Morgunblaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 42
HM-veislan
hefst í dag
Mikil eftirvænting meðal Rússa
Eftirvænting Hópur barna í rússnesku borginni Jekaterínburg gerði auglýsingu heimsmeistaramótsins í knattspyrnu að leiktæki. Príluðu nokkrar krakkanna ofan á það á meðan aðrir létu sér
nægja að halla sér upp að skiltinu í sumarsólinni. Eru nú tveir dagar í fyrsta leik Íslands á HM þegar landsliðið mætir liði Argentínu í Moskvu, höfuðborg Rússlands.
Stemning Þessi serbneski fótboltaáhugamaður ætlar greinilega að vekja
athygli enda ekki margir sem skarta andliti Lionels Messi á hnakkanum.
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu,
sem haldið er í Rússlandi, fer af
stað klukkan 15 í dag með leik
heimamanna gegn Sádi-Arabíu.
Mikil eftirvænting ríkir meðal
Rússa fyrir fyrsta leik, en stuðn-
ingsmenn hafa hist og hitað upp
fyrir leikinn í borgum víðs vegar um
landið. Samkvæmt upplýsingum frá
rússneskum miðlum verður Luz-
hniki-völlurinn í Moskvu nánast
fullur. Þrátt fyrir það eru enn til
örfáir miðar á leikinn. Verðið kann
þó að stuða einhverja, en miðinn er
seldur á litlar 90 þúsund krónur.
Gert er ráð fyrir miklu sjónarspili
fyrir leik, en meðal þess sem boðið
verður upp á eru tónleikar með
Robbie Williams, 500 dansarar auk
fimleikaatriða svo fá eitt sé nefnt.
Íslensku strákarnir afslappaðir
Þrátt fyrir að heimsmeist-
aramótið sjálft hefjist í dag eru enn
tveir dagar í fyrsta leik Íslands á
HM, gegn Argentínu í Moskvu á
laugardag.
Strákarnir hafa virkað afar af-
slappaðir í öllum undirbúningi fyrir
leikinn og greinilegt að liðið hefur
öðlast mikla reynslu á EM í Frakk-
landi sem vonandi skilar sér í góðri
frammistöðu á laugardag.
aronthordur@mbl.is
Vinsælir Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gefur sér tíma til að ræða við aðdáendur og ritar nafn sitt á
fótbolta sem erlendur fjölmiðlamaður rétti honum. Liðinu hefur verið tekið vel í litla strandbænum í Rússlandi.
Goðsögn Hinn þekkti ítalski dómari Pierluigi Collina lætur sig ekki vanta á
mótið og náði ljósmyndari AFP þessari skemmtilegu skallamynd af honum.
AFP
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2018