Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Vanalega hefði útskriftin verið klukkan eitt en við ákváðum að færa hana þegar ljóst varð að leik- urinn yrði á þessum tíma. Þá feng- um við holskeflu af fyrirspurnum frá nemendum sem voru uggandi yfir því að þeir yrðu að vera í út- skrift á sama tíma,“ segir Katrín Rut Bessadóttir, verkefnastjóri á markaðs- og samskiptasviði Háskól- ans í Reykjavík. Útskrift skólans verður klukkan tíu á laugardagsmorgun og verður henni lokið um hádegisbil, klukku- tíma fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. Útlit er fyrir að þjóðfélagið leggist á hliðina á með- an á leiknum stendur og fátt verði annað við að vera. „Við höfum heyrt af einhverjum sem ætla að slá saman útskriftar- veislu og því að horfa á leikinn en svo verða einhverjir með veislu eftir leikinn,“ segir Katrín, en um 600 manns útskrifast frá HR að þessu sinni. Hún segir að útlit sé fyrir góða mætingu á athöfnina, sem verður í Hörpu. „Það mæta lang- flestir og nánast allir þeir sem ekki komast verða staddir í Rússlandi.“ Háskólinn á Bifröst mun útskrifa um 80 nemendur á laugardag. At- höfnin verður sömuleiðis klukkan tíu að morgni. Að athöfn lokinni verður boðið upp á móttöku og hægt verður að horfa á leikinn í að- stöðu nemendafélagsins. „Fólk skipuleggur allt í kringum þetta. Það voru skírnarathafnir færðar til að þær myndu ekki rek- ast á leikinn,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Selja- kirkju. Hann gefur tvö pör saman á laugardaginn en svo heppilega vill til að brúðkaupin eru síðdegis. „Ég er með brúðkaup klukkan þrjú og svo aftur klukkan hálf fimm. Bæði pörin voru fegin því að leikurinn var svo snemma dags og nú vona þau bara að hann fari vel svo að gestir verði í góðu skapi þegar þeir koma.“ Undirbúningur prestsins tekur sömuleiðis mið af leiknum mikil- væga. „Já, ætli ég verði ekki með tvær ræður tilbúnar. Eina ef við vinnum og aðra ef við töpum.“ Annars kveðst Ólafur öllu orðinn vanur þegar kemur að fótbolta. „Já, og það þarf ekki svona stóra leiki til. Menn eru gjarnan að stelast til að fylgjast með leikjum í enska boltanum í símanum í kirkjunni. Það er bara gaman að þessu.“ Götuspyrnan ekki færð til „Rússarnir voru greinilega ekki búnir að átta sig á því að við vorum búnir að gefa út keppnisdagatalið okkar þegar þeir skipulögðu mótið. Það var alveg vitað að götuspyrnan yrði á þessum tíma. Þetta er náttúr- lega skandall,“ segir Einar Gunn- laugsson, stjórnarformaður Bíla- klúbbs Akureyrar, sem stendur fyrir Bíladögum um helgina. Götuspyrnan stendur frá 11-15 og ætti því hápunktur hennar að vera á sama tíma og leikurinn við Argent- ínu. Einar býst þrátt fyrir þetta við góðri mætingu á Bíladaga og segir að þeir sem vilji geti horft á leikinn. „Við reddum því auðvitað og verðum með leikinn í beinni í sjón- varpinu í félagsheimilinu okkar. Svo erum við með kynni sem hefur ekk- ert rosalega mikið á móti fótbolta og hann mun eflaust segja frá gangi mála í leiknum og úrslitunum.“ Þrjátíu konur á golfmóti Annar viðburður sem ekki er hróflað við þennan dag er hið árlega opna kvennamót Golfklúbbs Vatns- leysustrandar. Ríkharður Bragason, formaður mótanefndar klúbbsins, segir að mótið hafi verið planað snemma í vor og hann hafi ekki heyrt af óskum um að því yrði frest- að. „Ég gerði hins vegar ítrekaðar tilraunir til að fá HM frestað, án ár- angurs. En svona án gríns þá hefur þetta verið frábært mót undanfarin ár og það eru hátt í þrjátíu konur skráðar núna. Þær verða vonandi fleiri og við höldum okkar striki. Þetta verður yndislegt,“ segir hann. „Á meðan karlarnir öskra sig hása koma konurnar til okkar og fá frið.“ Á sama tíma fer fram afmælismót Golfklúbbs Ísafjarðar. Hlé verður gert á mótinu á meðan lands- leikurinn fer fram. Leikurinn verð- ur sýndur í golfskálanum og boðið verður upp á pítsu. Opna Lands- bankamótinu, styrktarmóti fyrir barna- og unglingastarf GL, sem átti að vera á sama tíma hefur hins vegar verið frestað. Hlé verður gert á hátíðardagskrá á Hrafnseyri í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands vegna landsleiksins. Dagskráin hefst klukkan 11 með hátíðarguðs- þjónustu en á hádegi flytur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hátíðarræðu og leggur í kjölfarið blómsveig að minningarsteini Jóns Sigurðssonar. Leikurinn verður svo sýndur í tjaldi á stórum skjá og gefst hátíðargestum tækifæri til að fylgjast með honum í félagsskap forsetans. Flýttu útskrift vegna leiksins  Þjóðfélagið í hálfgerðum lamasessi meðan Ísland mætir Argentínu á HM  Útskrift úr háskóla að morgni  Prestur tilbúinn með tvær ræður fyrir brúðkaup  Götuspyrna á Bíladögum á sama tíma Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Undirbúningur Alfreð Finnbogason, Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Sigurðsson verða klárir í slaginn á laugardag. Ólafur Jóhann Borgþórsson Katrín Rut Bessadóttir „Ég reikna með því að horfa á leikinn í Hljóm- skálagarðinum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra og bætir við að hún geti einfaldlega ekki beðið eftir leiknum. Hún var á leið til London þegar Morgunblaðið hafði samband og var að sjálf- sögðu með landsliðstreyju með í för. „Ég er að lenda hérna í London og er að fara að hitta íþrótta- málaráðherrann og ætla að sjálfsögðu að gefa henni landsliðstreyjuna okkar,“ sagði Lilja í gær, létt í bragði. Ráðherrar mega ekki fara á HM en hvar ætla þeir að horfa á leik Argentínu og Íslands? Lilja Alfreðsdóttir „Ég verð á Ísafirði á laug- ardaginn þannig að ég mun þurfa að finna mér stað til að horfa á leikinn þar væntanlega,“ segir Katrín Jakobsdóttir, for- sætisráðherra. Hún ætlar þó ekki að deyja ráðalaus og reiknar með því að geta fundið sér samastað til þess að sjá leikinn. „Ég er þar að morgni laugardagsins og leikurinn er klukkan eitt. Ég bara banka upp á hjá einhverju fólki og treð mér í heimboð,“ segir Katrín og hlær. „Ég treysti á það.“ Katrín Jakobsdóttir „Ég var ekki alveg búinn að negla það,“ segir Sig- urður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. „Fyrsti valkostur er heima hjá mér en ég er að skoða annað.“ Sigurður segir að það geti verið ágætt að vera einn þegar kemur að leikjum landsliðsins, enda á hann það til að lifa sig inn í leik- ina. „Ástæðan er sú að ég verð svolítið innlif- aður og brjálaður og þá er ágætt að vera einn,“ segir Sigurður og hlær. Sigurður Ingi Jóhannsson Bjarni Benediktsson, fjár- málaráðherra og formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði líklegast að hann myndi horfa á landsleik Íslands og Argentínu heima með fjölskyldunni, þegar Morgunblaðið hafði samband í gær. „Já, ætli ég verði ekki bara heima,“ segir Bjarni. Hann sagði þó ekki útilokað að hann myndi horfa á leikinn í góðra vina hópi. „Annars gæti verið að ég verði hjá vini mínum í Garðabænum.“ Bjarni Benediktsson Fyrsti leikur Ís- lands á HM verð- ur sýndur víða utanhúss á höfuðborgar- svæðinu, t.a.m. í Hljómskálagarð- inum, Boxinu í Skeifunni, við Vesturbæjarlaug og á Garðatorgi, Rútstúni og Ing- ólfstorgi. Þá mun klúbbur Listahátíðar Reykjavíkur halda viðburð á laug- ardaginn. Leikurinn verður sýndur í Hafnarhúsi og mun Þórunn Björnsdóttir hljóðlistakona leika raftónlist undir. ,,Ég ætla að vera þarna á sviði á meðan klúbburinn streymir þessum leik og ætla að taka þátt í því með því að spila raf- tónlist yfir leiknum og spila sam- kvæmt því hvernig leikurinn er að fara,“ segir Þórunn. Allir leikir Íslands verða sýndir í Hljómskálagarðinum, þar verða líka veitingar, leiktæki og fleira. Ísland-Argentína verður sýndur víða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.