Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Hafið myndað frá öllum hliðum Venju samkvæmt var efnt til ljósmyndasamkeppni í tilefni af útgáfu sjómannadagsblaðs. Líkt og undanfarin ár barst fjöldi fram- úrskarandi mynda í keppnina og greinilegt að margir sjómenn eru með myndavélina á lofti úti á miðunum. Dómnefnd skipuð sér- fræðingum Morgunblaðsins valdi þrjár bestu myndirnar og í netkosningu gátu lesendur líka valið þá mynd sem þeim þótti bera af. Rok Guðmundur Árnason fangar skip í ólgusjó. Öldur Jóhann Sævar Ragnarsson myndar Áskel frá Grenivík. Rólegt Sigurbjörn Ágúst Ragnarsson myndar Þorstein þegar hann siglir í þokunni. Stormur Sölvi Fannar Ómarsson. Sigurmyndina tók Jón Steinar Sæmundsson af Hraunsvík GK 75 að koma inn til Grindavíkur úr netaróðri í janúar. Jón, sem vinnur hjá Vísi hf., er iðinn við að taka myndir af skipum og heldur úti Facebook- síðunni Báta- og bryggjubrölt þar sem hann birtir myndirnar. Greinilegt er að hann er lunkinn með myndavélina því Jón hefur tvisv- ar áður tekið þátt í ljósmyndakeppni Sjómannadagsblaðs Morgunblaðs- ins og sigraði í annað skiptið en lenti í öðru sæti hitt skiptið. Dómnefnd var skipuð þeim Einari Fal Ingólfssyni, Jóni Agnari Ólasyni og Kristni Magnússyni, og vakti ljósmyndin athygli þeirra allra. Ljós- myndaranum hefur tekist að leysa það vel af hendi að fanga sígilt myndefni á filmu. Báturinn nýtur sín vel, umlukinn kröftum náttúrunnar, og ljósið er fallegt. Myndin varð ekki til fyrirhafnarlaust og segir Jón að hann hafi þurft að fylgjast með bátnum vel á hálfan þriðja klukkutíma. „Hann átti í erf- iðleikum með að komast inn í höfnina og sneri við í tvígang og sennilega tók ég um 3-400 myndir á meðan. Er báturinn kominn á stað í höfninni þar sem sjórinn er orðinn tiltölulega sléttur en brimið er í forgrunni og bakgrunni og aðdráttarlinsan lætur það virðast nær bátnum. ai@mbl.is Fylgdist með bátnum í tvo og hálfan tíma Brúnaþungur Ellert Vopni Olgeirsson.Afli Tryggvi Sveinsson sýnir þegar netið er dregið inn. Létt Björn Sigurðsson myndar handfærabátinn Dísu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.