Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018
vandræðum. Er þetta rétt hjá Páli?
Getur hann farið fram á það að mað-
ur segi já eða nei. Er það virkilega
þannig? Að þú verðir bara að gjöra
svo vel að ganga í þennan flokk eða
ekki. Og einhvern veginn æxlaðist
það þannig þarna á síðasta sprett-
inum hjá mér í náminu að ég varð æ
uppteknari af þessari grundvallar-
tilvistarspurningu. Svo ég hugsaði
með mér, þetta að trúa, það er þá
kannski viljaákvörðun manns. Það
er þá kannski bara háð vilja manns-
ins hvort hann vill trúa eða ekki.
Hann getur kosið það að trúa ekki
og hann getur líka kosið það að trúa.
Og ef ég nú fellst á það hjá Páli að
það hljóti nú að vera að kristur sé
upprisinn þá er það spurningin
bíddu, hverjir eru að segja frá
þessu? Eru þetta ekki allt saman
einhverjir rammskakkir menn? Eru
guðspjallamennirnir ekki að segja
frá einhverju sem þeir hafa heyrt
aðra segja frá? Og þetta byggist allt
á vitnisburði fólks sem þekkti Jes-
úm, sem var með honum. Það sagði
frá lækningum hans. Kraftaverk-
unum. Það er nú margt heldur
óskynsamlegt þarna. Og gegn öllu
viti og allri reynslu er þessi fullyrð-
ing að dauður maður sé upprisinn.
Þetta er svo, eins og menn myndu
segja í dag, vitlaust. Að láta sér
detta þetta í hug. Þetta er alveg út í
bláinn að halda þessu fram. En af
hverju halda menn þessu fram? Af
því að þeir trúa því. Og af hverju
trúa þeir því? Vegna þess að þeir
hafa tekið mark á þeim sem fullyrtu
að þetta hefði gerst. Og þó að þessir
menn hafi verið uppi fyrir tvö þús-
und árum tæpum eða svo þá eru þeir
ekki síður gefnir að öllu leyti heldur
en við. Við stöndum ekkert fremri
fornmönnum hvað varðar vitsmuni
og dómgreind og þess háttar hluti.“
Að taka stökkið
„Og ég lendi í þessu að virkilega
að berjast í þessari hugsun. Bíddu,
var þetta svona eða er þetta bara
blekking? Ef þú stendur á bjarg-
brún og ákveður að taka stökkið, þá
stekkurðu og þú veist ekkert hvern-
ig það fer. Og þá er ég ekki að tala
um stökkið út í dauðann eða stökkið
til þess að tortíma þér heldur taka
sénsinn á að stökkva í þeirri trú að –
ég trúi til þess að skilja. Þá taka þeir
stökkið til þess að reyna trú sína. Þó
að þeir séu ekkert lausir við efann
frekar en þeir sem velja hina leiðina,
að skilja til þess að trúa. Þú ert allt-
af að glíma við skynsemina. Þú ert
alltaf að glíma við vitsmunina og trú
þín verður tóm trúarbarátta. Angist
jafnvel. Svo ég eiginlega komst að
þeirri niðurstöðu að ef ég tæki mark
á Páli með þetta þá yrði ég að taka
mér stöðu með kirkju og kristni.
Ef ég tek þessa afstöðu. Ég trúi.
Ég trúi þessu bara. Hann er
sannarlega upprisinn. Þá er
ekkert um annað að ræða heldur
en að fara og tala um það. Þú
verður bara að gjöra svo vel og
taka þessari köllun. Þú verður
bara að verða prestur. Þú verður
að predika. Þú verður að beita
þér fyrir fagnaðarerindinu. Þú
verður að boða það.“
Messaði í fyrsta skipti í Reyk-
holti á afmælisdaginn sinn
„Og þannig eiginlega varð það að
ég sótti um Reykholt og fékk ekki að
sækja um það af því ég var ekki út-
skrifaður. Það var annar prestur
sem sótti um en söfnuðurinn vildi
hann ekki. Þá var Reykholt auglýst
aftur, haustið 1978, og ég sótti og ég
var vígður hingað og kom hingað og
messaði í fyrsta skipti 10. desember
1978, á afmælisdaginn minn. Og
kunni nú ósköp lítið annað en guð-
fræðina en hér hef ég verið síðan.
Þegar við komum hingað í Reyk-
holt, við Dagný, var hún nú ekkert
ánægð með það að vera að fara út á
land en hún féllst á að koma hingað
af því að hún hafði verið hér í sveit
hjá Halldóru og Andrési Kjerúlf á
Akri og Birni Ólafssyni á Varma-
landi, þegar hún var stelpa. Hún
hafði verið hér í tvö sumur, eitthvað
svoleiðis. Svo hún féllst á það, með
semingi þó, að við færum hingað. En
á þessum tíma var mikill skortur á
prestum og það var mikið reynt til
að fá mig til að vera prestur á Reyk-
hólum. Og það var líka reynt að fá
mig til að sækja um Seyðisfjörð. Og
það voru fleiri staðir sem stóðu til
boða.“
Ófögur sjón sem
blasti við í Reykholti
Geir lýsir sinni fyrstu heimsókn í
Reykholt, haustið 1978, sem ömur-
legri.
„Það var sannast sagna alveg öm-
urlegt að koma hingað. Gamli skól-
inn var í niðurníðslu, staðurinn var í
niðurníðslu og prestssetrið ónýtt.
Það hafði verið dæmt óíbúðarhæft.
Það var neglt fyrir gluggana á neðri
hæðinni. Það lak. Það var eins og að
koma inn í ónýtt hús að koma þar
inn. Við komum í rigningu og það
voru pollar úti um allt og þetta var
mjög ókræsilegt. En við komum upp
eftir og fluttum inn í húsið þó að það
væri búið að dæma það heilsuspill-
andi og byrjuðum að berjast fyrir
viðgerð á húsinu. Það var nú ekkert
einfalt að fá gert við það. Það tók
þrjú ár og svo tvö ár að gera við það.
Nema hvað, svo var staðurinn allur í
ólestri. Hann hafði verið partaður
allur í sundur með leigusamningum.
Héraðsskólinn hafði hálfan staðinn á
leigu, bóndinn hafði fjórðung úr
staðnum í leigu og presturinn átti að
hafa fjórðung fyrir sig. Þessi fyrstu
ár fóru í að berjast fyrir því að það
væri gert við húsið. En það var nú
erfitt að fá nokkurn mann til að
hlusta á okkur þannig að ég fór að
kynna mér kirkjurétt. Því ég varð
nú að hafa eitthvað til að standa á ef
ég ætlaði að fara að gera kröfur til
þess að það yrði tekið mark á kirkj-
unni. Gamla kirkjan var líka ónýt.
Hún var svo illa farin að hún var eig-
inlega ekki nothæf. Fyrsta árið sem
við vorum hérna var kirkjugarð-
urinn fullur. Sóknarnefndin hafði
áhuga á því að fá að stækka kirkju-
garðinn. Svoleiðis að fyrsta verklega
framkvæmdi hjá okkur var að láta
stækka kirkjugarðinn. Hann var
stækkaður um tvo metra. Og það
var ekkert einfalt að fá það gert
vegna þess að skólinn eiginlega réði
öllu hérna. Það var svo gjörsamlega
búið að afskrifa kirkju hérna á
staðnum að meira að segja kirkju-
garðsveggurinn var hluti af áhorf-
endabekkjum fyrir íþróttaleikvang
skólans. Þetta var auðvitað ekki gert
í neinum kirkjufjandskap eða ein-
hverju slíku. Þetta var bara gert
vegna þess að kirkjan hafði algjör-
lega þokast út á jaðarinn.
Þegar við Dagný fórum að lesa,
meðal annars bréf frá séra Einari
Guðnasyni, presti í Reykholti frá
1930-1971, um það hvað ætti að vera
hér þá sáum við að það hefðu verið
miklar umræður um að byggja hér
gestastofuhús fyrir fræðimenn til
þess að vinna. Menn höfðu talað um
bókasafn til þess að minnast Snorra
Sturlusonar og ég varð strax var við
mikinn áhuga útlendinga á staðnum.
Þetta var þannig á þessum árum að
skólanum var lokið í maí og svo var
rekið Edduhótel hér á sumrin og
það byrjaði í kringum 20. júní. Þann-
ig að frá miðjum maí og til 20. júní
var ekkert. En fullt af ferðafólki.
Það þurfti að fara á klósett, það
þurfti að borða, það var ekkert að
sjá annað en Snorralaug og niður-
nídd húsin og allt í drasli hérna. Og
svo lauk Edduhótelunum á haustin, í
lok ágúst, og þá var ekkert fyrr en 1.
október þegar skólinn byrjaði. Og
allan tímann voru ferðamenn hérna
og það komu gestir. Við Dagný vor-
um beðin að taka á móti gestum á
vegum ráðuneytanna og sendiráð-
anna. Það var alltaf verið að hringja
og biðja um fyrirgreiðslu gesta-
móttöku. Og húsið eins og það var
hjá okkur.“
Vildu byggja Reykholt upp
„Svo ég hugsaði með mér að ef
þessi staður á að lifa þá verður að
byggja hann upp. Það verður að
byggja hann upp á þeim forsendum
sem hann varð til á. Þó að kirkjunni
hafi verið ýtt til hliðar hér í bili þá er
kirkjan byrjunin á staðnum. Og ég
fór auðvitað að lesa og kynna mér
sögu staðarins. Snorra og veru hans
hér og þá náttúrlega kemur maður
inn í heilan heim sem hafði ekkert
verið í huga mér þegar ég gerðist
prestur hér. Og við Dagný fórum að
sökkva okkur ofan í staðinn og sögu
hans og eðli hans. Við ásamt fólkinu
í sóknarnefndinni fórum að vinna að
því að búa til hugmyndina um
Snorrastofu. Hrinda í framkvæmd
öllum þessum hugmyndum sem
höfðu verið settar fram um staðinn.
Það voru ekki mínar hugmyndir, eða
okkar hugmyndir. Þetta voru hug-
myndir séra Einars Guðnasonar og
hinna og þessara sóknarnefndar-
manna.
Ég safnaði saman þessum hug-
myndum og þannig varð hugmyndin
að Snorrastofu til. Og þegar við vor-
um búin að setja okkur yfir þetta þá
spruttu fleiri hugmyndir: það þarf
að byggja nýja kirkju og í tengslum
við hana þarf að byggja nýja íbúð
fyrir fræðimenn til að leigja út. Og í
tengslum við kirkjuna þarf að hafa
aðstöðu til þess að sýna verk Snorra
Sturlusonar og fræða fólk um hann.
Og það þarf að vera einhver aðstaða
í nýju kirkjunni til að taka á móti
fólki, til þess að tala við fólk. Það
þarf að komast á klósett. Og við
Dagný töluðum um þetta á kvöldin
heima og við lögðum fram hugmynd-
ina um Reykholtskirkju og Snorra-
stofu. Okkur fannst þetta mjög flott-
ar hugmyndir. Svo við ákváðum að
bjóða til okkar frammáfólki úr hér-
aði. Svona úr borgfirsku menningar-
elítunni. Við buðum fræðslustjóran-
um, hreppsnefndaroddvitum og
svona helstu kennurum og mennta-
mönnum í héraðinu. Það voru marg-
ar tertur og hlaðborð. Dagný bakaði
og bakaði og bakaði og smurði
brauðtertur og allt saman. Það
komu 40 manns í kaffi. Og þegar
fólkið var búið að drekka og svona
þá stóð ég upp og hélt ræðu og gerði
grein fyrir þessum hugmyndum.
Mér fannst þetta mjög góð ræða hjá
mér. Svo lauk henni og fólkið hélt
áfram að drekka kaffi og fljótlega
fóru menn að þakka fyrir sig og fara.
Ekkert. Ekki einn einasti maður tók
undir eitt eða neitt. Það voru engin
viðbrögð við öllum þessum hug-
myndum. Nema tveir eða þrír úr
sóknarnefndinni, þeir sátu og hjálp-
uðu okkur að vaska upp og svona.
Þeir sögðu að þetta breytti engu þó
að fólk hlustaði ekki á þetta núna,
„við höldum bara áfram að vinna að
þessu,“ sögðu þeir. Og ég fór að
skrifa uppkast að stofnskrá. Hvern-
ig væri hægt að fá þetta til að ganga
upp. Handskrifaði hana. Og svo árið
eftir þá var ég byrjaður að skrifa
Norðmönnum. Djarfur sko. Skrifaði
einhverjum gömlum Norðmönnum
sem höfðu talað um Ísland og
Snorra og allt þetta og sumir svör-
uðu mér og tóku undir hugmynd-
irnar og sögðu þetta góðar hug-
myndir og tímabærar og allt þetta.
Það voru Norðmenn sem hvöttu
mig. En við héldum áfram og smátt
og smátt fóru menn að taka undir.“
Lífið býður ekki bara
sykur og rjóma
„Ég leit svo á að ég hefði verið
kallaður á þennan stað úr því að
söfnuðurinn tók við mér og bisk-
upinn vígði mig hingað. Ég var kall-
aður á þennan stað til þess að standa
fyrir réttindum heilagrar kirkju hér,
þar sem ég væri þjónandi prestur.
Og þetta væri bara það sem mér
bæri að gera. Lífið býður manni ekki
bara sykur og rjóma. Það verður
hver að fást við þær aðstæður sem
að hann er í. Ég var kallaður til þess
að verða prestur hér og þetta er
bara hluti af pakkanum. Og þannig
hefur það bara verið alla tíð. Svoleið-
is að slagurinn var tekinn hér, um
þetta. Og þegar sóknarnefndin féllst
á hugmyndir okkar um Reykholts-
kirkju og Snorrastofu gekk það upp.
Það komu ólíklegustu menn til liðs
við okkur, Jónas Kristjánsson, for-
stöðumaður Árnastofnunar, sagði:
„Já, góðar hugmyndir. Löngu tíma-
bærar.“ Hann kom til liðs við okkur
og fólkið hérna heima fór bara beint
í verkið.
Og þetta gekk með Guðs hjálp
eins og það gekk og bjargaði staðn-
um. Það þýðir ekki að ég hafi bjarg-
að staðnum eða að við höfum bjarg-
að staðnum. Heldur bara að
staðnum var bjargað. Það eru þús-
und og ein ástæða fyrir því að þetta
tókst.
En fyrst og fremst er það náttúr-
lega vegna þess að það bilaði ekki
ásetningur okkar um að koma þessu
fram. Og nú er þetta risið og ég
kominn að því að hætta. Er að verða
sjötugur bráðum.“
Tvísýnt eftir hrun
„Þetta síðasta tímabil okkar hér í
Reykholti hefur verið tímabil mikilla
tiltekta og verklegra framkvæmda.
Bergur [Þorgeirsson, forstöðumað-
ur Snorrastofu] vildi að við fengjum
fleiri íbúa. Byggðum götu. Við létum
Reykholtsstað framkvæma það.
Hallveigartröðin hér fyrir ofan er
verk Reykholtsstaðar ehf. Sem þýð-
ir það náttúrlega að þetta hefur ver-
ið býsna tvísýnt. Sérstaklega eftir
hrun. Því að skuldirnar af þessu öllu
saman liggja á félaginu og bakvið fé-
lagið eru kennitölur Snorrastofu og
mín, persónuleg. Þannig ef þetta
hefði nú allt farið á hausinn þá hefð-
um við farið á hausinn. Af því að ég
er lénsprestur. Ég er með Reykholt
að léni eins og prestarnir frá upp-
hafi. Ég er ekki bara einhver starfs-
maður eins og nýju prestarnir eru
víðast hvar annars staðar. Reykholt
er hluti af embætti mínu. Eins og
það var hluti af embætti Finns Jóns-
sonar meðan hann var prestur
hérna. Þannig að ég ber ábyrgð á
staðnum. Bæði til góðs og ills. Þann-
ig að ef eitthvað er aðfinnsluvert þá
er það mér að kenna og ef það er
eitthvað sem er í lagi þá er það mér
að þakka. En auðvitað geri ég þetta
ekki einn. Það hefur verið mjög gott
samband við Berg og Snorrastofu.
Bergur hefur verið alveg ótrúlega
duglegur að útvega peninga í verk-
legar framkvæmdir sem ég hef svo,
ásamt Tryggva [Konráðssyni, stað-
arhaldara í Reykholti], staðið í að
láta framkvæma. Þannig að þetta
hefur verið dásamlegur tími.“
Get farið úr þessu
embætti, býsna ánægður
„Ég er mjög glaður og mjög stolt-
ur. Ekki í merkingunni montinn
heldur stoltur yfir því að staðurinn
skuli vera orðinn svona fallegur og
margt í svo góðu lagi sem hugsast
getur. Auðvitað vantar mikið upp á
að það sé fullkomið. Síðasta stór-
verkinu er ekki lokið. Við létum bora
nýja borholu og það er ný hitaveita
að verulegu leyti á staðnum. Og því
verður vonandi lokið á næstu vikum.
Þá er það komið í höfn. Þannig að ég
get farið úr þessu embætti, býsna
ánægður með það sem hefur unnist.
Og hef tekið svo miklu ástfóstri við
staðinn að við Dagný ætlum að
byggja okkur hús og eiga heima
hérna áfram. Sem er nú ekki alveg
sjálfsagt mál því að auðvitað verður
erfitt að skipta sér ekki af þegar
maður er hættur. Þetta ætti nú að
vera eitthvað fyrir þig að moða úr,“
segir Geir í lokin og stendur upp því
tíminn er floginn frá okkur eftir
rúmlega tveggja klukkustunda gott
spjall.
Ljósmynd/Guðlaugur Óskarsson
Höfuðból Reykholt er skólasetur, kirkjustaður, prestsetur og gamalt höfuðból í Reykholtsdal.
Ljósmynd/Björg Guðlaugsdóttir
Í guðshúsi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, og Geir í gömlu kirkjunni í Reykholti.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Fræðimaður Séra Geir í Reykholti.