Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Uppruni pípunnar óljós Ofan í rústir þessa hús hefur rusli verið dengt og þar hafa forvitnilegir hlutir fundist. En Steinunn segir að undir því lagi hafi hins vegar fund- ist enn forvitnilegri hlutir. „Við höfum m.a. fundið krítar- pípur, og ein þeirra er einstök með- al þeirra krítarpípna sem fundist hafa hér á landi. Hún ber manns- höfuð og nú er það verkefni okkar að rannsaka uppruna hennar. Við höfum nú þegar leitað til kollega okkar hér heima og erlendis en eng- in niðurstaða er þó komin í það mál. Þá komum við einnig niður á kjálka- bein með tönnum. Það er ein- kennilegt að finna svo auðgrein- anleg mannabein fjarri öðrum beinum. Hins vegar verður að taka tillit til þess að við erum að grafa í gömlum kirkjugarði þar sem ganga má út frá því að grafir hafi verið teknar ofan á eldri gröfum og þá geta bein skolast til. Þetta tilvik er þó dálítið undarlegt og við eigum eftir að leita skýringanna á þessu.“ Þótt enn eigi hópurinn eftir að komast niður á sjálfan kór klaust- urkirkjunnar sýna mælingar að byggingin hefur verið um 23 metrar á lengd. „Kirkjan er mun stærri en hingað til hefur verið talið að hún væri og hún er t.d. mun stærri en núverandi kirkja sem stendur á staðnum. Við vitum að hún var stækkuð til muna á 13. öld og svo mikil var viðbótin að það þurfti að vígja hana sérstaklega í kjölfar framkvæmdanna.“ En það er ekki aðeins kirkjan sjálf sem reynist mun stærri en gengið hefur verið út frá. „Við höfum tekið um sex könn- unarskurði til að meta umfang þeirra mannvirkja sem risið hafa á staðnum og ásamt þeim könn- unarskurðum höfðum við nýtt okk- ur jarðsjármælingar. Við gerðum ráð fyrir að svæðið í heild væri um 1.600 fermetrar. En við ákváðum að grafa skurð ofan í öskuhaug austan megin við þetta svæði og þar koma einnig í ljós byggingar og það sýnir að svæðið hefur verið mun stærra en við töldum.“ Vilja rannsaka pláguna Steinunn segir að ein helsta ástæða þess að ákveðið hafi verið að ráðast í uppgröft á kór klaustur- kirkjunnar sé sú að þar séu mestar líkur á að komast í tæri við svarta- dauða, hina illræmdu plágu sem felldi drjúgan hluta landsmanna í upphafi 15. aldar. „Heimildir greina frá því að allir munkarnir í klaustrinu, að einum undanskildum, hafi látist úr veik- inni og ábótinn einnig. Þessir menn hafa líklegast verið lagðir til hvíld- ar undir gólfi kirkjunnar, í kórnum eða austan megin við hann. Nýj- asta tækni gerir okkur kleift að rannsaka svartadauða ef jarð- neskar leifar þessara manna finn- ast. Íslensk erfðagreining ætlar að leggja okkur myndarlegt lið og mun sjá um þennan þátt rannsókn- arinnar sem er gríðarlega kostnað- arsamur.“ Steinunn segir að áhuginn fyrir rannsóknum á svartadauða hér á landi nái út fyrir landssteinana enda hafi plágan haft víðtæk áhrif og haft mótandi áhrif á samfélagið. „Plágan kemur seint hingað og það hefur almennt verið talið vegna þess að fólk dó mjög fljótt eftir að það veiktist. Því hafi fólk í raun ekki náð með sjúkdóminn til lands- ins. En svo gerist það áratugum eftir að hún geisar víðast hvar um Evrópu og hefur þá gríðarleg áhrif á samfélagið. Þegar þetta var gekk plágan öðru sinni í Englandi og sennilega barst hún þaðan til landsins. Eitt af því sem við vitum er að búskapur tók breytingum. Menn færðu sig úr nautgriparækt í sauðfjárrækt því hún var ekki eins mannaflsfrek og þær breytingar höfðu aftur áhrif á gróðurfar í land- inu. Þetta ætlum við að skoða í rannsókninni. Þá vitum við einnig að tilkoma klaustursins hafði áhrif á gróðurfarið og við beinum sjón- um okkar m.a. að hinum svokölluðu klausturjurtum sem ræktaðar voru upp í kringum klaustrin í landinu.“ Rannsaka skordýr á svæðinu En rannsóknin á svartadauða beinist ekki aðeins að mannabein- unum sem vonir standa til að koma niður á. Þannig er skordýrafræð- ingur einnig að störfum við upp- gröftinn en nú er hægt að greina svartadauða í skordýrum sem finn- ast frá tímum plágunnar. Steinunn segir að hópurinn stefni á að upp- greftrinum ljúki fyrir mánaða- mótin en að þá taki við mikil og ströng greiningarvinna þar sem af- rakstur rannsóknarinnar verður í brennidepli. Grafa sig niður á svartadauða  Kór klausturkirkjunnar á Þingeyrum grafinn upp í næstu viku  Kirkjan og byggingarsvæðið mun stærra en áður var talið  Yngri jarðlög geyma margt forvitnilegt  Mannabein og krítarpípur Ljósmynd/Ómar Valur Jónasson Uppgröftur Rannsóknarhópurinn hafði í nógu að snúast í blíðviðrinu í gær þegar dróni var settur á loft til að fanga mynd af stöðunni. Jafnt og þétt koma eldri jarðlög í ljós og í næstu viku mun klausturkirkjan líkast til koma úr jörðu. Ljósmynd/Indri Skarphéðinsson Óþekkt Á sjötta degi rannsóknar- innar kom í ljós einstök krítarpípa sem í er greypt höfuð af manni. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fornleifafræðingar vinna nú hörð- um höndum að því að grafa upp stórt rannsóknarsvæði á Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu. Markmið fræðimannanna er að komast niður á rústir gömlu klausturkirkjunnar sem reist var á staðnum í kaþ- ólskum sið. Kirkjan þjónaði klaustrinu sem starfrækt var á staðnum í rúmar fjórar aldir, frá 1133 til 1551. Það er dr. Stein- unn Kristjáns- dóttir sem stýrir uppgreftrinum en hún hefur á síðustu árum unnið að rannsóknum á íslensku klaustur- stöðunum, stýrði m.a. uppgreftrin- um á klaustrinu á Skriðu og leitinni að staðsetningu klausturbygginga á öðrum þeim stöðum sem vitað er að starfrækt voru í landinu á sínum tíma. Hún hefur gefið út tvær bæk- ur um efnið, Sagan af klaustrinu á Skriðu, sem kom út árið 2012 og Leitin að klaustrunum sem út kom í fyrra. „Aðstæður hafa verið mjög góðar og þrátt fyrir rigningarspá þá hefur ekkert rignt á okkur. Við er- um að grafa allt upp í 9 klukku- stundir á dag og því sækist verk- efnið fremur hratt.“ Afmörkuð rannsókn Steinunn segir að ekki veiti af enda sé skammur tími til stefnu. Uppgröfturinn muni aðeins standa í mánuð. „Við fengum hæsta styrk úr Fornminjasjóði eða 5 milljónir en þetta verkefni er mjög umfangs- mikið og því duga þessir fjármunir hvergi nærri til. Við höfum því verið að leita fjármagns víðar.“ Sem stendur er hópurinn, sem telur um 10 manns, að grafa sig niður í gegnum jarðlög frá 17. og 18. öld og þar hefur ýmislegt forvitni- legt komið í ljós að sögn Steinunnar. „Það er ljóst að hér eru mann- virki frá síðari tímum sem reist hafa verið ofan á gömlu kirkjurústunum. Þetta er 50 til 60 fermetra bygging sem hefur verið tvískipt. Við höfum ekki enn kveðið upp úr um hvaða hlutverki þessi bygging hefur þjón- að en öskulög, bæði viðar- og móaska er að koma í ljós og það bendir til þess að þetta hafi verið mannabústaður fremur en notað til skepnuhalds.“ Steinunn Kristjánsdóttir Uppgröfturinn sem nú stendur yfir er hluti stærra verkefnis sem hlotið hefur yfirskriftina Þingeyraverkefnið. Verkefnið hefur þríþættan tilgang, að grafa upp minjar tengdar klaustrinu á staðnum, greiningu gróðurfars á miðöldum á staðnum og í nágrenni hans og að rannsaka handritamenn- ingu miðalda. Þingeyraklaustur var miðstöð íslenskrar ritmenningar um aldir og er sá þáttur rannsóknarinnar unninn í samstarfi við Snorrastofu í Reykholti og Árnastofnun. Í stjórn Þingeyraverkefnisins eru Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem er formaður, dr. Guðrún Nordal, forstjóri Stofnunar Árna Magnús- sonar og dr. Valur Ingimundarson, prófessor. Þá sitja í stjórn verkefnisins stjórnendur rannsóknanna, þau dr. Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði, dr. Egill Erlendsson, prófessor í umhverfisfræði og Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu. Hluti stærri rannsóknar ÞINGEYRAVERKEFNIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.