Falk, til að sinna gæslu-
störfum hér við land. Tuttugu árum
síðar kom svo Óðinn til landsins,
fyrsta varðskipið sem smíðað var
fyrir Íslendinga. Nú, tæpum hundr-
að árum síðar, eru starfsmenn
Landhelgisgæslu Íslands tæplega
tvö hundruð talsins. Stofnunin sinn-
ir yfir 250 þyrluútköllum á ári og
hefur til umráða fjölda skipa, þrjár
þyrlur og flugvél. Ásgeir Erlends-
son, upplýsingafulltrúi Landhelg-
isgæslunnar, ræddi við blaðamann
um starfsemina og framtíðarsýn
stofnunarinnar.
Sum störfin óhefðbundin
„Þó svo að þyrlurekstur Landhelgis-
gæslunnar sé ef til vill mest áber-
andi hluti þess sem við gerum, þá er
starfsemin ákaflega fjölbreytt og
umfangsmikil,“ segir Ásgeir spurð-
ur hvort Landhelgisgæslan geri
nokkuð annað en að fljúga þyrlum
yfir Faxaflóann. „Þar má til dæmis
nefna sprengjueyðingarsveitina sem
hefur það hlutverk að gera óvirkar
og eyða sprengjum sem finnast í
hafinu við landið. Vegna sérþekk-
ingar sinnar hefur sprengjusveitin
jafnframt sinnt sprengjueyðingu og
tengdum verkefnum á landi, og leit
að sprengjum í skipum og flug-
vélum. Sveitin sér sömuleiðis um
hreinsun hernaðarsvæða og stendur
fyrir þjálfun og kennslu í sprengju-
leit og -eyðingu svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Ásgeir.
Hann nefnir einnig að Landhelg-
isgæslan sinni ýmsum störfum hér á
landi eins og framkvæmd öryggis-
og varnartengdra verkefna. „Helstu
verkefnin eru rekstur íslenska loft-
varnakerfisins, þ.m.t. fjarskipta-
stöðva og ratsjárstöðva Atlantshafs-
bandalagsins hérlendis. Þá tökum
við þátt í samræmdu loftrýmiseft-
irliti og loftrýmisgæslu Atlantshafs-
bandalagsins auk undirbúnings og
umsjónar varnaræfinga sem haldn-
ar eru hérlendis. Sjómælingasvið er
að sama skapi mjög mikilvægt en
það annast sjómælingar og sjókorta-
gerð.“
Fylgjast vel með skipum og afla
Það er ljóst að Landhelgisgæslan
sinnir ýmsum verkefnum sem ekki
eru öllum augljós. Þar á meðal eru
störf varðskipafólks, en flestir
þekkja varðskipið Þór, sem Íslend-
ingar eignuðust árið 2011. „Varð-
skipin hafa frá stofnun Landhelg-
isgæslunnar árið 1926 gegnt veiga-
miklu hlutverki. Þau sinna almennri
löggæslu á hafinu sem felst fyrst og
fremst í því að hafa eftirlit með far-
artækjum á sjó. Þá er einkum verið
að fylgjast með því hvort skipin eru
haffær, hvort þau hafa nauðsyn-
legan öryggisbúnað og hvort stjórn-
endur þeirra hafa tilskilin réttindi,“
segir Ásgeir.
„Skipverjar á varðskipum fara
einnig reglulega um borð í skip og
mæla stærð fisks. Eftirlit varðskips-
manna felst í því að mæla stærð
fisks um borð í bátum og skipum og
reynist meðaltal fisks vera undir
leyfilegum viðmiðunarmörkum gerir
skipherra vakthafandi fiskifræðingi
hjá Hafrannsóknastofnun viðvart og
Hefur vökult auga með
1,9 milljónum ferkílómetra
Landhelgisgæslan sinnir fjölbreyttum störfum
bæði á sjó og landi Um borð í varðskipunum eru
engir tveir dagar eins og þarf starfsfólk gæslunnar
að vera tilbúið að takast á við nánast hvað sem er
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Bjargvætturinn Hér sést varð-
skipið Þór dæla neysluvatni á
vatnstanka í Flatey á Breiðafirði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framsýnn Ásgeir Erlendsson, upplýs-
ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Morgunblaðið/Golli
Köfun Starfsmenn Landhelgisgæslunnar búa yfir mikilli þekkingu á leynd-
ardómum hafsins. Hér fer fram þjálfun í köfun við höfnina í Helguvík.