Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.06.2018, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is S kagamenn hafa lengi verið þekktir fyrir að skora mörk, en sjómenn frá Akranesi eru ekki síður frægir fyrir hreysti og dug. Það kemur þess vegna lítið á óvart að sjómannadagurinn eigi sér langa hefð á Akranesi og veki hlýj- ar minningar í huga heimamanna. Ella María Gunnarsdóttir, for- stöðumaður menningar- og safn- amála hjá Akraneskaupstað, sagði Morgunblaðinu frá því helsta sem vita þarf ætli maður að halda sjó- mannadaginn hátíðlegan á Akranesi þetta árið. Haldið í hefðirnar „Dagskráin á sjómannadaginn á Akranesi geymir iðulega nokkra liði sem mörgum þykja orðnir ómiss- andi. Dagurinn hefst á minningar- stund við minnismerki um týnda sjómenn í kirkjugarði Akraness og að því loknu fer fram sjómanna- dagsmessa í Akraneskirkju. Að at- höfninni lokinni er blómsveigður lagður að minnismerki sjómanna á Akratorgi,“ segir Ella. „Sjómað- urinn er listaverk eftir Martein Guðmundsson sem var afhjúpað á sjómannadeginum árið 1967. Fyrir utanbæjarfólk er ágætt að vita að styttan stendur við Akratorg í miðbæ Akraness en hún var reist til minningar um drukknaða sjó- menn.“ Ný sýning verður opnuð í Akra- nesvita á sjómannadaginn og frítt verður í vitann á milli tíu og sex. „Sýningin sem um ræðir fjallar um sögu vita á Akranesi og er haldin í tilefni 100 ára afmælis gamla vitans á Suðurflös. Sýningin verður á fyrstu hæðinni svo enginn þarf að hafa áhyggjur af því að klöngrast upp alla stigana,“ segir Ella og hlær. Verður þó önnur sýning á annarri hæð vitans, fyrir áhuga- sama: „Myndlistarmaðurinn Pétur Bergmann Bertol er með sýningu allan júnímánuð á annarri hæðinni svo hún verður auðvitað opin gest- um og gangandi líka.“ Nóg í boði fyrir unga fólkið Akranesleikarnir 2018, árlegt sund- mót Sundfélags Akraness, verða haldnir þessa sömu helgi og má því búast við margmenni og sér- staklega miklu lífi í bænum þetta árið. „Það eru þrjú til fjögur hundr- uð krakkar að keppa á mótinu og svo bætast þjálfarar og foreldrar þar við,“ segir Ella. „Á síðustu ár- um hefur mótið ekki verið haldið sömu helgi og sjómannadagurinn svo við búumst við miklu fjöri að þessu sinni.“ Leikarnir verða haldnir í Jaðarsbakkalaug en þar er 25 m útilaug og glænýtt heitupotta- svæði sem Ella segir að svíki eng- an. Nokkuð hefðbundin fjölskyldu- dagskrá verður á öðrum stöðum í bænum. „Um eittleytið verður dorgveiðikeppni,“ segir Ella en sú verður haldin á sementsbryggjunni. „Í kjölfarið verður svo fjöl- skylduskemmtun á hafnarsvæðinu á milli 14 og 16 þar sem hoppukast- ali, róðrarkeppni, kassaklifur og ýmislegt skemmtilegt verður um að vera.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar hef- ur gjarnan reynt að sækja Akranes heim á þessum degi en skiljanlega er það aldrei öruggt. „Þyrlan hefur komið hérna nokkrum sinnum en í hitteðfyrra þurfti hún að sinna út- kalli. Við verðum því bara að vona að hún láti sjá sig,“ segir Ella. Kökur og kaffi Fyrir þá sem eru svangir er gott að vita af dásemdarkaffisölunni hjá slysavarnadeildinni Líf sem fer fram í Jónsbúð við Akursbraut og svo er einnig von á sölufólki á hafnarsvæðinu. „Svo má ekki gleyma dýfinga- keppninni!“ segir Ella og heyrist greinilega á henni að viðburðurinn er bæði spennandi og skemmti- legur. Sjóbaðsfélag Akraness stendur fyrir keppninni en fé- lagsfólk í Sjóbaðsfélaginu á það allt Dýfingakeppni, reiptog og gamlar Akranesbær mun iða af lífi á sjómannadaginn Heimamenn standa vörð um skemmtilegar hefðir og sýna sínar bestu hliðar. Ljósmynd/Aðsend Blíða Kajakróður við bryggjuna á sjómannadaginn í fyrra. Í ár verður keppt í ýmsum greinum, þar á meðal í dýfingum af báti ofan í saltan sjó. Ljósmynd/Myndsmiðjan Forvitni Verðandi sjófólk virðir fyrir sér afurðina. Lærifaðir fylgist af gaumgæfni með öllu sem gerist. Ljósmynd/Myndsmiðjan Gleði Mikil stemning myndast gjarnan á hafnarsvæðinu. Ljósmynd/Myndsmiðjan Sjónarspil Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur gjarnan heimsótt Akranes. Ljósmynd/Magnús Þór Hafsteinsson Spennt Ella María Gunnarsdóttir Ljósmynd/Myndsmiðjan Smiðir Fyrstu tökin í smíðamennsku æfð undir eftirliti fullorðinna. Ljósmynd/Jónas Ottósson Jaðarsbakkalaug Nýlega er búið að gera allt útisvæði upp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.