Morgunblaðið - 01.06.2018, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
S
jómannadagurinn er hald-
inn hátíðlegur um land allt
þessa helgina en sum-
staðar er enn meira tilefni
til hátíðahalda en annars
staðar.
Hafnarfjarðarkaupstaður fagnar
til að mynda 110 ára afmæli 1. júní
og því verður fagnað með ýmsum
hætti í hjarta Hafn-
arfjarðar. Húllumhæið
hefst þegar á föstudeg-
inum og heldur áfram
án afláts fram yfir sjálf-
an sjómannadaginn
sem er á sunnudaginn.
„Í dag, 1. júní kl. 16:00,
dregur til tíðinda en þá
verður tilkynnt um úr-
slit í opinni hugmynda-
samkeppni Hafn-
arfjarðarbæjar,
Hafnarfjarðarhafnar
og Arkitektafélags Ís-
lands um framtíðar-
skipulag Flensborgar-
hafnar og
Óseyrarsvæðis,“ segir
Andri. „Sýning á öllum tillögum sem
bárust í samkeppninni verður í
„Apótekinu“ í Hafnarborg og stend-
ur hún til 8. júní 2018.“
„Þannig byggðist bærinn“
Föstudaginn 1. júní kl. 17:00 opnar
Byggðasafn Hafnarfjarðar nýja sýn-
ingu í forsal Pakkhússins sem ber
heitið „Þannig byggðist bærinn“ þar
sem varpað er ljósi á uppbyggingu,
þróun og skipulag Hafnarfjarðar á
fyrstu árum kaupstaðarins. Byggða-
safnið hefur ennfremur sett upp ljós-
myndasýninguna „Hafnarfjörður frá
fullveldi til lýðveldis“ á göngustígn-
um sem liggur meðfram höfninni.
„Sýningin samanstendur af 50 ljós-
myndum sem eru lýsandi fyrir bæj-
arbraginn og lífið í bænum á þeim
tíma,“ útskýrir Andri.
Laugardaginn 2. júní kl. 15 verður
opnuð sýning í tilefni þess að
Hafnarborg á tvöfalt afmæli, en nú
eru liðin 35 ár frá því að hjónin í
Hafnarfjarðar Apóteki, Sverrir
Magnússon og Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir, færðu Hafnarfjarðarbæ hús-
næði sitt að Strand-
götu 34 að gjöf, ásamt
listaverkasafni sínu.
Fimm árum síðar var
Hafnarborg formlega
vígð, 21. maí 1988.
„Á sýningunni getur
að líta valin verk úr
safneign Hafnar-
borgar, bæði verk sem
oft hafa verið sýnd áð-
ur við ólík tækifæri eða
fengið að prýða veggi
margra stofnana bæj-
arins og einnig verk
sem ekki hafa verið
hreyfð úr geymslunum
síðan þeim var komið
þar fyrir,“ segir Andri.
„Með þessari sýningu viljum við end-
urspegla margbreytileika myndlist-
arinnar sem varðveitt er í Hafn-
arborg.“
Þrautabraut, siglingar og Salka Sól
Það verður svo blásið til hátíð-
arhalda við Flensborgarhöfn á sjó-
mannadaginn 3. júní og mikil dag-
skrá á döfinni í tilefni dagsins.
„Við höfnina er nú bæði iðandi líf
tengt fiski og fiskvinnslu og einnig
fjölbreytt lista- og menningarlíf sem
verður sannarlega í kastljósinu á sjó-
mannadaginn,“ bendir Andri á. „Há-
tíðarsvæðið við höfnina verður opnað
kl. 13:00 og hátíðarhöldin standa til
kl. 17:00.“ Björgunarsveit Hafnar-
fjarðar býður meðal annars upp á
þrautabraut í sjó, rennibraut, gáma-
sig og fluglínutæki, kaffisala slysa-
varnadeildarinnar Hraunprýði verð-
ur á sínum stað, Siglingaklúbburinn
Þytur verður með opið hús og
skemmtisigling í boði Hafnarfjarð-
arhafnar. Fram koma Bjartmar
Guðlaugsson og Salka Sól og leik-
hópurinn Lotta flytur söngsyrpu.
„Vinnustofur listamanna í Íshúsi
Hafnarfjarðar og við Fornubúðir
verða opnar fyrir almenning að
heimsækja og skoða, og fagurker-
arnir ættu ekki að sleppa tækifærinu
sem þarna gefst til að heimsækja
Gáru, vinnustofu átta leirlistakvenna
í Fornubúðum 8, eða skart-
gripaverkstæðið SIGN þar sem fal-
legir skartgripir eru hannaðir og
smíðaðir í Fornubúðum 12,“ minnir
Andri á og undirstrikar hve mikil
skapandi starfsemi er um þessar
mundir í kringum hafnarsvæðið í
Hafnarfirði.
Furðuverur undirdjúpanna verða
svo til sýnis á bryggjunni. Við Íshús-
ið verður einnig boðið upp á báta-
smíði fyrir krakkana.
Rétt eins og á föstudegi og laugar-
degi verður hin merka saga Hafn-
arfjarðar í heiðri höfð á sjómanna-
daginn sjálfan, að sögn Andra.
„Bookless bungalow“ nefnist sýn-
ing sem er til húsa í Vesturgötu 32 en
hún fjallar um tímabil erlendu út-
gerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta
20. aldar á heimili þeirra Bookless-
bræðra. Ekki má heldur gleyma hin-
um stórmerka Siggubæ við Kirkju-
veg 10, en Siggubær er varðveittur
sem sýnishorn af heimili sjómanna í
Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar,
þar sem hægt er að upplifa og kynn-
ast því hvernig alþýðufólk í bænum
bjó á þeim tíma.“
Sjómannadagurinn að
hætti Andra viðburðastjóra
„Í fyrra þótti mér rosalega gaman að
sjá leikskólakrakka prófa gámasigið
undir styrkri handleiðslu okkar öfl-
uga björgunarsveitarfólks,“ segir
Andri um það sem hann ætlar helst
ekki að missa af á sjómannadeginum
í ár. „Eldri krakkarnir ættu svo allir
að prófa þrautabrautina og prófa að
upplifa sjokkið að detta aðeins í
ískaldan sjóinn. Eldri kynslóðirnar
eiga svo eflaust eftir að njóta þess að
ganga milli vinnustofa alls listafólks-
ins sem hefur vinnuaðstöðu í Íshúsi
Hafnarfjarðar og við Fornubúðir.“
Saga hafnfirskra sjómanna og af-
rek þeirra hefur sett mark sitt á bæ-
inn að sögn Andra og því mikilvægt
að hans mati að sjómenn og Hafn-
firðingar allir geri sér glaðan dag á
sjómannadaginn með fjölskyldum og
vinum og kynni sér sjómannsstarfið.
„Svo er ótrúlega gaman að skella sér
í bátsferð með Eldingu og upplifa
það að sigla inn Hafnarfjarðarhöfn
og sjá hvað Hafnarfjörður er fal-
legur frá sjónum séð.“
Loks minnist Andri á að hann ætli
að gera eitt með sérstöku sniði á sjó-
mannadaginn – hann ætlar að mæta í
vinnuna með eftirminnilegum hætti.
„Ég er sjálfur reyndar búinn að
heita því að sigla í vinnuna á sjó-
mannadaginn. Ég hef sjálfur oft tek-
ið þátt í róðrarkeppninni en hef alltaf
setið í sæti stýrimannsins svo það er
kannski komið að mér að róa aðeins
en þar sem ég bý við Herjólfsgötuna
og er nýbúinn að kaupa mér kajak þá
kemur ekki annað til greina en að
sigla inn höfnina á sunnudaginn.“
110 ára afmæli Hafnarfjarðar
um sjómannadagshelgina
Það má með sanni segja
að Hafnarfjörður hafi
tvöfalt tilefni til að fagna
um helgina, því ekki ein-
asta er sjómannadag-
urinn haldinn hátíðlegur
heldur fagnar bærinn
einnig 110 ára afmæli,
eins og Andri Ómarsson,
viðburðastjóri Hafn-
arfjarðar, segir frá.
Andri Ómarsson
Hafnargaman Fátt er skemmtilegra eða meira viðeigandi á sjómannadaginn en að bregða sér í siglingu um höfnina, einkum ef veðurguðirnir blessa daginn.
Sigling Það er þétt setið og staðið þegar Gaflarar og aðrir góðir menn sigla. Skemmtun Óskabarn Hafnarfjarðar, Friðrik Dór, tekur lagið fyrir aðdáendur
Lúðrasveitin Engum dylst þegar sveitin þeytir lúður og þenur horn.