Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 33

Morgunblaðið - 14.06.2018, Side 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018 Tr ú l o f u n a r h r i n g i r G i f t i n ga r h r i n g i r D eman t s s k a r tg r i p i r Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is 14 kt. gull með demant. Verð: 130.384,- 14 kt. gull með demöntum, miðju- steinn 0,50 ct. Verð: 626.121,- 14 kt. gull með demöntum, miðju- steinn 0,30 ct. Verð: 298.757,- 14 kt. hvítagull með demöntum, miðjusteinn 0,30 ct. Verð: 437.577,- 14 kt. rósagull með demöntum. Verð: 337.847,- 14 kt. gull með demöntum. Verð: 298.386,- 14 kt. rauðagull og hvítagull með demöntum. Verð: 354.010,- 14 kt. hvítagull með demöntum, miðjusteinn 0,20 ct. Verð: 315.559,- 14 kt. gull með demöntum. Verð: 251.716,- 14 kt. gull með demöntum Verð: 150.909,- 14 kt. gull með 0,25 ct demant. Verð: 204.266,- 14 kt. gull með demöntum. Verð: 239.181,- Gullsmiðir Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Við staðsetjum okkur þannig í neyslumynstrinu að við bjóðum gott verð, ferska gæðavöru og mikið úr- val, höfum langan afgreiðslutíma og reynt starfsfólk,“ sagði Eiríkur Sig- urðsson kaupmaður í samtali við Morgunblaðið, þegar hann og eig- inkona hans, Helga Gísladóttir, opn- uðu fyrstu matvöruverslun Víðis fyrir rétt rúmum sjö árum. Í gær barst blaðinu yfirlýsing þess efnis, frá þeim hjónum, að rekstri Víðisverslananna, sem í millitíðinni voru orðnar fimm talsins, hafi verið hætt því rekstur þeirra hafi ekki gengið sem skyldi. Fyrst stofnaður fyrir 67 árum Saga Víðisverslananna nær aftur til ársins 1951, er Sigurður Matthías- son og Vigdís Eiríksdóttir, foreldrar Eiríks, settu fyrstu Víðisverslunina á laggirnar við Fjölnisveg í Reykjavík. Seinna færðu þau út kvíarnar með verslunum í Starmýri, við Austur- stræti og Seljabraut í Reykjavík. Enn síðar var opnuð Víðisverslun í Mjódd. Víðir sf. var lýst gjaldþrota skv. frétt mbl.is frá 1998. Eigendur Víðis hafi þá verið tveir bræður og fjöl- skyldur þeirra. Eftir það byggði Ei- ríkur upp verslanakeðjuna 10-11 og gekk rekstur hennar vel frá upphafi. Eiríkur og Helga ákváðu að selja 75% af hlut sínum í Vöruveltunni hf., rekstrarfélagi 10-11, í október 1998 með milligöngu Íslandsbanka. Jón Ásgeir Jóhannesson keypti hlutina og seldi þá Baugi hf. um mitt ár 1999, en talsverðar deilur spruttu vegna þeirra viðskipta Jóns Ásgeirs og urðu kafli hins svokallaða Baugsmáls. Frá því var sagt í fréttaskýringu Morg- unblaðsins árið 2008. Verslanir 10-11 eru nú í eigu Samkaupa frá í apríl sl., er Víkurfréttir greindu frá. Víðisverslanir á fimm stöðum Víðir ehf. var skráður sumarið 2008 og fyrsta verslun Víðis ehf. var opnuð í Skeifunni árið 2011. Fannst Eiríki og Helgu við hæfi að nota gamla Víðisnafnið. Víðisverslanir urðu þekktar fyrir mikið og gott úrval af ferskum ávöxt- um, grænmeti og kjöti ásamt að vera með forvitnilega fjölbreytni en fyr- irtækið flutti sjálft inn ýmsa matvöru. Hálfu ári eftir opnunina í Skeifunni var Víðir á Garðatorgi í Garðabæ opnaður skv. frétt Viðskiptablaðsins um málið og í mars 2013 var Víð- isverslun opnuð á Sólvallagötu, gegnt JL-húsinu. Víðisverslunin í Skeifunni komst í fréttir er hún slapp á „ótrú- legan hátt“, að sögn Eiríks, í stór- brunanum í Skeifunni í júlí 2014 og fengu slökkviliðsmenn Kók og Prins í versluninni eftir að hafa unnið við slökkvistörf, greindi vísir.is frá. Opnuðu nýja verslun í fyrra Víðir express opnaði í Ingólfs- stræti í miðbæ Reykjavíkur í desem- ber 2015, skammt frá verslun Bónuss við Hallveigarstíg og var með rýmri afgreiðslutíma á borð við 10-11 búð- irnar. Víðir opnaði að lokum fimmtu verslun sína í Borgartúni í mars 2017, en þær upplýsingar fundust á Face- book-síðu Víðis. Einhverjar blikur sáust á lofti þeg- ar Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðs- ins, birti frétt 11. október 2017 um að allt hlutafé Víðis væri til sölu. Rekst- ur Víðis hafi ekki farið varhluta af áhrifum opnunar verslunar Costco í Garðabæ á matvörumarkaðinn, sem urðu m.a. til þess að hlutabréf Haga höfðu fallið um 30%. Mánuði síðar greindi sama blað frá því að eigendur Víðis hafi hætt við að selja og talið var að þau hafi í staðinn viljað selja Víði í Skeifunni. Óvissa og lokanir Víðis Viðskiptavinir Víðis komu að lok- uðum dyrum verslananna og þeir upplýstir um að lokað væri vegna breytinga. Fjölmiðlar og aðrir reyndu að ná í eigendur Víðis í fram- haldinu, en án árangurs og óvissa ríkti í nokkra daga um stöðu mála. Millistjórnendum hafi verið sagt á fundi með eigendum fyrirtækisins að lokunin væri tímabundin, skv. frétt vísir.is frá í gær. Starfsfólk hafi eng- ar upplýsingar fengið fyrr en tölvu- póstur hafi verið sendur til þess frá eigendum Víðis, seint á sunnudags- kvöld. Þar hafi m.a. komið fram að fé- lagið væri hætt rekstri og á leið í gjaldþrot, og starfsfólki ráðlagt að leita til stéttarfélags síns, skv. óstað- festum upplýsingum Morgunblaðsins frá VR, en félagsmenn eru þegar teknir að leita þangað eftir aðstoð vegna málsins. Virðist því sem 67 ára sögu Víðisverslananna sé lokið, a.m.k. í bili. Víðir allur eftir langa verslunarsögu  Fjölskyldufyrirtækið fyrst opnað í Reykjavík árið 1951  Bjartsýni við opnun í Skeifunni fyrir sjö árum  Blikur á lofti frá því í haust  Dularfull lokun og sögusagnir um yfirvofandi gjaldþrot Morgunblaðið/Árni Sæberg Víðir lokar Minni fjölbreytni er að vænta á íslenskum matvörumarkaði en rekstri verslananna hefur verið hætt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.