Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 10
Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Svo virðist sem veðrið það sem af er sumri hafi nú þegar haft veruleg áhrif á fyrirtæki þar sem stór hluti tekjulindar er á sumrin. Morgun- blaðið ræddi við nokkur fyrirtæki þar sem salan fer að mestu fram á sumrin. Flest staðfestu þau að salan hefði dregist talsvert saman saman- borið við sömu mánuði í fyrra. „Þetta hefur verið þungt hjá okkur þessar fyrstu vikur sumarsins og talsvert verra en síðustu ár,“ segir Valdimar Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Kjörís, um sölu á ís það sem af er sumri. Aðspurður segir Valdimar að hjá ísfyrirtækjum myndist hagnaður helst á sumrin en hina mánuði ársins snúist reksturinn að mestu um að halda velli. Hann ráðgerir að veðurfar sumarsins muni hafa talsverð áhrif á afkomu Kjörís á þessu ári. „Hjá okkur hefur það verið þannig að ef hagnaður myndast er það á sumrin. Sumarið er aðal- tekjulind okkar og mikilvægasta ár- stíð rekstrarins. Í ár fengum við enga sólarhelgi í maí, sem eru auðvit- að mikil viðbrigði frá því í fyrra, en þá voru þær nokkrar,“ segir Valdi- mar. Verkefni sitja á hakanum Staðan hjá samkeppnisaðila Kjör- ís, Emmessís, virðist þó örlítið betri, en skv. upplýsingum frá Gyðu Johansen, markaðsstjóra Emmessís, er sala það sem af er sumri í sam- ræmi við áætlanir fyrirtækisins. „Þetta hefur þau áhrif að við mun- Verra veður hefur mikil áhrif á sölu  Minna selst af sumarvörum það sem af er sumri  Neyslumynstur breytist Morgunblaðið/Ómar Vonskuveður Veðrið það sem af er sumri hefur nú þegar haft töluverð áhrif á sölu fjölda fyrirtækja hér á landi. um ekki klára öll þau verkefni sem við höfðum áætlað að klára,“ segir Stefán Örn Kristjánsson, eigandi málarafyrirtækisins 250 lita, um veðrið það sem af er sumri. Morgun- blaðið ræddi við nokkra málara, en svo virðist sem veðrið í sumar muni breyta þjónustumynstrinu talsvert. Í stað þess að sumarið verði nýtt til að klára verkefni utanhúss eins og venj- an er munu slík verkefni sitja á hak- anum. Stefán segir að veðrið muni hafa einhver áhrif á afkoma málara en áhrifin séu þó ekki stórvægileg. „Þetta hefur auðvitað einhver áhrif á tekjuafkomuna og veldur því að höf- um minna upp úr sumrinu. Það er hins vegar mjög mikið að gera hjá okkur og við reynum þá að sinna t.d. útimálun síðar í sumar,“ segir Stefán og bætir við að fyrir málara sé sum- arið í ár ekki ósvipað sumrinu í fyrra, þegar veðrið var að hans sögn sam- bærilegt. Hjá málningarfyrirtækjum er einnig talsverð breyting í sölu- mynstri. Breytingin endurspeglar að mörgu leyti þjónustumynstur mál- ara. Kristján Sigurðsson, sölustjóri Málningar, segir að þrátt fyrir að salan dragist ekki saman hafi veðrið talsverð áhrif á öðrum sviðum, þá helst í pallaolíu, timburmálningu og olíu á grindverk. „Það er auðvitað það mikið að gera hjá málurum í dag að þeir halda bara í önnur verkefni þegar ekki er gott veður. Salan hjá okkur er því ekki verri en í fyrra sökum þess að þegar salan dregst saman í einum flokki eykst hún í öðrum,“ segir Kristján. Vona að HM glæði söluna lífi Slæmt veður að sumri til kemur einna verst niður á sölu garðhús- gagna. Í samtölum Morgunblaðsins við söluaðila garðhúsgagna kom fram að salan hefði dregist mikið saman miðað við sömu mánuði í fyrra. Þá hefði hluti garðhúsgagna nú þegar verið settur á útsölu. Þrátt fyrir minni sölu garðhús- gagna hefur sala grilla verið sam- bærileg við síðustu ár. Svo virðist sem veðrið hafi minni áhrif þar en áður hafði verið gert ráð fyrir. Hjá kjötframleiðendum hefur sala á grill- kjöti þó minnkað talsvert, en þar binda menn vonir við að Heims- meistaramótið í Rússlandi glæði söl- una lífi. Þá er ráðgert að sala á grill- kjöti aukist mikið, sérstaklega þegar leikir Íslands fara fram. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú hvorutveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN MEÐ KODIAQ OG KAROQ. KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA. ŠKODA KAROQ frá: 3.890.000 kr. ŠKODA KODIAQ 4x4 frá: 5.590.000 kr.5á ra áb yr g ð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU að up p fy llt um ák væ ð um áb yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er að fi nn a á w w w .h ek la .is /a b yr g d Þrátt fyrir verra veður í byrj- un sumars samanborið við síðustu ár hefur sala ÁTVR aukist lítillega. Sveinn Vík- ingur Árnason, fram- kvæmdastjóri ÁTVR, segir að salan það sem af er ári hafi aukist lítillega og svo virðist sem veðrið hafi ekki mikil áhrif á áfengisneyslu lands- manna. Þó sé aukningin yfir allt árið og því ekki víst að um aukningu sé að ræða í maímánuði. Litlar líkur séu hins vegar á því að salan dragist mikið saman og líkur séu á því að salan taki kipp þegar HM hefst. Meiri sala í kringum HM ÁFENGISNEYSLA ÓBREYTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.