Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 21

Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 21
gerir tillögu um lokun svæðis,“ segir Ásgeir og bætir við að markmið Landhelgisgæslunnar sé að fara um borð í 20 til 25 skip í hverjum mán- uði. Stærstan hluta ársins er eitt skip frá Landhelgisgæslunni úti á sjó. „Landhelgisgæslan leitast við að hafa varðskipin sem mest á sjó. Í fyrra voru úthaldsdagar varðskip- anna um 290 og var skipt jafnt á milli Þórs og Týs,“ segir Ásgeir og bætir við að búast megi við að út- haldsdögunum fjölgi í um 350 á þessu ári. Spurður hvernig hefðbundinn dagur í lífi varðskipastarfsmanns sé segir Ásgeir að enginn dagur sé eins og annar. „Verkefnin eru mjög fjöl- breytt og samanstanda af löggæslu og fiskveiðieftirliti, æfingum, leit og björgun, viðhaldi og köfun, svo eitt- hvað sé nefnt. Til að áhafnir varð- skipanna séu ávallt tilbúnar og til taks er mikið um æfingar um borð. Það geta til dæmis verið þrek- æfingar, reykköfun og köfun og æf- ingar með þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar. Það eina sem má ganga að vísu um borð í varðskipunum er skatan og saltfiskurinn í hádeginu á laugardögum,“ segir Ásgeir. Risastórt svæði ,,Landhelgisgæsla Íslands annast löggæslu og eftirlit á hafinu um- hverfis landið og fer með yfirstjórn vegna leitar og björgunar á sjó. Landhelgisgæslan ber ábyrgð á eft- irliti, lög- og öryggisgæslu á svæði sem nær yfir 752.000 ferkílómetra og leit og björgun á svæði sem þek- ur um 1,9 milljónir ferkílómetra sem er rúmlega tvöfalt stærra en efna- hagslögsaga Íslands,“ segir Ásgeir aðspurður á hversu stóru svæði Landhelgisgæslan starfi. „Leitar- og björgunargeta á hafinu við Ísland byggist á þremur meginstoðum; það eru stjórnstöð LHG sem segja má að sé hjartað í starfseminni, loftför- um og varðskipum, auk þess sem treyst er á hinn almenna sjófaranda. Varðskip, flugvél og þyrlur eru órjúfanlegir hlekkir í þeirri keðju er mótar björgunargetu Landhelg- isgæslunnar,“ segir hann. Spurður um hlutverk Landhelgisgæslunnar í leit og björgun á landi segir Ásgeir að þrátt fyrir að hún sé á ábyrgð lögreglu geti Landhelgisgæslan þó aðstoðað bæði lögreglu og björg- unarsveitir. „Gagnsemi þyrlna Landhelgisgæslunnar í slíkum mál- um hefur margsannað sig, sér- staklega í afskekktari byggðum. “ Spennandi tímar fram undan Nýlega bárust fréttir af því að Landhelgisgæslan hefði ekki getað sinnt útkalli vegna mikilla anna hjá þyrlusveitum stofnunarinnar. Spurður út í atvikið og hvort telja megi að Landhelgisgæslan sé und- irmönnuð segir Ásgeir: „Þegar við skoðum tölfræðina, þá leikur enginn vafi á því að verkefnum Landhelg- isgæslunnar er að fjölga. Í fyrra var sett met í fjölda þyrluútkalla en þá fór þyrlusveitin í alls 257 útköll. Núna sjáum við 18% aukningu í þyrluútköllum frá sama tíma í fyrra. Þegar þrjár vikur voru liðnar af maí hafði þyrlusveitin farið í um 100 út- köll á árinu. Þörfin fyrir eina þyrlu- áhöfn til viðbótar er því mikil, eins og við höfum bent á. Við höfum tvær þyrluáhafnir til taks rúmlega helm- ing ársins. Þá má lítið út af bregða en oftast tekst að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir úr vaktafríum. Það er þó ekki sjálfgefið,“ segir Ás- geir. „Við höfum sömuleiðis bent á að til að tryggja lágmarksöryggi á hafinu þyrfti að hafa tvær þyrlur með tveimur áhöfnum til taks allt að 95% ársins, tvö varðskip á sjó hverju sinni og eftirlits- og björg- unarflugvél til taks 95% ársins. Landhelgisgæslan hefur fulla ástæðu til að horfa björtum augum fram á veginn. Samkvæmt fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar er búið að taka frá fjármagn til að bæta við áhöfn auk þess sem þar er gert ráð fyrir kaupum á þremur nýjum björgunarþyrlum. Undirbúningur fyrir útboð stendur nú yfir og ef allt gengur að óskum ætti fyrsta þyrlan að vera komin árið 2021. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá Landhelgisgæslunni. “Morgunblaðið/Eggert Stórhríð Starfsfólk spyr ekki um veður þegar haldið er út. „Til að áhafnir varðskipanna séu ávallt tilbúnar og til taks er mikið um æfingar um borð. Það geta til dæmis verið þrekæfingar, reykköfun og köfun og æfingar með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Það eina sem má ganga að vísu um borð í varðskipunum er skatan og saltfiskurinn í hádeginu á laugardögum“ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 MORGUNBLAÐIÐ 21 Prentun ogmiðlun Föstudagur 1. júní 16:00 Fm95Blö koma til okkar og senda út þáttinn (101,7). 18:00 Kaffi Klara býður upp á sjómannadags­ tapas og sangríu. 20:00 Mið­Ísland Á tæpasta vaði í Tjarnarborg. (2.500kr­aldurstakmark 13ára). 23:00 Pubquiz á Höllinni með Audda og Steinda Jr. Dj Rikki G. þeytir skífum fram á nótt. Laugardagur 2. júní 09:00 Golfmótið Sjómannavalsinn. 10:00-10:50 Dorgveiðikeppni fyrir börnin við höfnina, keppendur verða að vera í björgunarvestum (vesti eru til á bryggjunni). 11:00 Kvennahlaupið frá Íþróttahúsinu Ólafsfirði. 11:30 Sigling í boði Rammans (grillaðar pylsur og svali fyrir alla á eftir). 13:00 Kappróður sjómanna við höfnina. 14:00 Keppni um Alfreðsstöngina, tímaþraut og trukkadráttur (við Tjarnarborg og í sundlaug) Ramminn býður upp á hina sívinsælu sjávarréttasúpu við harmonikkuleik Stúlla. Ís fyrir börnin. 17:30 Leirdúfuskotmót sjómanna á skotsvæði SKÓ. 19:30 Knattleikur Sjómenn – Landmenn á Ólafsfjarðarvelli. 21:00 Útiskemmtun við Tjarnarborg. Ingó Veðurguð, Aron Hannes, Auddi og Steindi Jr. 23:00 Ingó Veðurguð treður upp á Höllinni. Sjómannadagurinn 3. júní 10:15 Skrúðganga frá hafnarvog til Ólafsfjarðar­ kirkju. Hátíðarmessa, sjómenn heiðraðir. 13:30 Fjölskylduskemmtun við Tjarnarborg. Ingó Veðurguð, Aron Hannes, Auddi og Steindi, Hoppukastalar, sölubásar og stanslaust fjör. 14:30-17:00 Kaffisala Slysavarnardeildar kvenna í Tjarnarborg. 19:00 Árshátíð sjómanna í íþróttahúsi. Veislustjórn og alment flipp í höndum Sólmundar Hólm. Skemmtiatriði frá Audda og Steinda Jr. Afrek helgarinnar verðlaunuð. Leynigestur treður upp. Matur frá Bautanum. Hljómsveitin Í Svörtum fötum ásamt Stefaníu Svavars tryllir lýðinn. 23:00-02:00 Opið ball. Verð kr. 3.000 á ballið • Miðaverð á árshátíðina er kr. 9.500 • Miðapantanir í síma 897 1959 og netfang: sjorinn@simnet.is • Miðapantanir fyrir 25. maí. Sjómannadagshelgin á Ólafsfirði í Fjallabyggð 1.-3. júní 2018 66°Norður Vélfag Vm félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna Árni Helgason Brúin Ingvi Óskarson Múlatindur Vélsmiðja Ólafsfjarðar Olís Kjörbúðin P ren tvin n sla :O d d i,u m h verfisvo ttað fyrirtæ ki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.