Morgunblaðið - 14.06.2018, Síða 31
FRÉTTIR 31Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
HM tilboð Múrbúðarinnar
Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
BESTU
MÚBÚÐARVERÐIN
Made by Lavor
18.990
MOWER CJ20
Sláttuvél m/drifi, BS 5,0 hp
Briggs&Stratton mótor. Rúmtak 150
CC, skurðarvídd 51cm/20”, sjálfknúin
3,6 km/h, safnpoki að aftan 65 L, hliðar
útskilun, skurðhæð og staða 25-75mm/8
49.990
MOWER CJ18
BS 3,5hp Briggs&Stratton
mótor, rúmtak 125 CC, skurðarvídd
46cm/18”. Safnpoki að aftan 60 L,
skurðhæð og staða 25-85mm/8
29.990Kaliber Red
gasgrill
4 brennara (12KW) +
hliðarhella (2.5KW).
Grillflötur 41x56cm
Kaliber
Black
gasgrill
3x3kw brennarar
(9KW). Grillflötur
41x56cm
39.900
25%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
áður 23.990
Grillboð 44.900
áður 39.990 áður 62.990
14.390
Lavor Galaxy 150
háþrýstidæla
150 bör max,
450 lítr/klst.
2100W
20%
AFSLÁTTUR
áður 17.990
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Reykjavíkurborg á 15 íbúðar-
húsalóðir í Grundarhverfi á Kjal-
arnesi. Hins vegar verður ekki
hægt að úthluta þeim fyrr en að
lokinni fornleifarannsókn á svæð-
inu. Kjalarnes varð hluti af
Reykjavík árið 1998. Það er fá-
mennasta hverfið í höfuðborginni
en á sama tíma það langstærsta að
flatarmáli enda tilheyrir sjálf Esj-
an Kjalarnesi.
Hverfisráð Kjalarness beindi
spurningu til Reykjavíkurborgar
eftir að fyrirspurnir bárust frá íbú-
um um framboð á lóðum til bygg-
ingar íbúðarhúsnæðis á Kjalarnesi.
Því óskaði ráðið eftir upplýsingum
frá skrifstofu eigna og atvinnu-
þróunar, um hvort og hvenær væri
fyrirhugað að setja lóðir til bygg-
ingar íbúðarhúsnæðis á Kjalarnesi
á sölu.
Íbúar á Kjalarnesi hafa valið sér
að búa á mörkum sveitar og borg-
ar, í nálægð við náttúruna og mikið
rými fæst fyrir hvern og einn. Þeir
eru margir sem myndu kjósa að
búa við þær aðstæður.
Fram kemur í svari skrifstofu
eigna og atvinnuþróunar hjá borg-
inni að lóðirnar 15 séu við göturnar
Jörfagrund (10 lóðir) Helgugrund
(4 lóðir) og Búagrund (1 lóð).
Kortleggja mögulega stækkun
„Samkvæmt fornleifaskráningu
jarðarinnar Jörfa á Kjalarnesi sem
framkvæmd var 2003 þarf að fram-
kvæma fornleifarannsókn á og í
grennd við framangreindar lóðir,
því mega engar framkvæmdir fara
fram á tilteknum lóðum fyrr en að
lokinni fornleifarannsókn. Sú rann-
sókn hefur ekki farið fram, lóð-
irnar verða því ekki boðnar til út-
hlutunar fyrr en það hefur verið
gert og samráð hefur verið haft við
Minjastofnun Íslands,“ segir í
svarinu.
Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir
að Grundarhverfi geti stækkað og
þá helst til vesturs meðfram
ströndinni og svo eitthvað til norð-
urs. Talað er um 5-10 íbúðir á ári
en það hefur ekki gengið eftir, seg-
ir Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi
hjá Reykjavíkurborg. „Það stendur
hins vegar til að hefja vinnu við
hverfisskipulag fyrir Kjalarnesið
þar sem möguleikar til stækkunar
á hverfinu verða kortlagðir. Það
eru vissulega tækifæri til þess en
það liggur ekki alveg fyrir hversu
margar íbúðir gætu komist fyrir á
svæðinu,“ segir Björn.
Fornleifaskráningin árið 2003
var unnin af Önnu Lísu Guðmunds-
dóttur og Sólborgu Unu Páls-
dóttur. Með henni var leitast við að
staðsetja allar þekktar fornleifar
jarðarinnar Jörfa á því svæði sem
stærstu framkvæmda er von sam-
kvæmt núgildandi deiliskipulagi,
þ.e. frá Jörfalæk og að núverandi
íbúðabyggð, Grundarhverfinu svo-
kallaða. Staðsetning sumra forn-
leifa byggðist eingöngu á rituðum
heimildum, kortum og loftmyndum.
Á loftmyndum sem teknar voru af
bandaríska hernum í september
1945 mátti t.d. greina nokkra staði
þar sem líklegt væri að finna forn-
leifar.
Höfundarnir segja að gera megi
frekari rannsóknir á vettvangi, með
jarðsjármælingum og rannsókn-
arskurðum, til að staðsetja forn-
leifar frekar og skera úr um hvort
þær séu með öllu horfnar eða ekki.
Í þjóðminjalögum kemur fram að
skylt sé að skrá fornleifar á skipu-
lagsskyldum svæðum áður en
gengið er frá skipulagi eða endur-
skoðun þess. Tilgangur þjóðminja-
laganna er að stuðla að verndun
menningarsögulegra minja og
tryggja að íslenskur menningar-
arfur flytjist óspilltur til komandi
kynslóða. Minjar 100 ára og eldri
teljast til fornleifa, en heimilt er þó
að friðlýsa yngri minjar. Allar forn-
leifar eru friðhelgar og verndaðar
gegn hvers kyns raski.
Íbúðabyggð við Jörfalæk
Samkvæmt aðalskipulagi
Reykjavíkur 2001-2024 er áætlað
að vestan við Jörfalæk muni einnig
rísa íbúðabyggð.
„Er brýnt að það svæði verði vel
skráð og rannsakað áður en byggð-
in er skipulögð frekar þar sem Hof
er einn sögufrægasti staður á Kjal-
arnesi,“ segir m.a. í fornleifaskrán-
ingunni.
Fyrst þarf að kanna fornleifar
Hverfisráði Kjalarness bárust fyrirspurnir um hvort til stæði að úthluta lóðum Reykjavíkurborg
á 15 lóðir sem ekki er hægt að úthluta að svo stöddu Til skoðunar er að stækka Grundarhverfið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kjalarnesið Sveitarfélagið sameinaðist Reykjavík fyrir 20 árum. Þetta er fámennasta hverfi höfuðborgarinnar en
jafnframt það landmesta. Grundarhverfi er neðst til hægri. Nú er til skoðunar að skipuleggja stækkun þess.
Morgunblaðið/Júlíus
Blása vindar Kjalarnesið kemst oft í fréttirnar þegar djúpar lægðir ganga
yfir landið og hressilega blæs af Esjunni. Hviður geta orðið afar öflugar.
Jörfi tilheyrir því svæði sem
talið er að Helgi bjóla Ketils-
son hafi numið. Hann fór til
Íslands úr Suðureyjum mjög
snemma á landnámsöld og
bjó á Hofi.
Jörfa er fyrst getið í
fógetareikningum 1547-1552.
Samkvæmt jarðatali 1704 var
jörðin talin vera afbýli úr
landi Hofs og var dýrleiki
hennar átta hundruð. Matið
var reiknað í heimajörðinni.
Einn ábúandi var á jörðinni og
galt hann sextíu álnir í land-
skuld í reiðufé upp á lands-
vísu og galt eigandi féð á Al-
þingi. Tvö leigukúgildi fylgdu
jörðinni og guldust leigur í
smjöri til þess staðar sem
landsdrottinn vildi. Á jörðinni
gátu fóðrast þrjár kýr og átta
lömb en kvikfénaður var fjór-
ar kýr, átta ær með lömbum,
tíu sauðir þrevetrir og eldri,
fjórir tvævetrir, átta vet-
urgamlir og tveir hestar.
Jörðin náði vestan frá
Jörfalæk og austur að Klé-
bergslæk. Talið er að gamli
Jörfabærinn hafi staðið niður
undir sjó, skammt austan við
Jörfalæk.
Árið 1928 fór býlið í eyði.
Dýrleiki talinn
átta hundruð
JÖRFI Á KJALARNESI