Morgunblaðið - 14.06.2018, Page 14

Morgunblaðið - 14.06.2018, Page 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ísíðustu viku var starfsemiLæknavaktarinnar flutt afSmáratorgi í Kópavogi íAusturver að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík. Ný húsakynni eru rúmgóð og þar er aðstaða til að veita skjólstæðingum betri þjónustu, með fleiri læknastofum og stórri og bjartri biðstofu auk þess sem ný af- greiðslutækni ætti að flýta af- greiðslu og stytta biðtíma. „Stað- setningin er góð og húsnæðið hentar vel,“ segir Gunnar Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Læknavakt- arinnar. Mikið breyttist þegar Lækna- vaktin á Smáratorgi var opnuð árið 1998 og raunar má tala um að þá hafi orðið bylting í þjónustu. Á vakt- ina hefur fólk getað leitað frá því síðdegis og fram á tólfta tímann á kvöldin, það er eftir að heilsugæslu- stöðvum er lokað. Þegar starfsemin hófst fyrir tuttugu árum komu um 30 þúsund manns á ári en í fyrra var talan komin í 82.500. Því var fólki ljóst á síðasta ári að húsnæðið, sem er 300 fermetrar, væri sprungið og bæta þyrfti úr. Biðstofan sé aðlaðandi „Það var alls ekki sjálfgefið að við flyttum; aðrar ráðstafanir á Smáratogi hefðu alveg komið til greina. Þegar þetta frábæra hús- næði hér í Austurveri losnaði, sem er um 700 fermetrar, varð ekki aftur snúið. Hér erum við mjög miðsvæðis miðað við fjölmennustu hverfin á höfuðborgarsvæðinu, í húsinu er apótek og Landspítalinn í Fossvogi rétt hjá. Þetta verður varla betra,“ segir Gunnar Örn og bætir við að sérstök áhersla hafi verið lögð á að biðstofan væri aðlaðandi. „Bið á heilbrigðisstofnunum er merkilegt fyrirbæri sem ég veit að fræðimenn hafa rannsakað. Þetta er staður þar sem fólk finnur stundum fyrir meintum vanmætti sínum og finnst það hafa tapað sjálfstæði sínu. Með hlýlegri biðstofu er vonandi hægt að létta á þessari tilfinningu og eins er gott að hafa í huga að flest þau vandamál sem fólk leitar hingað með geta okkar frábæru læknar leyst,“ segir Gunnar. Fyrsti viðkomu- staður margra Læknavaktin er opin alla virka daga milli klukkan 17 og 23.30 og til sama tíma á kvöldin um helgar og á frí- og helgidögum nema að þá er opnað klukkan 9 á morgnana. Það eru heimilislæknar af á höfuð- borgarborgarsvæðinu sem þarna starfa; um 70 af 115 í þeim hópi. Er vaktin í raun óbeint framhald af störfum þeirra á heilsugæslustöðv- unum. Fjórir til fimm læknar verða á hverjum tíma á vaktinni í Austur- veri og sá sjötti síðan í vitjunum í heimahús til þeirra sem ekki eiga heimangengt. „Læknavaktin er mjög mikil- væg og fyrsti viðkomustaður margra þegar veikindi steðja að. Komur á heilsugæslustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu eru um 400 þúsund á ári en á Læknavaktina komu meira en 80 þúsund manns í fyrra. Auðvitað veikist fólk og þarf á þjónustu að halda á öllum tímum. Því þarf samt að halda til haga að heilsugæslan er ekki nógu sterk né nógu vel mönnuð, þannig að ef bíða þarf lengi eftir tíma og þjónustu, kannski vegna minniháttar mála, kemur fólk einfaldlega á vaktina,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktar- innar. „Af heildarfjölda verkefna sem við sinnum á Læknavaktinni eru tugir prósenta erindi sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að vera sinnt af heilsugæslunni á dag- vinnutíma; svo sem eftirlit með langvarandi veikindum, útgáfa á vottorðum, endurnýjun lyfja og svo framvegis. Fólk vill úrlausn sinna mála fljótt og vel og því kalli svörum við. Um 98% þeirra sem koma á stofu þurfa ekki að leita frekari þjónustu. Í vitjunum er hlutfallið oft lægra enda á þar oft í hlut eldra fólk sem er veikt og þarf kannski á sjúkrahús eða í aðra þjónustu.“ Annasamt á sumrin Gunnlaugur Sigurjónsson er í aðalstarfi læknir á heilsugæslustöð- inni Höfða við Bíldshöfða og tekur síðan sex til átta vaktir á mánuði á Læknavaktinni. „Mest annríkið er auðvitað í flensunni á veturna. Sum- arið er líka oft annasamt, til dæmis síðdegis á sunnudögum þegar fólk er að koma í bæinn eftir útilegu og hefur þá harkað af sér yfir helgina. Þá erum við líka oft að fá inn fólk með vöðvaáverka, tognanir og fleira slíkt sem fylgir hreyfingu og úti- vist,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það hve mikið sé sótt í Lækna- vaktina feli í sér þau skilaboð að efla verði starfsemi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Auknar fjár- veitingar til starfsemi heilsugæsl- unnar á síðustu árum hafi fylgt íbúafjölgun þannig að hægt sé að halda í horfinu, en ekki að efla grunnþjónustuna og bæta inn nýj- um þjónustuþáttum eins og nauð- synlegt sé. Það sé veruleiki sem ráðamenn þurfi að bregðast við enda hafi þeim verið gerð staða mála ljós. Læknavaktin á nýjum stað Af Smáratorgi í Austurver. Tugir þúsunda fólks leita árlega á Læknavaktina, sem er mikilvæg stofnun. Símavakt hjúkrunarfræðinga sinnir öllu landinu, það er fólki með flensu, beinbrot og allt þar á milli. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Austurver Læknavaktin er nú til húsa að Háaleitisbraut 68 í Reykjavík, í þakbyggingunni norðanvert á húsinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Læknir „Fólk vill úrlausn sinna mála fljótt og vel og því kalli svörum við,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Móttaka Salurinn er bjartur og með stórum gluggum, hlýir litir ráðandi og tæknin á að hraða afgreiðslu. „Í starfinu er því mikilvægt að hafa góða undirstöðu og klíníska reynslu, vera góður hlustandi og hafa þolinmæði en síðast en ekki síst hafa innsæi við að greina lýsingar fólks og finna lausnir á vanda og veik- indum,“ segir Ágústa Dúa Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún starfar á símavakt Læknavaktarinnar, þangað sem fólk getur hringt allan sólar- hringinn í símanúmerin 1770 og 1700 og fengið faglegar ráðleggingar hjúkrunarfræðinga þegar veikindi steðja að. Símhringingarnar eru á bilinu 90 til 100 þúsund á ári og álagið því oft mikið, þá sérstaklega á veturna þegar flensan gengur yfir og leggur fólk í rúmið í stórum stíl. „Reyndar eru erindin út af öllu mögulegu; veikindum andlegum sem líkamlegum, minniháttar meiðslum og svo framvegis. Þetta er öll flóran og skjólstæðingar okkar á öllum aldri,“ segir Ágústa Dúa sem hefur starfað hjá Læknavaktinni frá árinu 2003. Þar tekur hún gjarnan 10 til 12 vaktir á mánuði, en er í aðalstarfi á Reykjalundi. Á að baki langan feril í heilbrigðisþjónustu eins og hinir hjúkrunarfræðingarnir á vaktinni sem eru um 20 talsins. Símaþjónustu Læknavaktarinnar er sinnt úr Reykjavík frá kl. 16 fram til kl. 8 á morgnana virka daga og allar helgar. Virka daga frá kl. 8 til 16 er svarað á Húsavík af hjúkrunarfræðingum sem þar starfa. TUTTUGU HJÚKRUNARFRÆÐINGAR VIÐ SÍMANN Samstarfsfólk Ágústa Dúa Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á vaktinni og Gunnar Örn Jóhannsson sem er framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Faglegar ráðleggingar Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.