Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.06.2018, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Hágæða múrefni Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Deka Acryl grunnur 1 kg 760 5 kg 3.390 Weber REP 980 steiningarlím og filtmúr, grár 25 kg 2.690 Weber Gróf Múrblanda 25 kg 1.490 Deka Hrað viðgerðarblanda 25 kg 3.640 Deka Fíber trefja- styrkt múrblanda 25 kg 2.740q Weberfloor 4150 flotefni 4-30mm 25 kg 2.150 Weberfloor 4160 Hraðþornandi flotefni 2-30mm 25 kg 2.790 Weberfloor 4630 Durolit iðnaðar & útiflot 25 kg 4.390 ogDEKA Combimix Staurasteypa 20 kg 860 ÚTI FLOT Deka Plan 230 hraðþornandi flot 25 kg 1.890 Weber Milligróf múrblanda 25 kg 1.690 HRAÐ HRAÐ HRAÐ SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá því að skáldabekkurinn frægi var í Menntaskólanum í Reykjavík. Um hann orti Tómas Guðmundsson: Þá færðust okkar fyrstu ljóð í letur því lífið mjög á hjörtu okkar fékk og geri margir menntaskólar betur, ég minnist sextán skálda í fjórða bekk. Víst er að mikið einvalalið skálda, sem síðar áttu eftir að koma mjög við bókmenntasöguna, var í Mennta- skólanum á heimsstyrjaldarárunum fyrri. Þar má nefna, auk Tómasar sjálfs, þjóðkunna menn eins og Hall- dór Laxness, Jóhann Jónsson, Davíð Stefánsson, Guðmund G. Hagalín, Sigurð Einarsson í Holti og Richard Beck. En þetta með sextán skáldin í fjórða bekk veturinn 1918 til 1919 var þó eitthvað orðum aukið eins og Tóm- as viðurkenndi löngu síðar. „Þetta er þjóðsaga,“ sagði hann í viðtalsbók Matthíasar Johannessen, Svo kvað Tómas (Almenna bókafélagið 1960), „sem upphaflega er þannig tilkomin, að í tímariti nokkru var kvartað yfir því, hve Menntaskólinn væri heltek- inn af skáldskap og því til sönnunar var tiltekinn þessi skáldafjöldi fjórða bekkjar. Mig minnir annars, að tíma- ritið hafi aðeins talið fram fjórtán skáld, svo tvö hafa sennilega komið seinna í leitirnar. Við þessa heimild studdust ljóðlínurnar … og situr þá ekki á mér að fara að leiðrétta þær.“ Og Tómas bætti við: „Auðvitað var slatti af [skáldum] í fjórða bekk, svo sem Halldór Guðjónsson frá Laxnesi og Sigurður Einarsson sem báðir voru nýir í skólanum, og svo ég, ef mér leyfist að minna á mig í leiðinni. Og ýmsa fleiri mætti þar nefna, þó að skáldskaparástríðan væri þeim við- ráðanlegri. En okkar bekkur sat ekki einn að skólaskáldunum, síður en svo. Í fimmta bekk voru þeir Guðmundur G. Hagalín og Jóhann Jónsson, og Davíð Stefánsson í 6. bekk. Þú sérð að þetta voru engir aukvisar.“ Sagan um skáldabekkinn hefst í Skólablaðinu vorið 1919. „Það er sagt, að í einum bekk Mentaskólans sjeu nú 14 skáld – og þó mörg í hverj- um hinna. Það er og hvorttveggja, að mikið er um kveðskapinn meðal hinna upprennandi mentamanna. En færi þar önnur menning eftir skáld- skapnum, svona yfirleitt, þá er það alvarlegt mál. En „alt er hirt og alt er birt“; blöðunum hjer ætlar aldrei að verða nóg boðið. Og þau eru örlát sum á skáldnafnið; því rignir yfir rjettláta og rangláta. Það er nú gott og blessað, að sem flestir af þeim, sem annars yrkja, gætu heitið skáld. En þá er hitt, hvað við ættum að kalla þá Jónas og Hallgrím.“ Tímaritið Iðunn, eitt helsta bók- menntarit landsins á þessum tíma, hnaut um þessa klausu. „Ég held að straumhvörf hafi nú legið við land í ís- lenzkum bókmentum. Vöxturinn hef- ir kannske sjaldan verið eins mikill í andlegu lífi hér og nú. Og sennilega á hann eftir að aukast, ef það er satt, að t.d. í einum bekk Mentaskólans séu nú 14 „skáld.“ En það er undir hælinn lagt, hvort úr þessum vexti verður yl- ríkur áveitustraumur á íslenzkan þjóðarþroska eða gjálfrandi andleys- iselfur af sálardrepandi leirburði,“ skrifaði Vilhjálmur Þ. Gíslason. „Skáld og froðusnakkar“ Ekki voru allir í skýjunum yfir áhuga skólapilta á skáldskap. Ágúst H. Bjarnason prófessor stakk niður penna í Iðunni sumarið 1919 og kvartaði yfir því hve illa væri staðið að því að mennta nemendur skólans til verklegra afrekra. Aðgangurinn að lærdómsdeild skólans væri allt of léttur og aðstreymið of mikið. „En alt þetta gerir nú það að verkum, að við höfum miklu færri verkfróðum mönnum á að skipa en þörf er á í nán- ustu framtíð og þurfum ef til vill að fá erlenda menn í þeirra stað til þess að stjórna verkfræðisfyrirtækjum vor- um. Ef nú á að fara að beizla fossana, vantar okkur heilan hóp innlendra manna, sem þar hefðu getað lagt hönd á plóginn. Í stað þess höfum við nú „14 skáld í 4. bekk“ og nóg af froðusnökkum um land alt,“ skrifaði hann og leynir sér ekki lítilsvirðingin á skólaskáldunum. Tómas Guðmundsson segir að skólaskáldin hafi að loknum kennslu- tíma farið á kaffihúsið Uppsali sem var í Aðalstræti. Það var þá mikill samkomustaður ungra mennta- manna í Reykjavík. Þarna var setið og skrafað um skáldskap og heims- mál og landsmál yfir kaffibollum. „Þá bar margt á góma og trúað gæti ég því, að við hefðum stundum mátt hafa eitthvað hægara um okkur,“ sagði Tómas í fyrrnefndu samtali við Matt- hías. „Ég man að roskinn verslunar- stjóri, sem borðaði á Uppsölum, tók sig til og skrifaði blaðagrein, þar sem hann bar sig undan okkur þessum ungu mönnum, sem gengju með broddstaf, þættust vera skáld og hefðu skoðanir á öllu milli himins og jarðar.“ Tómas segir ennfremur að þarna á kaffihúsinu hafi skólaskáldin stund- um getað vænst þess að helstu blöð bæjarins, svo sem Landið og Fréttir, bærust inn með nýjustu ljóðagerð einhvers úr hópnum. „Það gat jafnvel komið fyrir, að þessi kvæði tækju yfir heilar forsíður!“ sagði hann. „Það voru mikil andlegheit í loftinu.“ Stofnuðu skáldafélag Halldór Laxness rifjar þennan tíma upp í endurminningabókum sín- um. Þar segir hann m.a. frá Vetrar- brautinni, skammlífu félagi ungra skálda í Menntaskólanum, haustið 1918. Hann kveðst hafa stofnað félag- ið ásamt Tomma (Tómasi Guðmunds- syni), Sigga (Sigurði Einarssyni í Holti) og „fleiri uppljómuðum fjórðu- bekkíngum“ og fengið Jakob Smára (sem var nokkru eldri, stúdent 1908), til að gerast forseti klúbbsins. Hann nefnir einnig að ein skáldkona hafi verið í Vetrarbrautinni, strákarnir hafi kallað hana „litlu frúna“ eftir samnefndri smásögu sem hún hafði birt í Morgunblaðinu. Höfundur þeirrar sögu er Ólöf Jónsdóttir, sem síðar varð þekktari undir ættarnafni eiginmanns síns, Sigurðar Nordals. Hún varð stúdent 1916. Þess má geta að í einni minnis- kompu Jóhanns Jónssonar frá þess- um tíma (sem höfundur þessarar greinar varðveitir) er að finna nafna- lista sem líklega er félagatal Vetrar- brautarinnar. Á þeim lista eru nöfnin Halldór Guðjónsson, Sigurður Ein- arsson, Tómas Guðmundsson, Guð- mundur G. Hagalín, Sveinbjörn Sig- urjónsson, Friðrik Friðriksson, Kristmundur Þorleifsson, Sigurjón Jónsson, Richard Beck, Andrés Gutt- ormsson, Jón Pálsson, Jakob J. Smári, Jóhann Jónsson og Ólöf Jóns- dóttir. Félagatalið sýnir að skáldin sem héldu hópinn á kaffihúsinu Upp- sölum voru ekki öll í Mennta- skólanum, sum voru orðin stúdentar og sum fengust við önnur störf í Reykjavík. Það sem þeim var sameig- inlegt var gífurlegur áhugi á skáld- skap og menningu. Voru tilfinningaskáld „Já. Þá var mikil skáldaöld og mað- ur lifandi! Við vorum tilfinningaskáld og háfleygir í ljóðum okkar,“ sagði Richard Beck í blaðaviðtali á efri ár- um. „Ég man,“ bætti hann við, „ég endaði eitt ljóð frá þessum árum á speki á borð við þessa: „Ég fann ég var meira en mold.“ Þetta var alveg í okkar anda. Þetta var veturinn 1918- 19. Hæsti tindurinn á því ári var þó þann 1. desember 1918, þegar við stóðum saman við Stjórnarráðið og lýst var yfir fullveldi Íslands og fán- inn dreginn að húni í fyrsta skipti. Sigurður Eggerz flutti stutta en skáldlega ræðu. Síðar þennan vetur, á árlegri hátíðarsamkomu okkar, flutti Davíð Stefánsson, sem þá var í sjötta bekk, afar fagra ræðu fyrir minni ættjarðarinnar og nefndi hana „Ísland, litanna land.“ Ég man enn áhrifin af þeirri ræðu, svo máttug var hún. Síðar á því ári gerðist það svo að Halldór Guðjónsson las opinberlega úr „Barni náttúrunnar“ og við fjöl- menntum á upplesturinn, skólabræð- ur hans, og fleiri. Ég man, að þegar ég gekk út, var ég samferða kennara okkar einum, sem sagði að sann- færður væri hann um, að eitthvað meira en venjulegt væri byggi i þess- um skólapilti. Og sannspár hefur hann orðið.“ Þá voru „mikil andlegheit í loftinu“  Skáldabekkurinn frægi í MR 100 ára  „Ég minnist sextán skálda í fjórða bekk“, orti Tómas Guð- mundsson  Skólaár Halldórs Laxness, Jóhanns Jónssonar, Davíðs Stefánssonar og fleiri stórskálda Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson Skólapiltar Kennslustund í Menntaskólanum í Reykjavík veturinn 1918-1919 þegar skáldskaparlíf var þar í blóma. Morgunblaðið/ÓKM „Sextán skáld“ Tómas Guðmunds- son gerði skáldabekkinn frægan. Ljósmynd/Einkasafn Vinir Halldór Laxness og Jóhann Jónsson ortu í Menntaskólanum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.