Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
STYKKISHÓLMUR
Gunnlaugur Árnason
garnason@simnet.is
St. Franciskusspítalinn í Stykkis-
hólmi, nú Heilbrigðisstofnun Vestur-
lands á Stykkishólmi, á sér afar
merkilega sögu. Spítalinn hefur verið
brautryðjandi á ýmsum sviðum allt
frá því að hann tók til starfa árið 1936,
eða fyrir 82 árum.
Þess var minnst fyrir stuttu að 40
ár eru liðin frá því að fyrstu sjúkling-
arnir fengu endurhæfingu á spítal-
anum og við sama tækifæri var haldið
upp á 25 ára afmæli háls- og bak-
deildar spítalans. Deildin er í sam-
starfi við Háskóla Íslands þar sem
hún tekur við nemum í sjúkraþjálfun,
t.a.m. voru nýverið tveir nemar í
verklegri kennslu á deildinni og er
hún því akademísk kennsludeild.
Nýr yfirlæknir, Andri Heide, sem
hefur sinnt háls- og bakverkjum um
árabil, hefur nú tekið til starfa við
háls- og bakdeild Heilbrigðisstofnun
Vesturlands.
Þáttur systranna mikill
St. Franciskusregla Kaþólsku
kirkjunnar byggði og rak spítalann
allt fram á þessa öld eða þar til ríkis-
sjóður tók alfarið yfir rekstur hans.
Kaþólsku systurnar ráku fjölbreytt
starf á spítalanum sem ekki tengdist
beint sjúklingum, s.s. leikskóla,
prentsmiðju, æskulýðsstarf og
sumarbúðir. Var þáttur þeirra því
mikill, ekki eingöngu spítalans vegna
heldur einnig hvað samfélagið varð-
aði.
Eitt af frumkvöðlastörfum þeirra
var að bjóða upp á sjúkraþjálfun árið
1977, en um svipað leyti voru fyrstu
lög sett á Íslandi um sjúkraþjálfun.
Sjúkraþjálfun og endurhæfing voru
þá lítið þekkt hér á landi og fór sú
starfsemi þá ekki fram á sjúkra-
húsum.
Upphaf sjúkraþjálfunar á St.
Franciskusspítalanum í Stykkishólmi
má rekja til komu systur Lidwinu,
sem var menntuð hjúkrunarkona sem
leitaði sér þekkingar í endurhæfingu
sjúklinga. Hún segir í kveðju sinni:
„Í upphafi komu flestir sjúkling-
anna úr fiskvinnslunum í Stykkis-
hólmi, þar sem margir þeirra unnu
við færiband og vegna einhæfra
hreyfinga fundu þeir fyrir verkjum í
handleggjum, hálsi og baki, flestir
fundu fyrir vöðvaverkjum. Smám
saman fjölgaði sjúklingum með ýmiss
konar verki og flóknari tilfelli. Síðan
þá hefur deildin dafnað og þróast í
það sem hún er í dag.“
Á vormánuðum árið 1990 urðu
læknaskipti á St. Franciskusspítal-
anum. Auk hins nýja sjúkra-
húslæknis, Jóseps Ó. Blöndal, kom
sama vor til starfa við endur-
hæfingardeild spítalans Lucia de
Korte sjúkraþjálfari. Að frumkvæði
Jóseps og með fulltingi og í samstarfi
við Luciu var háls- og bakdeild stofn-
uð við spítalann árið 1992.
Lucia hefur alla tíð síðan starfað að
uppbyggingu háls- og bakdeildar-
innar og þá hvað varðar útfærslu á
þeim grunnhugmyndum sem deildin
byggir á.
Þróun háls- og bakdeildarinnar
hélt áfram og til varð samþætt
bakprógramm í skjóli fagaðila sem
samanstendur af læknum, sjúkra-
þjálfurum og öðrum fagaðilum, sem
er m.a. fólgið í 2x5 daga æfinga-
prógrammi, bekkjameðferð og
sprautum eftir þörfum og þá ýmist í
bak og liði, fræðslu hjá hjúkrunar-
fræðingi, sjúkraþjálfurum og lækn-
um. Þá er einnig hópmeðferð í sund-
laug og slökun. Öll meðhöndlun er
markvisst einstaklingsmiðuð.
Mikil eftirspurn
Sjúklingar þurfa tilvísun frá heim-
ilislækni eða öðrum fagaðila til að
komast að í endurhæfingu á háls- og
bakdeild, þar sem nauðsynlegt er að
fá réttar upplýsingar um einkenni og
að búið sé að prófa úrræði sem
standa til boða í heimahéraði. Sjúk-
lingar koma fyrst í viðtal og for-
skoðun hjá fagaðilum deildarinnar,
annaðhvort hjá yfirlækni deild-
arinnar eða sjúkraþjálfara. Í kjölfar
forskoðunar er tekin ákvörðun um
innlögn og meðferð en strangar kröf-
ur eru gerðar um hvort sjúklingur
leggst inn á deildina eður ei enda
mikil eftirspurn og því miður ekki
hægt að sinna öllum sem um dvölina
sækja.
Þjóna landinu með góðum árangri
St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi hefur sinnt endurhæfingu í 40 ár Rekinn í dag undir
merkjum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 25 ár liðin frá stofnun háls- og bakdeildar spítalans
„Ég hef verið mikill bak-
sjúklingur síðustu 7-8 árin og
fengið að njóta frábærrar þjón-
ustu í Hólminum. Það er ynd-
islegt starf sem unnið er þar,“
segir Margrét Eg. Sigurbjörns-
dóttir, sem hefur notið þjónustu
spítalans í Stykkishólmi.
„Á þessu tímabili hef ég feng-
ið að koma þangað nokkrum
sinnum. Hversu lengi ég er í
hvert sinn fer eftir því hversu
lasin ég er. Það góða er að ég
útskrifast ekki, ég get komið
aftur þegar bakverkirnir eru
hvað verstir. Þessi hjálp heldur
mér gangandi og ég get stund-
að vinnu. Annars væri ég öryrki
í dag,“ segir hún ennfremur.
Heldur mér
gangandi
REYNSLUSAGA
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Stykkishólmur St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi, nú Heilbrigðisstofnun Vesturlands, hefur starfað í 82 ár.
Endurhæfing Andri Heide, nýr yfirlæknir í Stykkishólmi, og Lucia de Korte
sjúkraþjálfari. Lucia hefur starfað í Hólminum frá árinu 1990.
Eftirfylgnin
» Kannanir sem gerðar hefa
verið meðal sjúklinga að
nokkrum árum liðnum sýna
þennan árangur:
» 80% nota æfingar áfram til
að líða betur.
» 67% hafa betri stjórn á
verkjunum.
» 70% aukin virkni í vinnu og
einkalífi.
» 21% aukin vinnuþátttaka.
JÓN BERGSSON EHF
RAFMAGNSPOTTAR
Einstaklega meðfærilegir og orkunýtnir pottar sem
henta jafnt í bústaðinn sem og í þéttari byggð
Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is
Sjóminjasafnið
í Reykjavík
Fiskur& fólk
Glæný grunnsýning!
Grandagarði 8, 101 Reykjavík www.borgarsogusafn.is