Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 12

Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 www.volkswagen.is Við látum framtíðina rætast. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Nýr Polo. Besta útgáfan af sjálfum sér. Stærra innanrými og frábært upplýsinga- og afþreyingarkerfi gera allar bílferðir betri í nýjum Polo. Ný vélartækni skilar meira afli og þú getur valið um fjölmörg aðstoðarkerfi svo að þinn Polo verði nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann. Komdu og prófaðu Polo. Hlökkum til að sjá þig! Nýr Volkswagen Polo mætir gjörbreyttur til leiks. Volkswagen Polo 2.390.000 kr. Verð frá aðeins HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum Sjóminjasafnið í Reykjavík var endur- opnað á dögunum með tveimur nýjum sýningum: Fiskur & fólk: sjósókn í 150 ár og Melckmeyt 1659 sem fjallar um fornleifarannsókn neðansjávar á hol- lensku kaupskipi sem fórst við Flatey á 17. öld. Fyrrnefnda sýningin fjallar um fisk- veiðasögu á Íslandi, frá því árabátarnir viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Sagan er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur, og sett fram á lifandi hátt með gripum og textum, myndum og leikjum. Sýningin er byggð kringum aðalpersónu þessarar sögu, það er fiskinn sjálfan sem er fylgt frá miðum í maga. Sýningin um kaupfarið Melckmeyt er ekki síður athyglisverð. Það var full- lestað við akkeri í Flatey á Breiðfirði og beið heimfarar til Amsterdam þeg- ar ægilegur stormur skall á. Börðust skipverjar við að bjarga skipinu en tókst ekki. Skipið fór niður og einn maður fórst. Meira en 300 árum síðar, árið 1992, fundu kafarar flak skipsins. Árið eftir var í fyrsta sinn farið í rann- sókn á fornminjum neðansjávar við Ís- land. Sérfræðingar köfuðu aftur niður að flakinu árið 2016 og grófu meira upp. Á sýningunni fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað verður um valda þætti úr sögu skipsins, áhafnar og verslunar á 17. öld. sbs@mbl.is Nýjar sýningar á Sjóminjasafni Ljósmynd/Guðrún Helga Stefánsdóttir Fiskur Margt ber fyrir augu á grunnsýningunum þar sem sjósókn er í öndvegi. Sjóminjasafnið Áhugaverður staður á Grandagarðinum í Reykjavík. Framlag blóðgjafa er ótrú-lega mikilvægt og með há-tíðinni í dag viljum viðsýna þeim þakklæti okkar,“ segir Guðrún Ingibjörg Þor- geirsdóttir, læknanemi og fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélags Íslands. Í dag, 14. júní, er alþjóðlegur dagur blóð- gjafa og stendur Blóðgjafafélag Ís- lands að hátíð af því tilefni sem verð- ur við hús Blóðbankans við Snorrabraut í Reykjavík. Allir sem þá mæta og gefa blóð fá rauða rós að gjöf, auk vikukorts í líkamsræktar- stöðina Hreyfingu í Glæsibæ. Í há- deginu verða síðan grillaðar pylsur ofan í gesti, eða frá kl. 11.30. Getur skilið milli lífs og dauða Að sögn Guðrúnar Ingibjargar er það eitt af helstu markmiðum í starfi Blóðgjafafélags Íslands að fá fleiri til að gefa blóð, sem er afar þýðingar- mikið fyrir heilbrigðisþjónustuna. „Ég lauk nýverið fimmta ári í læknadeild Háskóla Íslands og starfa í sumar á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Ég þekki það því af eigin raun úr námi og starfi hversu áríð- andi það er að alltaf séu nægar blóð- birgðir til staðar. Slíkt getur skilið milli lífs og dauða, til dæmis ef stór- slys verða. Mikilvægast er þá að nóg sé til af svokölluðu neyðarblóði, eða O-mínus blóði, sem er blóðtegund sem allir mega fá, óháð þeirra eigin blóðtegund. Stundum þegar litlar birgðir eru til eða ef stórslys eða stór- ar skurðaðgerðir verða ræsir Blóð- bankinn bakvarðasveit sína út og það er alveg ótrúlegt að sjá hvað blóð- gjafar eru fljótir að svara slíku neyð- arkalli. Fólk bókstaflega hendir öllu frá sér og fer jafnvel úr vinnu til að geta gefið blóð þegar mikið liggur við. Íslendingar eru heppnir að eiga slíka blóðgjafa, því að það er alls ekki sjálf- gefið,“ segir Guðrún Ingibjörg, sem leiddi fyrir nokkrum árum árlegt lýð- heilsuverkefni sem læknanemar í HÍ stóðu fyrir. Inntak þess var að hvetja nema við HÍ til að gefa blóð. Við- brögðin voru góð. 70 blóðgjafar á dag Í dag þarfnast Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa árlega, eða um 70 blóðgjafa á dag. Karlmenn eru sem stendur í meirihluta blóðgjafa, en þeir mega gefa fjórum sinnum á ári en konur þrisvar sinnum. „Mikilvægt er að fá nýtt fólk, því að blóðgjafar eldast og endurnýjun í hópnum er því mikilvæg. Við vinnum að endurnýjun með áminningu til fólks um hve stór gjöf það er og ánægjulegt að geta gefið blóð – og gleðin er inntak hátíðarinnar sem við ætlum nú að halda,“ segir Guðrún Ingibjörg. Blóðgjafar fá rauða rós Hátíð við Blóðbankann í dag. Blóðgjöfum þakkað mikilvægt framlag. Bakvarðasveit sem þarf fleiri liðsmenn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þakklæti Ánægjulegt er að geta gefið blóð, segir Guðrún Ingibjörg Þor- geirsdóttir læknanemi, sem er í stjórn Blóðgjafafélags Íslands. Ljósmynd/Jón Svavarsson Gleði Blóðgjafahátíð á fallegum sumardegi fyrir tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.