Morgunblaðið - 01.06.2018, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018
Hafið myndað frá öllum hliðum
Venju samkvæmt var efnt til ljósmyndasamkeppni í tilefni af útgáfu sjómannadagsblaðs. Líkt og undanfarin ár barst fjöldi fram-
úrskarandi mynda í keppnina og greinilegt að margir sjómenn eru með myndavélina á lofti úti á miðunum. Dómnefnd skipuð sér-
fræðingum Morgunblaðsins valdi þrjár bestu myndirnar og í netkosningu gátu lesendur líka valið þá mynd sem þeim þótti bera af.
Rok Guðmundur Árnason fangar skip í ólgusjó. Öldur Jóhann Sævar Ragnarsson myndar Áskel frá Grenivík.
Rólegt Sigurbjörn Ágúst Ragnarsson myndar Þorstein þegar hann siglir í þokunni.
Stormur Sölvi Fannar Ómarsson.
Sigurmyndina tók Jón Steinar Sæmundsson af Hraunsvík GK 75 að
koma inn til Grindavíkur úr netaróðri í janúar. Jón, sem vinnur hjá Vísi
hf., er iðinn við að taka myndir af skipum og heldur úti Facebook-
síðunni Báta- og bryggjubrölt þar sem hann birtir myndirnar.
Greinilegt er að hann er lunkinn með myndavélina því Jón hefur tvisv-
ar áður tekið þátt í ljósmyndakeppni Sjómannadagsblaðs Morgunblaðs-
ins og sigraði í annað skiptið en lenti í öðru sæti hitt skiptið.
Dómnefnd var skipuð þeim Einari Fal Ingólfssyni, Jóni Agnari Ólasyni
og Kristni Magnússyni, og vakti ljósmyndin athygli þeirra allra. Ljós-
myndaranum hefur tekist að leysa það vel af hendi að fanga sígilt
myndefni á filmu. Báturinn nýtur sín vel, umlukinn kröftum náttúrunnar,
og ljósið er fallegt.
Myndin varð ekki til fyrirhafnarlaust og segir Jón að hann hafi þurft
að fylgjast með bátnum vel á hálfan þriðja klukkutíma. „Hann átti í erf-
iðleikum með að komast inn í höfnina og sneri við í tvígang og sennilega
tók ég um 3-400 myndir á meðan. Er báturinn kominn á stað í höfninni
þar sem sjórinn er orðinn tiltölulega sléttur en brimið er í forgrunni og
bakgrunni og aðdráttarlinsan lætur það virðast nær bátnum. ai@mbl.is
Fylgdist með bátnum í tvo og hálfan tíma
Brúnaþungur Ellert Vopni Olgeirsson.Afli Tryggvi Sveinsson sýnir þegar netið er dregið inn.
Létt Björn Sigurðsson myndar handfærabátinn Dísu.